Segir smit dreifast í um tvo daga/hafa skal þetta í huga,því nóg er af umganspestum!!!

SeAlgengast er að fólk smitist af vetrarælupest í janúar og febrúar.gir smit dreifast í um tvo daga Innlent | mbl.is | 9.12.2012 | 15:08 „Smit getur komið við ýmsar aðstæður, djúpfryst ber, ostrur og ýmsar matvörur sem smitast þar sem veikur einstaklingur hefur borið smit í.

Einstaka einstaklingar, eða allt upp í 20 þúsund, hafa erfðafræðilegar varnir gegn sjúkdómnum og veikjast mun síður en aðrir,“ segir Óskar Reykdalsson. sóttvarnarlæknir í suðurumdæmi í aðsendri grein á fréttavefnum dfs.is um ælupest sem er að ganga, svokölluð noro-veira. „Sjúkdómurinn kemur oftast fyrir í nóvember til og með apríl en langalgengast í janúar og febrúar og þess vegna er þetta kallað í ýmsum tungumálum vetrarælupestin,“ segir Óskar í greininni. Óskar Reykdalsson, sóttvarnarlæknir.

mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson Óskar segir sjúkdóminn mjög smitandi og að einn dropi af ælu, hægðasnertingu eða öndunarsmiti af mjög litlum toga geti smitað einstaklinga sem eru í návígi við sjúkling.

Hann segir smitandi sjúklinga dreifa smitinu í um tvo sólarhringa og stundum lengur. Algengt að fólk veikist aftur af sama sjúkdómi „Vörn gegn sjúkdómnum eftir eigin sýkingu er stutt og algengt er að fólk veikist aftur af sama sjúkdómi, jafnvel ár eftir ár.

Caliciveirur eru algengasta orsök uppkasta og niðurgangspestar á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum,“ segir í greininni. Óskar segir í greininni að veiran greinist oft í hægðum fólks sem veikst hafi margar vikur eftir einkenni en Óskar segir helstu einkenni sjúkdómsins vera snögg veikindi, uppköst, mikla ógleði, niðurgang, kviðverki, vöðvaverki, höfuðverk og hita.

Þá segir hann mikilvægt að sjúkdómurinn læknist af sjálfu sér á fáum dögum. Ekki er hægt að rækta veiruna „Greining er oftast gerð bara við skoðun læknis en hægt er að taka rannsóknir á svokallaðri PCR aðferð en ekki hægt að rækta veiruna.

Tímabil frá smiti þar til að einstaklingur veikist eru 12-48 klukkustundir og helstu vandamál við greiningu sjúkdómsins er mismunagreining við aðra sambærilega vírusorsakaða sjúkdóma en stundum eru vandamálin verri eins og alvarleg blóðeitrun eða jafnvel heilahimnubólga sem getur líkst þessu,“ segir í greininni.

Ekkert bóluefni til Óskar segir ekki hægt að fyrirbyggja sjúkdóminn með bólusetningu og mikilvægt að hafa góðan handþvott, ekki síst á heimilum viðkomandi.

Þá segir hann að veikir einstaklingar eigi ekki að sinna matargerð fyrir aðraann segir enga sérhæfða meðferð til við sjúkdómnum en að best sé að drekka smá skammt af vatni með jöfnu millibili og að þá sé gott að hafa sykur og salt í vatninu./////////////////Svona lesning er bara skilda,ekki spurning,þessar pestir sem eru í gangi um þessar mundir eru hvimleiðar mjög,og er það rétt hjá lækninum að handþvottur og hreinlæti,og það ber að gera,en fólk er misjafnlega undir þetta búið mjög!! t.d. ég er með mikið skert mótvægi í mínum líkama og virðist margir vera það,oftar samt við gamlingjar,en það er samt misjafnt,en erfitt er að komast hjá þvi að umgangast fólk og smitbera og engin leið að loka sig frá því,en það sem læknirinn segir er að fara vel með sig,ýmsir kvillar geta komið uppúr svona pestum!!!!/Halli gamli


mbl.is Segir smit dreifast í um tvo daga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband