Einn þingmaður dettur út// þetta er þeirra leið,en ekki eru allir henni sammála,als ekki!!!

Einn
Kosningin um helgina er rafræn en einnig verður hægt að... Einn þingmaður dettur út Innlent | mbl | 8.11.2012 | 20:45 Reglur um kynjakvóta hleypa aukinni spennu í prófkjör Samfylkingarinnar í SV-kjördæmi sem hefst á miðnætti. Reglurnar þýða að tvær konur og tveir karlarverða í fjórum efstu sætunum.

Fjórir þingmenn bjóða sig fram í prófkjörinu: þrír karlar og ein konaPrófkjör Samfylkingarinnar í Kraganum markast af tvennu.

Annars vegar er ljóst að vegna reglna um kynjakvóta verða ekki allir fjórir núverandi þingmenn flokksins í fjórum efstu sætunum og hins vegar hefur formannskosning í Samfylkingunni einhver áhrif. Árni Páll og Katrínu sigruðu í prófkjörinu 2009 Samfylkingin hélt prófkjör í Kraganum í mars 2009. Um 2.800 greiddu atkvæði í prófkjörinu.

Þá náði Árni Páll Árnason fyrsta sæti. Katrín Júlíusdóttir stefndi á annað sætið og náði því. Lúðvík Geirsson keppti við Árna Pál um annað sætið en endaði í þriðja sæti. Þórunn Sveinbjarnardóttir endaði í fjórða sæti og Magnús Orri Schram náði fimmta sætinu.

Áður en gengið var frá listanum ákvað Lúðvík að færa sig niður í fimmta sæti sem var baráttusæti flokksins. Þórunn tók þriðja sæti og Magnús Orri færðist upp í fjórða sætið.

Hnotskurn Í framboði í prófkjöri Samfylkingarinnar eru: Amal Tamimi, framkvæmdastjóri, sem býður sig fram í 2.-3. sæti. Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH, í2.-4. sæti. Árni Páll Árnason, alþingismaður, í 1. sæti. Geir Guðbrandsson,vaktstjóri, í 5. sæti. Katrin Júlíusdóttir, alþingismaður og ráðherra, í 1.sæti. Lúðvík Geirsson, alþingismaður, í 2. sæti. Magnús Orri Schram,alþingismaður, í 2.-3. sæti. Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi ogkennari, í 3.-4. sæti. Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnastjóri hjáBarnaheillum, í 3.-4. sæti. Stefán Rafn Sigurbjörnsson, nemi, í 3.-5.sæti.

Niðurstaða kosninganna varð sú að Samfylkingin fékk fjóra menn kjörna. Litlu munaði að Lúðvík næði á þing. Þegar Þórunn ákvað að hætta á þingi á síðasta ári tók Lúðvík sæti hennar. Fyrst Samfylkingunni mistókst að ná fimm mönnum í kjördæminu í síðustu kosningum þrátt fyrir að flokkurinn bætti talsvert við sig á landsvísu verður harðsótt fyrir flokkinn að ná fimm mönnum á þing í næstu kosningum.

Hafa þarf þó í huga að í næstu kosningum fjölgar þingmönnum SV-kjördæmis um einn því að vegna fjölgunar íbúa í kjördæminu færist einn þingmaður frá NV-kjördæmi. Sé tekið mið af skoðanakönnunum verður að telja raunhæfara að flokkurinn fái fjóra þingmenn í næstu kosningum. Árni Páll Árnason stefnir að því að verja fyrsta sætið í prófkjörinu.

mbl.is/Árni Sæberg Samfylkingin er með reglu um svokallaða paraða framboðslista. Það þýðir að í efstu fjórum sætum listans verða tvær konur og tveir karlar og í efstu tveimur sætum verða karl og kona. Ekki er um fléttulista að ræða og því gæti kona verði í fyrsta og fjórða sæti eða öðru og þriðja sæti. Formannskjörið hefur viss áhrif Árni Páll býður sig fram í fyrsta sæti listans líkt og síðast, en Katrín Júlíusdóttir, fjármálaráðherra, stefnir sömuleiðis á fyrsta sætið.

Fáir treysta sér til að svara því hvernig þessi barátta fer. Árni Páll hefur lýst yfir framboði til formanns Samfylkingarinnar. Katrín hefur sagt að hún ætli að svara því eftir prófkjörið hvort hún bjóði sig fram. Sumir hafa túlkað það þannig að hún ætli í formannsframboð ef hún nær fyrsta sætinu en meiri óvissa sé um hvað hún geri ef hún nær ekki markmiði sínu í prófkjörinu.

Stuðningsmenn hennar hafa lagt áherslu á að með því að kjósa hana séu þeir að tryggja um leið að hún muni gefa kost á sér til formanns. Ljóst er að sá sem sigrar í baráttunni um fyrsta sætið fær um leið vind í seglin í formannskjöri. Sumir viðmælendur mbl.is leggja hins vegar áherslu á að rangt sé að tala um prófkjörið sem upphitun fyrir formannskjör.

Í fyrsta lagi sé mjög líklegt að fleiri en Árni Páll og Katrín muni bjóða sig fram til formanns og í öðru lagi geti það varla ráðið úrslitum í formannskjöri hvað örfá þúsund kjósendur í einu kjördæmi segi. Líklegt sé að formaður verði kjörinn í póstkosningu meðal allra félaga í Samfylkingunni og í því kjöri muni tugir þúsunda flokksfélaga um allt land ráða niðurstöðunni.

Árni Páll hefur raunar lagt áherslu á að úrslitin í Kraganum hafi ekki áhrif á ákvörðun sína um formannsframboð. Sex fyrrverandi bæjarfulltrúar í Hafnarfirði hafa lýst yfir stuðningi við Katrínu, en meðal þeirra er Gunnar Svavarsson, fyrrverandi alþingismaður. Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur, hefur einnig lýst yfir stuðningi við hana. Allir bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa lýst opinberlega yfir stuðningi við Árna Pál.

Það hafa Þórunn Sveinbjarnardóttir og Rannveig Guðmundsdóttir, fyrrverandi þingmenn flokksins, einnig gert. Lúðvík og Magnús stefna ofar á listann Bæði Lúðvík Geirsson og Magnús Orri Schram hafa sterka stöðu innan Samfylkingarinnar. Lúðvík er fyrrverandi bæjarstjóri í Hafnarfirði, þar sem fylgi flokksins hefur alltaf verið mjög traust, og býr yfir mikilli reynslu.

Magnús Orri kom nýr inn á þing í síðustu kosningum, en hann gegndi um tíma stöðu þingflokksformanns. Magnús Orri gaf nýlega út bók þar sem hann lýsti framtíðarsýn sinni í pólitík. Hann hefur einnig verið duglegur að rækta samband við kjósendur. Staða hans hefur því styrkst á kjörtímabilinu. Lúðvík stefnir á annað sætið en Magnús Orri stefnir á 2.-3. sæti. Fyrir utan Katrínu bjóða fjórar aðrar konur sig fram í prófkjörinu, Amal Tamimi, framkvæmdastjóri, Anna Sigríður Guðnadóttir, deildarstjóri, Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi og kennari, og Margrét Júlía Rafnsdóttir verkefnastjóri. Ein þeirra verður í einu af fjórum efstu sætunum í næstu kosningum.

Amal Tamimi er framkvæmdastjóri og varaþingmaður Samfylkingarinnar og hefur m.a. getið sér orð fyrir vinnu að málefnum nýbúa. Anna Sigríður er úr Mosfellsbæ og starfar sem deildarstjóri Heilbrigðisvísindabókasafns LSH. Margrét Gauja er kennari og bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði. Margrét Júlía er menntuð í umhverfisfræði og starfar sem verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Prófkjörið um helgina er rafrænt og stendur í tvo daga, föstudag og laugardag.

Prófkjörið hefst á miðnætti og lýkur kl. 17 á laugardag. Kosningarétt hafa flokksmenn og skráðir stuðningsmenn í Suðvesturkjördæmi. Kjörskrá lokaði 2. nóvember. 5683 eru á kjörskrá - 5080 flokksfélagar og 603 stuðningsmenn.

Tæplega 5000 voru skráðir flokksfélagar í kjördæminu í september. Hægt er að kjósa í hvaða nettengdu tölvu sem er. Þeir sem hafa ekki aðgang að nettengdri tölvu eða eru ekki með aðgang að heimabanka geta kosið á eftirtöldum stöðum laugardaginn 10. nóvember kl. 10.00-17.00: Garðabær: Lyngási 9, jarðhæð Hafnarfjörður: Samfylkingarsalnum Strandgötu 43 Kópavogur: Samfylkingarsalnum Hamraborg 11, 3. hæð Mosfellsbær: Hlégarði Seltjarnarnes: Í hliðarsal bókasafnsins, annarri hæð á Eiðistorgi./////////////Þessa aðferð notar Samfylgingin !!!og eru ekki allir sáttir við svona kynskipt annar hvor karl hin kona,hvort sem betra er skiptir ekki málið.þetta kalla þeir lýðræðið,ég ekki,það verður að gæta hófs þarna,ekki þvingannir,en þetta er það,tvímælalaust!!!Fólk má ekki taka það svo að við viljum ekki konur,als ekki en þær verða að standa á jöfnu hvað varðar hæfileika!!karlar einnig!!!við erum öll eða segja fest öll samþykk því að hafa konur!!ekki færri en þetta ekki aðferðin!!konur eru bara ekki nógu æstar í að komast að þarna!!!,því miður er það svo,kannski hefur pólitik undanfarið ekki bætt það!!!en aftur að Samfylkingu,þeir kannski munu eitthvað breyta um stefnu núna koma úr úrelta vinstrin aðeins til hægri,eins og Alþýðuflokk sæmir,og þessi Efrópuvæðing þeirra minki við að sjá sína sæng út breidda með það,þrátt fyrir alla styrkina sem í boði eru!!!ef við raunhæft tölum er ekki mikið um að velja eftir næstu kosningar,ef það gengur eftir sem gallúpp kannar eru möguleikarnir bara þrír eða jafnvel fjórir,Sjálfstæðisflokkur með Framsókn,eða Samfylkingu eða V.G. svo einnig sennilega hinir 3+1 og sjálfstæðiðflokkur í stjórnaranstöðu!!en við skulum vona að svo fari ekki að um 40% verði valdalaus!!þannig er stjórnað í dag að 35% ráða yfir okkur allavega 60% þjóðarinnar!!!!en við bíðum spennt,og auðvitað vonum að menn geti tekið sig á og talað saman og sameinaðir stjórni landinu til heilla//Halli gamli


mbl.is Einn þingmaður dettur út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband