Þurfum aðstoð frá Dönum/Það er svo að þessi úrslit eru okkur margþætt!!!

Þurfum Danska stórskyttan Mikkel Hansen.aðstoð frá Dönum Íþróttir | Morgunblaðið | 17.1.2013 | 7:13 Ætli strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu að forðast fjórða sætið í B-riðlinum á HM á Spáni og þar með væntanlega viðureign gegn heims- og ólympíumeisturum Frakka í 16-liða úrslitum þarf tvennt að gerast.

Fyrst og fremst þarf Ísland að vinna Katar í lokaumferð riðilsins á morgun. Það er vissulega skylduverkefni fyrir íslenska liðið en Katar sýndi í gær að það er þó með betra lið en Síle með sigri í leik liðanna, 31:23.

Íslensku strákarnir eru þó ekki með örlögin í eigin höndum fyrst Makedóníumenn náðu í mikilvægt stig með ótrúlegu jafntefli, 29:29, gegn Rússlandi í gær.

Makedónía er með fimm stig, stigi meira en Ísland, og mætir Danmörku á morgun. Vinni Ísland sigur á Katar verða Danir í það minnsta að ná jafntefli gegn Makedóníu til að Ísland endi í þriðja sæti riðilsins. Liðin yrðu þá bæði með sex stig en Ísland fengi þriðja sætið á sigri í innbyrðis viðureign.

Vinni Makedónía aftur á móti Danmörku endar Ísland í fjórða sæti með sigri á Katar og mætir þá Frakklandi nær örugglega í 16-liða úrslitum.

Þetta miðast allt við sigur Rússa gegn Síle sem ætti að vera nokkuð borðleggjandi. Fari allt á versta veg og Ísland tapi óvænt fyrir Katar á föstudaginn enda strákarnir í fimmta sæti og fara þá ekki í útsláttarkeppnina heldur forsetabikarinn.

Þar sem liðin í A-riðli skiptast á að vinna hvort annað er ekki enn hægt að spá hverjum Íslendingar myndu mæta í 16-liða úrslitum.

Mótherjinn verður Þýskaland, Túnis, Brasilía eða Argentína. Í 8-liða úrslitum yrði mótherjinn nær örugglega sigurvegari D-riðils sem verður Króatía eða Spánn. //////////////////Þetta er orðið flókið mál og lesið það þarna en við bara vonum það besta að við verum heppnir og Danir vinni Makedoíu það bjargar okkur dálítið!! svo að við verum heppnir og í góður formi komumst við í 8 liða úrslit ekki meir að sinni,en vonandi áfram!!!!!En það er óskhyggja!!!!/Halli gamli


mbl.is Þurfum aðstoð frá Dönum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1046584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband