Ekkert að draga úr veðurofsanum Innlent | mbl.is | 29.12.2012 | 15:52 Óveður er á Vestfjörðum, Norðvesturlandi austur yfir Tröllaskaga og við Breiðafjörð.
Ekki fer að draga úr veðurofsanum að neinu ráði fyrr en í kvöld. Á norðaustanverðu landinu er vindur víða norðan 10-15 m/s en hvessir í 13-20 m/s í kvöld.
Á öllu norðanverðu landinu er snjókoma og skafrenningur og takmarkað skyggni á vegum. Einnig á norðanverðu Snæfellsnesi, í Dölum og einnig í Borgarfirðinum.
Sunnanlands er snjómugga á fjallvegum en krapi á láglendi, og vindhviður á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli eru allt að 30-40 m/s. Vegna snjóflóðahættu er lokað á Vestfjörðum um Súðavíkurhlíð, Eyrarhlíð, Botnsdal, Breiðadal og Flateyrarveg en á Norðurlandi bæði um Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla.
Á Suðurlandi er sumstaðar krapi eða nokkur hálka. Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum. Hálka er á milli Hafna og Grindavíkur en hálkublettir á Suðurstrandarvegi.
Hvassar vindhviður eru á Kjalarnesi. Leiðinda krapi er á Mosfellsheiði. Óveður er víða á Snæfellsnesi og ekkert ferðaveður. Fróðárheiði er ófær og þar er stórhríð.
Á Holtavörðuheiði er hálka og óveður en snjóþekja og óveður á Bröttubrekku og á köflum í Dölum. Ófært er yfir Laxárdalsheiði og Svínadal.
Á Vestfjörðum er ekkert ferðaveður og vegir meira eða minna lokaðir og ófærir. Óveður er í Húnavatnssýslum og Skagafirði, og sumstaðar hált.
Ófært er yfir Þverárfjall en á Vatnsskarði er hálka og óveður. Ófært er frá Hofsósi út í Fljót en síðan er Siglufjarðarvegur lokaður utan Fljóta vegna snjóflóðahættu, og Ólafsfjarðarmúli sömuleiðis.
Óveður er í Héðinsfirði. Öxnadalsheiði er ófær og þar er stórhríð. Víða er ofankoma á Norðurlandi eystra. Þæfingsfærð er á Víkurskarði og skafrenningur.
Ófært er á Hólasandi og eins á Hálsum og Hófaskarði. Snjóþekja og skafrenningur er á Mývatnsöræfum.
Á Austurlandi er varað við flughálku í Jökulsárhlíð, á Hróarstunguvegi, Borgarfjarðarvegi og eins innan Úlfsstaða. Annars er víða hálka á Austurlandi en aftur á móti eru vegir auðir á Suðausturlandi.///////////////////þetta er ofsaveður og eyrir engu ,og lítið hægt að gera á meðan verst er!!en kuldinn og rafmagnsleysið er slæmt ef ekki fer að linna,það er ofsaveður og því ekki gott við að gera!!!en þetta fólk blessað er öllu vant,en við bara biðjum fyrir því,annað getum við ekki gert að sinni!!!en björgunarmenn eru að verki eins og hægt er!!!/Halli gamli
Ekkert að draga úr veðurofsanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:41 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.