Þreyttir á auglýsingaflóðinu Innlent | mbl | 6.11.2012 | 8:05 Steinn Arnar Jónsson, sem býr í Columbus í Ohio,segir ekki laust við að íbúar í Ohio séu orðnir langþreyttir á hinu mikla auglýsingaflæði sem dunið hefur á kjósendum í ríkinu undanfarnar vikur. Forsetaframbjóðendurnir leggja mikla áherslu á að sigra í Ohio.
enda bendir flest til að sá sem sigri þar verði forseti Bandaríkjanna næstu fjögur árin. Það hefur víst ekki farið fram hjá mörgum að í dag er gengið til forsetakosninga í Bandaríkjunum.
Á síðustu metrum kosningabaráttunnar hafa þeir Barrack Obama og Mitt Romney eytt miklum tíma og peningum í Ohio ríki, sem er talið er geta ráðið úrslitum um hvor þeirra fer með sigur af hólmi í kosningunum.
Stuðningsmenn Obama reyna með margvíslegum hætti að fá kjósendur til að styðja hann.
Ljósmynd/Steinn Arnar Jónsson Steinn var spurður hvernig stemmingin væri í Columbus vegna forsetakosninganna? Hún er bara góð, þó ekki sé laust við að menn séu orðnir langþreyttir á hinu mikla auglýsingaflæði sem dunið hefur á Ohiobúum undanfarnar vikur.
Þetta er í öllum fjölmiðlum, sjónvarpi, útvarpi, blöðum og mikið á Internetinu. Svo taka almennir borgarar þátt í þessu líka með því að setja upp auglýsingaskilti í framgarðinum hjá sér. Sigur í Ohio skiptir miklu máli - Hvernig stendur á því að frambjóðendur eyða svona miklu púðri í þetta ákveðna ríki? Ungir sem aldnir mættu á kosningafundinn til að sjá og hlusta á Obama.
Ljósmynd/ Steinn Arnar Jónsson Ohio er eitt af fjölmennustu ríkjum Bandaríkjanna þar sem fylgi frambjóðandanna er nokkuð jafnt. Alls eru 18 kjörmenn í boði í Ohio og því til nokkuð mikils að vinna. Eins og staðan er í dag þá er töluvert líklegt að sá frambjóðandi sem sigri hér vinni einnig á landsvísu.
Sem dæmi um mikilvægi þess að vinna í Ohio má nefna að í öllum kosningum frá árinu 1944 hefur sá frambjóðandi sem fór með sigur af hólmi í Ohio orðið forseti, með einni undantekningu, en þeir kusu Nixon 1960 þegar Kennedy varð forseti
. Það er einnig mjög merkileg staðreynd að aldrei í sögu Bandaríkjanna hefur repúblikana tekist að verða forseti án þess að vinna í Ohio. Sú staða er einmitt uppi á teningnum í dag. Ef Romney tapar í Ohio er fremur ólíklegt að hann nái að vinna það upp í öðrum ríkjum.
- Þú varst á kosningafund hjá Obama í gær. Hvernig var það? Það var mjög gaman og sérstök upplifun. Jafnaðist í raun á við bestu rokktónleika. Bruce Springsteen og Jay-Z sáu um að hita mannskapinn upp ásamt ýmsum demókrötum úr Ohio sem héldu upphitunarræður. Svo þegar Obama mætti á svið ætlaði allt um koll að keyra.
Ég þurfti að halda fyrir eyrun á syni mínum næstum allan fundinn vegna hávaða. Obama var með fína ræðu og það var mikið fagnað, t.d. þegar hann fjallaði um árangur í heilbrigðismálum, réttindum samkynhneigðra og afturköllun herliðs frá Írak og Afganistan.
- Þú hefur farið á fleiri kosningafundi. Hvernig var þessi í samanburði þá fundi? Já, ég sá Kerry og Edwards 2004 og Obama 2008. Það voru fínir fundir, en fundurinn í gær var töluvert fjölmennari og þar að auki innanhúss, í stórri hokkíhöll og því var meiri hávaði og stemming
. Allur salurinn tók bylgjur, söng og hvaðeina. - Hvernig hefurðu upplifað þessar kosningar í samanburði við aðrar? Þessar kosningar snúast mun meira um innanríkismál en fyrri kosningar. Menn hafa áhyggjur af efnahagnum og hvernig beri að rétta úr honum.
Árið 2004 og 2008 var mest tekist á um utanríkismálin og stríðin í Miðausturlöndum. - Hvað á svo að gera á kjördag? Fyrsta áhyggjuefni mitt verður að koma nýjum hugbúnaði í loftið sem við erum á síðasta snúningi með í vinnunni. Svo mætum við saman fjölskyldan á kjörstað. Ætli ég kaupi ekki einhvern vel valinn bjór og liggi svo yfir tölunum þegar þær fara að birtast. Vonandi verður tilefni til að skála í lok kvölds./////////////Við mörg bíðum spennt eftir að sjá úrslitin í kvöld og Persónulega vil ég sigir Obama hefi ekki trú að að Romney hafi þatta en það er en svoltið snúið ein og alltaf,þarna í B.N.A. ekki spurning það er ekki nema fyrir sérfræðinga að skilja það i botn!! en ein og staðan er núna akkúrat er Obama með fleiri kjörmenn !!!en hvað verður? verðum við að bíða með!! og það spenna hjá mörgum milljónum manna!!!!Halli gamli
Þreyttir á auglýsingaflóðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.