21.2.2013 | 19:41
Breytt skipulag Landsímareits/þetta gott ef menn eru að vitkast!!!!
Breytt skipulag Landsímareits Innlent | mbl.is | 21.2.2013 | 18:41 Ingólfstorg er ekki lengur inni í deiliskipulagi á Landsímareitnum í Kvos samkvæmt breytingum á skipulaginu sem kynntar voru í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær.
Þá er dregið talsvert úr byggingarmagni frá því sem var í fyrra deilikipulagi reitsins, frá 1987. Reykjavíkurborg hefur ekki í hyggju að byggja menningarhús á Ingólfstorgi líkt og var að finna í vinningstillögu ASK arkitekta, sem kynnt var í vor.
Reiturinn sem um ræðir afmarkast af Aðalstræti, Vallarstræti, Thorvaldsensstræti og Kirkjustræti.
Í breyttu deiliskipulagi, sem ASK arkitektar hafa unnið tillögu að, eru nýbyggingar við Vallarstræti lækkaðar, samkomusalur sem kemur í stað salar sem kenndur hefur verið við NASA verður fjölnota og í götuhæð.
Við Vallarstræti verða byggð ný hús sem tengjast eldri húsunum á reitnum og verða nýbyggingarnar með risi en þó í nútímalegum stíl.
Nýbygging við Kirkjustræti verður með risi og kallast á við eldri hús á þessu svæði. Hægt verður að ganga á milli Ingólfstorgs og Víkurgarðs í gegnum port. Gamla Landsímahúsið hækkar lítillega en á það verður sett svokallað mansard þak með kvistum, líkt og
á Hótel Borg hinum megin við Austurvöll. Þá er yngra Landsímahúsið við Thorvaldsensstræti 6 hækkað úr fimm hæðum að hluta til í sex.
Gömlu húsin á reitnum fá öll að halda sér, en þau standa við Aðalstræti 7, Vallarstræti 4 og Thorvaldsensstræti 2. Fyrra deiliskipulag frá 1987 heimilaði niðurrif allra húsanna.
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að með skipulaginu séu nokkur markmið höfð að leiðarljósi: Að stuðla að góðu samspili almenningsrýma í Kvosinni, bygginga og nærumhverfis. Lögð áhersla á umhverfisleg og samfélagsleg gæði hins manngerða umhverfis.
Borin virðing fyrir sögulegri arfleifð, staðaranda og menningarlegu hlutverki. Hugað að aðgengi fyrir alla og að flæði gangandi, hjólandi og akandi umferðar sé gott.
Að nýbyggingar og frágangur þeirra verði í hæsta byggingarlistalegum gæðaflokki, sem eflir virkni og notagildi svæðisins. Í framhaldi af kynningarfundinum hefst hagsmunaaðilakynning sem stendur frá og með 20. febrúar til 6. mars 2013.
Athugasemdum eða ábendingum er veitt móttaka á kynningartímanum. Þeim verður ekki svarað skriflega heldur verða þær innlegg í áframhaldandi vinnu. Þær skal senda á netfangið skipulag@reykjavik.is.
Tillaga að breyttu deiliskipulagi mun verða til sýnis í Ráðhúsi Reykjavíkur og í þjónustuveri Reykjavíkurborgar, Borgartúni 12 14, auk þess sem hún verður aðgengileg á heimasíðu Reykjavíkurborgar.//////////////(/////þar er alltaf gott þegar menn vitkast og skoða málin betur og það virðist hafa gerst hérna við fyrstu sýn ,ekki spurning!!!!en þetta lítur bara vel út að mínu mati sem innfæddum Borgara og foreldra mínir báðir voru það einnig!!enda er manni hlítt til sinnar Borgar,og viljum henni allt vel!!en þessi breyting er góð og við skoðum hana með opnum augum!!svo er þetta sem sagt er þarna gott að leiðarljósi gangandi hjólandi akandi,en það hefur stundum gleymst að við gamlingjar göngum ekki alstaðar,heldur keyrum!!en við skoðum þetta með jákvæðum huga!!!/Halli gamli
Breytt skipulag Landsímareits | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.