Haraldur Haraldsson skámeistari Akureyrar með 8 vininga af 9 mögul. næsti með 5.5!!!

Skákþingi Akureyrar lauk í dag, á 94. afmælisdegi Skákfélagsins.

Ýmis atvik högðuðu því þannig að sumar skákir síðustu umferðar voru þegar tefldar; m.a. var félagi Jón Kristinn horfinn til Bifrastar og Haraldur stýrimaður á erlendar slóðir.

Umferðin var engu að síður spennandi, eins og mótið allt. Þannig varð bráðajafntefli hjá Hjörleifi og Sigurði ( og hefur sá fyrrnefndi nú aðeins tapað eini skák af 20) og einnig í stuttri skák milli Jakobs og Jóns Kristins.

Haraldur neytti aflsmunar gegn Símoni með laglegri peðsfórn og svo kljáðust þeir í miklu tímahraki Karl von Vramsokn og Rúnar skógfræðingur.

Þar var sá síðarnefndi með lukkulegri stöðu um tíma, en seigla Kalla á endasprettinum reyndist honum heilladrjúg nú sem stundum áður og hafði hann sigur eftir mikið tímahrak Rúnars, sem féll í vandtefldri stöðu.

Þar með var allt klárt og verður nú nýtt nafn skráð á bikarinn góða; Haraldur Haraldsson, sem titlaður er stýrimaður í símaskrá.

Röð keppenda var þessi: Haraldur Haraldsson 8 v. Hjörleifur Halldórsson 5½ Andri Freyr Björgvinsson og Sigurður Arnarson 5 Karl Egill Steingrímsson 4½ Jakob Sævar Sigurðsson 4 Rúnar Ísleifsson, Símon Þórhallsson og Jón Kristinn Þorgeirsson 3½ Hreinn Hrafnsson 2½

Við óskum Haraldi hjartalega til hamingju með sinn fyrsta Akureyrarmeistaratitil. Hann sýndi yfirburði á mótinu og er vel að meistaratitlinum kominn. Nánar á Chess-Results//////////////þetta var gaman hjá drengnum okkar og prinsi en ég birti þarna mynd af holu systrum hans við annað tækifæri!!en eftir að hafa verið til sjós í nokkur ár sem stýrimaður,söðlaði hann um og gerðist vert við sitt fyrirtæki KRÚA SIAM á Akureyri og hefur rekið með sinni konu í 6 ár er hann búin að selja systur konu sinnar,en þau eru en eitthvað að starfa þar enn,en eru nú á leið í frí í Taílandi !!,en hefur ekki telft í mörg ár en svona bara haldið þessu við ,en þetta er frábær árangur þótt maður seigi sjálfur frá!!!/Halli gamli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1046584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband