1.12.2012 | 18:03
Þyrfti jafnvel fjóra flokka/þetta er svo að margt er í spilunum,en hvað vill fólkið??
Þyrfti jafnvel fjóra flokka Innlent | mbl | 1.12.2012 | 17:01 Verði niðurstöður þingkosninganna í vor á hliðstæðum nótum og skoðanakannanir hafa bent til undanfarna mánuði er útilokað að hægt verði að mynda ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins með færri en þremur flokkum.
Hins vegar er allt eins líklegt að fjóra flokka þyrfti til ef mynda ætti stjórn án sjálfstæðismanna. Eins og mbl.is greindi frá í morgun mælist Sjálfstæðisflokkurinn með tæplega 36% fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Capacent Gallup en það er svipað og hann hefur mælst með undanfarin tvö ár.
Mest hefur fylgi flokksins farið í 39% á kjörtímabilinu sem gerðist síðastliðið vor en minnst fór það í 25% í maí 2009. Flokkurinn fékk 23,7% í síðustu þingkosningum í apríl sama ár. Steingrímur J. Sigfússon og Jóhanna Sigurðardóttir forstumenn ríkisstjórnarinnar en hún nýtur stuðnings um þriðjungs kjósenda.
mbl.is/Golli Framsóknarflokkurinn er með 12,7% fylgi nú samkvæmt þjóðarpúlsinum sem er með því minnsta sem flokkurinn hefur mælst með á kjörtímabilinu.
Mest fór fylgið í 18% í september 2009 og 17,6% í júní 2011 en minnst mældist það í september 2010 eða 11,8%. Fylgi flokksins var 14,8% í þingkosningunum 2009. Þriðjungur styður ríkisstjórnina Samfylkingin mælist nú með 22,5% fylgi sem er hliðstætt og flokkurinn hefur fengið í mörgum skoðanakönnunum undanfarin tvö og hálft ár.
Lægst hefur fylgi Samfylkingarinnar farið í 17,5% á kjörtímabilinu sem gerðist síðast í mars á þessu ári en mest í 27% í ágúst 2009 en fylgi flokksins í síðustu kosningum var 29,8%. Vinstrihreyfingin - grænt framboð mælist nú með 10,6% og hefur ekki mælst minna síðan í maí á þessu ári þegar það var 10,4% en þá mældist það minnst á kjörtímabilinu.
Mest var fylgi VG í apríl 2010 þegar það var 28%. Flokkurinn fékk um 21,7% síðustu þingkosningum. Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir nú 33,1% fylgi en fylgi við ríkisstjórnina mælist 35%. Björt framtíð er eini flokkurinn sem mælist með meira en það 5% fylgi sem þarf til þess að fá fulltrúa á þing. Flokkurinn mælist nú með 8,1% og hefur fylgið vaxið talsvert undanfarna mánuði. Önnur framboð fá minna en 5% sem er óbreytt staða frá fyrri mánuðum.
Dögun mælist með 3,8%, Hægri grænir með 3,3% og Samstaða með 1,9%. Fengju samanlagt 45,8% fylgi Ef miðað er við þjóðarpúls Capacent Gallup nú fengju Samfylkingin, VG og Framsóknarflokkurinn þannig samanlagt 45,8% fylgi ef vilji væri fyrir því að mynda slíka ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins. Slík ríkisstjórn gæti þó hugsanlega fengið meirihluta á þingi ef nógu mörg atkvæði dyttu dauð niður vegna þess að minni framboð næðu ekki 5% lágmarkinu og því enga þingmenn.
Hins vegar gæti slík ríkisstjórn haft mjög nauman meirihluta og verið þannig bæði mjög brothætt samstarf í ljósi þess sem og fjölda flokka svo ekki sé minnst á mögulegan málefnaágreining.
Sú ríkisstjórn sem starfað hefur á þessu kjörtímabili hefur þannig einungis haft innanborðs tvo af áðurnefndum flokkum en engu að síður þótt brothætt.
Hugsanlega gæti þó þurft við þessar aðstæður að bæta við fjórða flokknum verði niðurstöður kosninganna í vor á svipuðum nótum og þjóðarpúlsinn.
Nái fleiri minni framboð en Björt framtíð fulltrúum á þing, verði sú raunin, gæti möguleikinn á að mynda ríkisstjórn án þátttöku Sjálfstæðisflokksins síðan minnkað enn frekar þar sem þeir eru líklegri til þess að taka fylgi frá vinstriflokkunum miðað við áherslur sínar en sjálfstæðismönnum.
En hvað sem því annars líður eru nú tæpir fimm mánuðir fram að næstu þingkosningum og ljóst að ýmislegt getur gerst á þeim tíma./////////////Það er mikið spöklerað núna þegar svona skoðunarkannanir koma sem gætu ber verið nokkuð sannar eða svo!! en það er ekki heiglum hægt að segja svona að þetta fari svo og hinsegin,en samt gaman að segja hvað mani finnst ,og .að er ekki sama útkoma hjá okkur öllum með það,ég segi að okkar flokkur sjálfstæðismanna,verði með næstu ríkisstjórn og það byggi ég á því að fólk sé undir niðri orðið mjög þreytt á þessari hreinu vinstri stjórn ,og vilji breyta aftur og reyna annað sem von er,annað er eiginlega ekki i stöðunni/Halli gamli
Þyrfti jafnvel fjóra flokka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Halli minn. Það er ekkert að marka þessar skoðanakannanir, því þeir sem framkvæma skoðanakannanir eru rammfalskir fjölmiðlar og svikaklíkur. Það hefur gríðarleg áhrif á fólk, þegar svona blekkingar-skoðanakannanir eru endalaust í fréttum.
Það eiga að vera leynilegar kosningar í landinu, en það fer lítið fyrir leyndinni hjá blekkingar-spámönnunum fjölmiðlanna við að hafa áhrif á og mynda skoðanir fólks. Þetta er óþolandi áróðursbrella spilltra ráðamanna fjölmiðlanna!
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 1.12.2012 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.