Ástandið sérstaklega slæmt í október Innlent | mbl.is | 16.11.2012 | 11:00 Landspítalinn hefur verið undir miklu álagi að undanförnu en ástandið var sérstaklega slæmt í október.
Þann mánuð fór rúmanýting á spítalanum upp í 93% sem er of mikið þar sem við þurfum að geta tekist á við sveiflur í veikindum og slysum, segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans.
Björn fjallar um stöðu sjúkrahússins í vikulegum pistli sem er að finna á vef LSH.
Fram kemur að komum á bráðamóttöku kvennadeilda Landspítala hafi fjölgað um 6,9% fyrstu tíu mánuði ársins 2012, komum á bráðamóttöku geðdeilda um 6,6%, komum á Hjartagátt um 8% og komum á bráðadeildina í Fossvogi um 1,9%.
Legudögum á spítalanum hafi fjölgað og meðallegutími lengst. Björn Zoëga, forstjóri LSH. mbl.is/Árni Sæberg Helstu tölur fyrir Landspítala fyrstu tíu mánuði ársins liggja nú fyrir.
Það kemur í ljós, eins og ég hef áður sagt, að mjög mikið hefur verið að gera á spítalanum allt árið þó að það hafi verið sérlega slæmt síðastliðinn mánuð.
Þann mánuð fór rúmanýting á spítalanum upp í 93% sem er of mikið þar sem við þurfum að geta tekist á við sveiflur í veikindum og slysum.
Það hefur verið töluvert um gangainnlagnir, eins og minnst var á síðastliðinn föstudag, og þó að við höfum fundið fyrir þeim allt árið þá hefur keyrt um þverbak síðustu tvo mánuði. Við höfum engar snöggar lausnir á því máli en verið er að vinna að mörgum atriðum til þess að leysa þann vanda, skrifar Björn. 165 milljóna króna halli á rekstrinum Það kemur í ljós að fyrstu tíu mánuði ársins hefur komum á bráðamóttökur okkar fjölgað um meira en 2%.
Til dæmis hefur komum á bráðamóttöku kvennadeilda fjölgað um 6,9%, komum á bráðamóttöku geðdeilda um 6,6%, komum á Hjartagátt um 8% og komum á bráðadeildina í Fossvogi um 1,9%.
Það sem einnig kemur í ljós í helstu tölum um starfsemi spítalans er að legudögum hefur fjölgað (+1,8%) og meðallegutími hefur lengst um 2,7%. Hann er nú 7,1 dagur, skrifar Björn ennfremur. Þá segir hann, að samkvæmt bráðabirgðauppgjöri spítalans fyrir fyrstu tíu mánuði ársins þá erum við nú 165 milljónir í mínus fyrir árið.
Er það mest vegna viðhalds og bráðakaupa á tækjum en einnig vegna mikils álags á legudeildir og þar af leiðandi aukins launakostnaðar.
Í tillögum ríkisstjórnarinnar og meirihluta fjárlaganefndar til breytinga á fjáraukalögum fyrir árið 2012 er framlag til tækjakaupa spítalans aukið um 150 milljónir, eins og ég hefur áður nefnt.
Það mun aðstoða okkur við að ná spítalanum á rétt ról aftur auk þess sem við getum styrkt tækjakost spítalans að einhverju leyti síðustu vikur ársins.
Útkomuspár okkar fyrir árið 2012 benda til þess að við munum verða réttu megin við strikið í lok árs en það verður auðvitað hörð barátta að ná því markmiði, þriðja árið í röð.///////////Er þetta það sem við viljum sætta okkur við að kera niður miskunnarlaust í heilsugeiranum!! þetta er löngi komið að þolmörkum og manni dettur i hug að þetta sé gert með vitund um að þetta reki á eftir nyjum spítala,sitt sýnist hverjum um það og hann er ekki komin strax,og þaðer nokkur ár í það!! en þetta er merkilegt að þreita stafsfólkið dag eftir dag og hæla sér svo að sparnaði,hvar endar þetta?? það er svo að ef fólk væri ekki verleikafyrt að þetta verður að laga,og það ekki seinan en strax,það má laga til og kaupa tæki þau eru þá notuð i nýrri spítala þegar og ef hann verður byggður,það hafa komið svo margar útgáfur af þvi að það hálfa væri nóg,á meðan deyja fjöldi mans af þessa völdum ef þetta verður látið drabbast svona!!En ef þarna á spítalin að vera er hægt að hafa hann bara á lóðinni sem fyrir er ekki spurning byrja á þvi sem fyrst að stækka og byggja þarna uppá hæðir ekki flatt og dreypt,og áð tekur bara sin tíma og þessa vegna verður að flíta þvi að nota þau sjúkrahús sem til eru til langlegu Hafnafjörður Vifilstaðir og Landakotspítali og fleiri húsnæði!!!Engin þarf að segja manni sem hefur legið á spítala einhvern tíma að það má,að þessar stærri einingar og séu betri als ekki ,það er kannski ódyrara ,en verður bara svo ómannúðlegt að mínu mati,læknar margir eru þarna ekki á sama máli,og það er sama sagan og með okkur sjúklingana,við viljum hlýju og góða aðhlyningu, og lækna sem hjúkrunarfólk ,sem ann sýnu starfi en er ekki haft sem vinnudýr!!!!/Halli gamli
Ástandið sérstaklega slæmt í október | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.