Dæmið hjá Eir gat ekki gengið upp//Þetta hefði átt að vera vitað!!!!!!

Dæmið hjá Eir gat ekki gengið upp Innlent | mbl | 6.11.2012 | 13:33 Viðskiptamódelið á bak við örygHjúkrunarheimilið Eir rekur 111 öryggisíbúðir við Fróðengi....gisíbúðir sem hjúkrunarheimilið Eir lét byggja gekk ekki upp og þegar nýjum framkvæmdastjóra var það ljóst lét hann stöðva allar greiðslur. Hann segir að frestað hafi átt byggingu öryggisíbúða eftir hrun.

Eftirspurn eftir þeim reyndist ekki eins mikil og búist var við. Fréttir um fjárhagserfiðleika hjúkrunarheimilisins Eirar hafa komið mörgum í opna skjöldu.

Heimilið skuldar samtals átta milljarða og óljóst er hvernig heimilið á að geta staðið við skuldbindingar gagnvart þeim sem keypt hafa búseturétt í öryggisíbúðum sem Eir á, en þessar skuldbindingar nema um tveimur milljörðum.

Öryggisíbúðirnar reknar á sömu kennitölu og hjúkrunarheimilið Áður en lengra er haldið er rétt að útskýra hvernig rekstri Eirar er háttað.

Eir var stofnað sem hjúkrunarheimili og hóf rekstur árið 1996. Á Eir eru í dag 155 hjúkrunarheimilisrými, 12 endurhæfingarrými og 6 skammtímarými. Þessi rekstur gengur vel og rekstrarniðurstaðan er jákvæð.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóri, tók í haustið 2007 fyrstu skóflustunguna að 111 nýjum öryggisíbúðum fyrir aldraða í Grafarvogi. mbl.is/Golli Árið 2001 tók Eir í notkun öryggisíbúðir sem kölluð eru Eirarhús.

Þessi hús hafa verið byggð í þremur áföngum, en þau eru að Hlíðarhúsum í Grafarvogi, Hlaðhömrum í Mosfellsbæ og Fróðengi í Grafarvogi. Samtals á Eir 211 öryggisíbúðir, en þær eru reknar undir Húsrekstrarsjóði Eirar og það er sá sjóður sem er í miklum fjárhagsvanda.

Vandi sjóðsins tengist hjúkrunarheimilinu vegna þess að öryggisíbúðirnar og hjúkrunarheimilið eru rekin á sömu kennitölunni.

Ef Húsrekstrarsjóður getur ekki staðið við skuldbindingar sínar bitnar það því á allri starfseminni. Sigurður Rúnar Sigurjónsson framkvæmdastjóri Eirar.

Það eru fleiri hjúkrunarheimili sem hafa farið út í að byggja og reka íbúðir með búseturétti, eins og t.d. Hrafnista, en þar hafa öryggisíbúðirnar verðið reknar á annarri kennitölu.

Það er augljóst að Eir hefði átt að aðskilja rekstur Eirarhúsa frá rekstri hjúkrunarheimilisins þegar sá rekstur hófst fyrir rúmlega 10 árum. Hélt áfram að byggja eftir hrun En hvers vegna er Eir í vandræðum með rekstur Húsrekstrarsjóðsins?

Á því eru nokkrar skýringar, en rangar ákvarðanir eftir hrun skipta þar mestu máli. Þegar bankarnir hrundu haustið 2008 höfðu stjórnendur Eirar tekið ákvörðun um að hefja byggingu á 111 nýjum öryggisíbúðum við Fróðengi í Grafarvogi.

Í október það ár var búið að grafa grunn að húsunum og búið að leggja í undirbúningskostnað. Á þessum tíma tóku flestallir sem voru að hefja húsbyggingar ákvörðun um að stöðva framkvæmdir og sjá til. Stjórnendur Eirar ákváðu hins vegar að halda áfram með framkvæmdir.

Til að fjármagna framkvæmdir voru peningar íbúðarétthafa notaðir og hjúkrunarheimilið var veðsett fyrir nýju láni. Eir taldi sig á þessum tíma hafa fyrirheit um að Reykjavíkurborg myndi samhliða hefja byggingu á þjónustumiðstöð, en borgin ákvað hins vegar að fresta framkvæmdum og byggingunni mun ekki ljúka fyrr en 2014.

Illa gekk að koma íbúðunum í leigu Ákvörðun borgarinnar að fresta framkvæmdum við þjónustumiðstöðina hafði síðan áhrif á sölu á íbúðarétti í öryggisíbúðunum því þeir sem áhuga höfðu á að fara þangað horfðu að sjálfsögðu líka á þá þjónustu sem var í boði.

Sigurður Rúnar Sigurjónsson, sem tók við sem framkvæmdastjóri Eirar í ágúst, segir að fyrir hrun hafi verið mikil eftirspurn eftir öryggisíbúðum og menn hafi vafalaust getað leigt íbúðirnar á stuttum tíma ef hrunið hafi ekki komið til. Við hrunið varð mikill samdráttur á fasteignamarkaði og eldri borgarar sem áhuga höfðu á íbúðunum áttu því erfitt með að selja sínar eignir.

Áhugi á Öryggisíbúðunum reyndist því vera miklu minni þegar á reyndi. Nýting á þeim á síðasta ári var mjög slök. Borgin keypti reyndar 21 íbúð sem hjálpaði til.

Nú eru rúmlega 30 íbúðir enn tómar og óvíst hvenær einhver kemur í þær. Sú óvissa sem nú er um fjármál Eirar ýtir ekki undir áhuga hjá fólki að festa fjármuni í þeim.

Eftir hrunið hækkuðu skuldir Eirar eins og annarra skuldara. Samhliða lækkaði fasteignaverð, en íbúðarétturinn hækkaði hins vegar vegna þess að hann er verðtryggður.

Í dag hefur Eir skuldbundið sig til að greiða íbúum í öryggisíbúðunum tvo milljarða þegar þeir kjósa að fara út úr íbúðunum. Búseturéttur felur í sér að íbúar kaupa sér rétt til að búa í öryggisíbúðum Eirar og greiða að auki þjónustugjald sem m.a. fer til að sinna viðhaldi og fleiru.

Samkvæmt samningi við íbúa sem eru með búseturétt á Eir að greiða út búseturéttinn sex mánuðum eftir að íbúar fara úr íbúðunum, þ.e. er við andlát vegna veikinda eða af öðrum ástæðum. Eir skuldbindur sig til að endurgreiða búseturéttinn verðtryggt með 2% afskriftum á ári.

Viðskiptamódel sem gekk ekki upp Þegar Sigurður tók við stöðu framkvæmdastjóra í ágúst taldi hann sig fljótlega sjá að þetta dæmi gengi ekki upp. „Þetta var viðskiptamódel sem gekk ekki upp,“ segir Sigurður í samtali við mbl.is.

„Það gengur ekki upp að ég sé að taka við peningum þegar allt bendir til að ég geti ekki borgað þessu fólki til baka þegar þar að kemur. Það er ábyrgðarhluti að gera það. Ég stoppaði því allar greiðslur frá og með september. Við erum í viðræðum við kröfuhafa.

Áður en lengra er haldið þarf að finna lausn á þessu þannig að það sé hægt að réttlæta að menn séu yfirleitt í þessari starfsemi. Það liggur í augum uppi að menn geta ekki haldið þessu áfram með óbreyttum hætti.“ Þrír íbúar hafa nýlega óskað eftir að komast út úr íbúðunum og að Eir kaupi af þeim búseturéttinn. Sigurður segir að búið sé að ræða við þá og útskýra fyrir þeim stöðuna.

Unnið sé að lausn í samráði við kröfuhafa. Búið sé að finna lögmann til að gæta hagsmuna íbúa. Sigurður segir að reynt verði að vinna hratt að því að finna lausn með kröfuhöfum. Varðandi nýtingu á öryggisíbúðunum segir hann t.d. koma til greina að íbúðirnar verði leigðar og hætt verði að selja búseturétt.

Áður verði hins vegar að koma fjárhagslegri stöðu Eirar á hreint. Slæm staða íbúa við gjaldþrot Sú spurning vaknar hvort svo geti farið að Eir verði lýst gjaldþrota.

Sigurður segir að það verði miklu dýrari kostur fyrir samfélagið að setja Eir í þrot en að leysa vandann með samkomulagi kröfuhafa. Hann segist telja að allir hagsmunaaðilar sjái að menn verði að leysa þetta. Ef kemur til gjaldþrots verða kröfur íbúa sem eiga búseturétt í öryggisíbúðunum flokkaðar sem almennar kröfur og fullyrða má að lítið fáist upp í þær.

Kröfuhafarnir sem nú eru að leita lausna á vandanum eru Íbúðalánasjóður og fimm lífeyrissjóðir, en fyrirtækið Virðing kemur fram fyrir hönd lífeyrissjóðanna.

Eir skuldar um 8 milljarða króna. Tap félagsins á síðasta ári var yfir 600 milljónir króna. Sigurður segir að jákvætt sjóðsstreymi hafi verið á síðasta ári, en inni í uppgjörinu séu reikningslegar stærðir eins og afskriftir og fleira.

Fleira skiptir einnig máli þegar staða félagsins er metin, ekki síst óráðstafaðar íbúðir. Hann viðurkennir hins vegar að sjóðsstreymið hafi versnað á síðstu vikum.

Öll lán voru í skilum í september Sigurður segir að þegar ákveðið var að hætta að greiða reikninga í september hafi öll lán verið í skilum og tryggar lánalínur til að halda áfram óbreyttum rekstri.

Staðan hafi því ekki verið þannig að engir peningar hafi verið til eða að bankar hafi þrýst á um aðgerðir.

Sigurður segir að staðan hafi hins vegar verið þannig að það hafi ekki verið hægt að réttlæta að taka áfram við peningum frá þriðja aðila án þess að tryggt sé að félagið geti staðið við skuldbindingar sínar. Hann segir að ákvörðun um að stöðva greiðslur hafi ekki verið auðveld, en hún hafi verið rétt. Hann segist áður en ákvörðun var tekin hafa leitað til Íbúðalánasjóðs sem hafi metið stöðuna.

Stjórn Eirar samþykkti tillögu framkvæmdastjóra um að stöðva greiðslur. Stjórnin samþykkti einnig að óska eftir að Ríkisendurskoðun færi yfir þetta mál allt saman.

Nýr framkvæmdastjóri tók við í ár Séra Sigurður Helgi Guðmundsson var framkvæmdastjóri Eirar fram í byrjun árs 2011.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson tók tímabundið við stöðu hans og gegndi henni fram að áramótum. Vilhjálmur var jafnframt framkvæmdastjóri Húsrekstrarsjóðs fram í ágúst á þessu ári, en sjóðurinn heldur utan um öryggisíbúðirnar eins og áður segir.

Vilhjálmur er formaður stjórnar Eirar, en meðan hann gegndi stöðu framkvæmdastjóra var Magnús L. Sveinsson stjórnarformaður, en hann er varaformaður. Aðrir í stjórn eru Hafsteinn Pálsson, Stefán Benediktsson, Helga Eysteinsdóttir, Fanney Proppé Eiríksdóttir og Þórunn Sveinbjörnsdóttir.

Sigurður Rúnar tók við sem framkvæmdastjóri Eirar um síðustu áramót og í ágúst tók hann einnig við Húsrekstarsjóðnum af Vilhjálmi.///////////Þetta er sagan í reynd öll eða svo!!en það leysir ekki vandan sem nú er upp komin,hann verður að leysa á einhvern hátt,svo fólkið missi ekki allt sitt,það er svo að eftir kreppuna hefði þetta átt að stoppa eftir því sem best verður séð!!en það ekki gert,heldur haldið áfram blint að manni finnst,þetta er ekki í lagi og eiginlega óafsökunarvert,en það á eftir að kom betur í ljós!!en það er nauðsin að fá þetta allt á hreint svo við gamla fólkið skiljum svona plat rekstur og forðumst hann!!/Halli gamli


mbl.is Dæmið hjá Eir gat ekki gengið upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halli minn. hér er mikil svikablekkingar-súpa í gangi, eftir því sem ég best veit og skil. Ég skil ekki helminginn af þessari "fræðslu"-fréttamennsku. 

Þegar ég var 20 ára, þá fór ég til Patreksfjarðar með mína þriggja ára dóttur mína. Yndislegu stúlkuna mína :)

Ég bjó þá hjá blindum og lömunarveiki-bækluðum manni á Patreksfirði, þegar ég hleypti heimdraganum úr Dölunum. Ég var svo lánsöm að lenda hjá yndislegum, heilsteyptum og hjartahlýjum manni á Patró. 

Sá góði maður hét Elías Þórðarson. Hann er því miður dáinn. 

Barnabarnið mitt, og sonur dóttur minnar sem ég flutti með mér til Patreksfjarðar árið 1980, á heiðurinn að því að erfa nafnið hans Ella Þórðar á Patró.

Frábæra barnabarnið mitt heitir Elías Hlynur Hauksson. Elías Hlynur Haukson er frábær strákur, og nafni leiðtoga litlu dóttur minnar fyrir mörgum árum síðan á Patró.

Lífið er ekki einfalt, en það er samt dásamlegt og lærdómsríkt.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 19:07

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Halli minn. Ég gleymdi að segja frá því að minn gamli og góði vinur: Elli Þórðar, bjó á Hjúkrunarheimilinu Eir,  þar til hann dó.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 6.11.2012 kl. 19:14

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Anna vinkona við lífsreynt fólk,látum þetta ekki segja okkur allt sem sannleika,við höfum lifað svo mörg hneiksli/kveðja

Haraldur Haraldsson, 7.11.2012 kl. 18:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband