Er Hæstiréttur óskeikull? Innlent | Morgunblaðið - greinar | 19.2.2013 | 8:38 Nú er lokadómurinn í svokölluðu Baugsmáli nýfallinn í Hæstarétti. Eðlilega hefur verið fjallað um dóminn í fjölmiðlum og í bloggheimum og sitt sýnist hverjum.
Líka mér, segir Tryggvi Jónsson, endurskoðandi og fyrrv. forstjóri Baugs, í grein í Morgunblaðinu í dag. Er Hæstiréttur óskeikull?
Í grein sinni segir Tryggvi m.a.: Sá rúmi áratugur sem Baugsmál hafa staðið yfir hefur vissulega verið erfiður á margan hátt, en hann hefur líka verið sérstaklega lærdómsríkur, ekki síst hvað varðar stöðu réttarfars, fjölmiðlunar og lögregluvalds í íslensku samfélagi.
Kannski virka þessi skattamál ekki síst undarleg fyrir mig því ég sjálfur, óafvitandi, hóf þá vegferð gegn mér. Fyrir tæpum áratug sendi ég ríkisskattstjóra bréf og óskaði leiðréttingar á tilteknum atriðum í skattframtölum mínum.
Sú ósk er nú að koma í bakið á mér með óvæntum hætti eins og ég mun rekja hér nánar.
Efnislega er ég sakfelldur fyrir að leiðrétta framtöl og greiða skatta og skyldur. Síðar í greininni segir forstjórinn fyrrverandi: Auk dóma yfir eigin framtali, sem nefndir eru hér að framan, fékk ég dóm sem forstjóri Baugs vegna skattskila félagsins.
Í lok maí 2002 ákvað þáverandi stjórnarformaður að gefa ekki kost á sér áfram, en hann tilkynnti þessa ákvörðun sína daginn fyrir aðalfund Baugs.
Var því ákveðið í skyndi með lykilhluthöfum að þáverandi forstjóri yrði stjórnarformaður og ég tæki að mér starf forstjóra. Daginn eftir fór ég í sumarfrí með fjölskyldu minni.
Meðan ég var í fríi gaf fráfarandi forstjóri fyrirmæli um 8 millj. kr. greiðslu til eins af lykilmönnum félagsins til, að því er mér skildist síðar, að gera upp bónusgreiðslu við hann, en ekki var haldið eftir staðgreiðslu af útborguninni.
Ég vissi hvorki um bónusrétt viðkomandi stjórnanda né um greiðsluna til hans. Vitneskjuna fékk ég eftir að Baugsmálið hófst og um það er enginn ágreiningur.
En sem forstjóri bar ég ábyrgð, þó svo að mér hefði ekki verið kunnugt um greiðsluna. Ég fellst á það. En hvort er þetta gáleysi" hjá mér að vita ekki um það sem leynt fór eða stórkostlegt gáleysi"?
Skiptir það máli? Já. Gáleysi er ekki saknæmt en stórkostlegt gáleysi er það. Lokaorð Tryggva: Ég hef gert mín mistök í gegnum tíðina og fæst okkar eru fullkomin.
Við erum þrátt fyrir allt mannleg. Hæstiréttur er undir miklu álagi, er samansettur af fólki og fólk er mannlegt og breyskt.
Hæstiréttur er því auðvitað ekki óskeikull í sínum störfum frekar en aðrir. Dómarar hafa ekki alltaf rétt fyrir sér þótt þeir eigi lokaorðið í réttarkerfinu.
Ég breyti ekki niðurstöðunni með þessum greinarskrifum mínum, en vona að þau hafi komið mínum sjónarmiðum á framfæri við lesendur.////////////Þetta er bara gott að við sem höfum hlustað á þetta í 11 ár fáum að heyra frá þeim seku sem þeir fundu að þessa 10 ára dómsmáli frá þeirra horni og ég bara bið ykkur að lesa þetta það er svo að þetta er sennilega lengsta mál ever,og ekkert sem kemst i kálkvist nema ef vera skyldi Hafskipsmálið sem vara mjög umdeilt/En lesið þetta endilega/Halli gamli
![]() |
Er Hæstiréttur óskeikull? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.7.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 1047931
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.