5.11.2012 | 20:07
Íbúar upplýstir um erfiða stöðu//Þetta alvarlegt mál,mjög svo ekki sé meira sagt!!!
Íbúar upplýstir um erfiða stöðu Innlent | mbl | 5.11.2012 | 19:05 Stjórnendur Eirar hjúkrunarheimilis hafa í dag fundað með íbúum öryggisíbúða hjúkrunarheimilisins og kynnt fyrir þeim alvarlega stöðu hjúkrunarheimilisins.
Eins og fram hefur komið skuldar Eir Íbúðalánasjóði og lífeyrissjóðum sex milljarða króna og íbúum tvo milljarða króna. og íbúum tvo milljarða króna.
Sveinn Magnússon, forstöðumaður eignaumsýslu Eirar, segir að eðlilega séu íbúaréttarhafar ekki sáttir við stöðu mála hjá hjúkrunarheimilinu enda staðan grafalvarleg.
Hann segir að því miður hafi ekki gefist til þess fyrr en í dag að fara yfir málin með íbúum þar sem stutt sé síðan farið var í að rannsaka stöðu mála ofan í kjölinn og það komið í ljós hversu alvarleg fjárhagsstaðan er.
Stjórn Eirar hefur greint frá því að helstu ástæður fyrir slæmri stöðu Eirar séu þær að haldið var áfram byggingu 111 öryggisíbúða við Spöngina í Grafarvogi (Eirborgir) eftir hrun þrátt fyrir seinkun á byggingu félags- og þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar um nokkur ár.
Stór hluti íbúðanna hefur verið vannýttur í 2-3 ár og enn eru um 27 lausar íbúðir í húsinu sem tekjur hafa ekki fengist af. Eins eru 7 íbúðir nýttar undir þjónustu þar sem ekki hefur enn verið byggð þjónustumiðstöð við húsið. Hins vegar eru framkvæmdir að hefjast við þjónustumiðstöðina og á þeim að ljúka á vormánuðum 2014.
Á sama tíma hefur íbúðaverð á markaði lækkað, en aukin verðbólga leiddi til þess að skuldir og inneignir íbúðaréttarhafa hækkuðu vegna verðtryggingarákvæða. Bygging og rekstur öryggisíbúða er á sömu kennitölu og rekstur hjúkrunarheimilisins, en slíkan rekstur hefði verið ákjósanlegt að aðskilja frá upphafi, segir í tilkynningu frá stjórn Eirar.
Enginn rekinn út af heimili sínu Að sögn Sveins er ljóst að enginn verði rekinn úr íbúðum sínum en engu að síður hefur fólk lagt verulega fjármuni inn í Eir gegn íbúðarétti en án annarra trygginga fyrir þeim peningum.
Hann segir að nú séu þrjár endurgreiðslur gjaldfallnar og verið sé að leita eftir því við íbúðaréttarhafa að fá frest á endurgreiðslu á meðan leitað er leiða til þess að leysa vanda Eirar. Eins og áður sagði eru helstu kröfuhafarnir Íbúðalánasjóður og lífeyrissjóðir sem eru með tryggingar í íbúðunum. Þó svo að fólk hafi í einhverjum tilvikum borgað að fullu þá á það ekkert í íbúðunum.
Samningar kveða bara á um að fólk hafi lagt til greiðslu svo kallaðs íbúðarréttar og féð sé síðan ávaxtað í samræmi við vísitölu að frádregnum kostnaði, segir Sveinn. Logið til um stöðu mála Hann segir að á sínum tíma, það er á útrásartímanum, hafi þetta gengið ágætlega og eftirspurnin verið að sama skapi og fólk komið inn um leið og íbúðir losnuðu. Það sem gerðist var að farið var að reisa 111 íbúðir nánast á sama og hrunið varð.
Það alvarlega í stöðunni var að upplýsingar til stjórnar voru á þann veg að búið væri að ráðstafa íbúðunum fyrirfram. En það var bara ósatt, segir Sveinn og vísar þar til samskipta fyrri framkvæmdastjóra og stjórnar Eirar.
Í ljós hafi komið að ekki var innistæða fyrir þessu og margar íbúðir enn lausar á sama tíma og leiguverð er hátt. Fasteignamarkaðurinn hefur einnig verið erfiður, það er þeir sem hafa viljað koma í öryggisíbúðir hafi átt erfitt með að selja íbúðir sínar til þess að koma inn í íbúð á vegum Eirar.
Í tilkynningu stjórnar Eirar frá því á föstudag kemur fram að stjórn stofnunarinnar vill taka það fram að unnið er að lausn sem miðar að því að engin röskun verði á starfsemi Eirar. Þannig verði engin breyting á högum fólks sem býr í öryggisíbúðum eða nýtur þjónustu hjúkrunarheimilisins.
Sú endurskipulagning sem stendur yfir á rekstrinum miðast við langtímalausn á núverandi lánum og skuldbindingum og hefur ekki áhrif á þá þjónustu sem umbjóðendum Eirar er veitt.////////////Þetta er þyngra !!en maður hefði haldið að kæmi uppá!!og alveg óskiljanlegt að mínu áliti!!það verður að taka þarna fast á málum,og finna sökudólkana,þeir hljóta að hafa séð þetta fyrir,eða það finnst manni allavega,og þar engin undanskilin þeir sem þarna stjórna og stjórnuðu verða að sæta yfirheyrslum.og Vilhjámur Vilhjámsson þar ekki undanskylinn,vonandi að þetta gangi fljótt fyrir sig og gamla fólkið fái sitt sem það á,en spyrjum að leikslokum!!!!!/Halli gamli
Íbúar upplýstir um erfiða stöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Alveg merkilegt, þar sem er spilling og sukk, nánast er það regla að sjálfstæðisflokkurinn kemur á einhvern hátt við sögu - þetta er eiginlega hætt að vera fyndið!!
Óskar, 5.11.2012 kl. 20:13
Ég er og þú Óskar að benda bara á spyllingu eins flokks þetta er þvi miður landnlægur siður í öllum flokkum,ekki ber ég neitt af mér að gera þeim jafnt yfir höfði,hvað í flokki sem svinkin eru,við men ein og ég viljum þau sannarlega burt!!!/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 5.11.2012 kl. 22:44
Það stendur í greininni að vandræðin séu meðal annars vegna þess að útborgun gamla fólksins í íbúðunum er verðtryggð og hefur hækkað mikið. Þessi útborgun verður því greidd til afkomenda með fullri verðtryggingu. Það hefur nú hingað til þótt allt í lagi þótt íbúðalánaskuldarar á rúmlega miðjum aldri tapi öllu sínu sparifé í húsnæði vegna verðtryggingarákvæða sem tryggja lánveitandann. En þarna þykir sjálfsagt að útborgunin sé endurgreidd til afkomenda, eftir fráfall íbúanna, með fullri verðtryggingu. Þetta sýnir í hnotskurn hvers konar rugl við búum við á þessu landi.
Margret S (IP-tala skráð) 5.11.2012 kl. 22:51
Gott blogg hjá þér að venju, Halli minn.Auðvitað er spillingin ekki tengd okkar flokki einum, hún finnst alls staðar !
Kv., KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 6.11.2012 kl. 06:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.