12.000 störf og 150 milljónir á dag Innlent | mbl.is | 3.3.2013 | 14:33 Landbúnaðurinn og nátengd fyrirtæki hans skapa 12.000 manns atvinnu.
Við erum fulltrúar atvinnugreinar sem árið 2011 framleiddi verðmæti fyrir um 150 milljónir hvern einasta dag, sagði Haraldur Benediktsson, fráfarandi formaður Bændasamtaka Íslands, við setningu Búnaðarþings sem hófst í dag.
Við framleiðum útflutningsvörur fyrir 11 milljarða á ári. Samt erum við fyrst og fremst að sinna innlendum markaði. Við tökum á móti ferðamönnum af gestrisni, við berum á borð okkar úrvals búvörur. Þannig upplifa þeir landið.
Með því að ferðast um sveitir, bragða á gjöfum okkar náttúru, njóta þeir einstakrar upplifunar. Við erum hluti af sögu og menningu landsins rétt eins og við erum hluti af framtíð þess.Haraldur benti á erfið og versnandi rekstrarskilyrði búa.
Framleiðsluverðmæti búvöru á grunnverði hefur hækkað um 49% frá 2007 til 2011. En verð á aðföngum til sömu framleiðslu hefur hækkað um 60% á sama tíma.
Þá eru ekki einu sinni taldar með þær gífurlegu hækkanir á fjármagnskostnaði sem urðu á tímabilinu.
Mismuninn hafa bændur sótt í eigin vasa, með því að ganga á eigin laun, fresta endurnýjun og viðhaldi. Það stendur ekki á Reykás-heilkenninu Hann varpaði fram þeirri spurningu hvaða stöðu íslenskir bændur hygðust taka sér í breyttum heimi
. Matvælaverð í heiminum hefur rúmlega tvöfaldast á áratug. Kemur það ekki okkur við? Matvælalandið Ísland með öll sín fiskimið, ræktunarlönd, sérstæða búfjárstofna og góða vatn. Strandir og firði sem gefa möguleika á fiskeldi, afréttar- og heimalönd til beitar. Víðerni og náttúrufegurð.
Alla þessa grænu orku.Haraldur sagði umræðu um landbúnað hafa verið einkennilega um tíma. Við héldum okkur rík en samt þótti mörgum of dýrt fyrir okkur að framleiða eigin mat. Það hlutverk átti ef til vill að vera í höndum annarra þjóða á meðan við lifðum á að færa til peninga.
Það er þreytandi síbylja forsvarsmanna verslunar á Íslandi að benda stöðugt á landbúnaðarkerfið sem sökudólg. Verslun snýst ekki eingöngu um verð.
Verslun snýst líka um siðferði. Hvernig varan er til komin, geta neytendur treyst því að fá það sem þeir velja í búðinni sé raunverulega sú vara sem lýst er? Og gæði kosta peninga. Annað er veruleikafirring. Hann benti í þessu sambandi á viðhorf forsvarsmanna verslana þegar verslunarferðir Íslendinga ber á góma.
Þá stendur nú ekki á Reykás-heilkenninu, sagði Haraldur. Bændur glíma enn við afleiðingar óveðursins Hann gerði óveðrið, sem gekk yfir norðavert landið í byrjun september, að umtalsefni. Bændur séu enn að glíma við margvíslegar afleiðingar þess, bæði fjárhagslegar og andlegar.
Aðstoð Landsbjargar hafi verið ómetanleg, en skráðar hafi verið 9.000 vinnustundir af hálfu sveitanna við björgunarstörf og aðstoð í kjölfar óveðursins.
Umsóknin pólitískt dauð Undir lok ræðunnar gerði Haraldur Evrópusambandsaðild að umtalsefni.
Merki Bændasamtaka Íslands. www.bondi.is Í mínum huga er umsókn um aðild að Evrópusambandinu pólitískt dauð, henni verður endanlega aflýst eftir alþingiskosningarnar í vor, en þær kosningar eru fullveldiskosningar.
Við höfum staðið fast á okkar stefnu í málinu og sætt margvíslegum ákúrum en okkar sjónarmið hafa aldrei verið hrakin.
Nýjasta sending frá ESB til okkar er að sambandið hyggst hafa meðalgöngu í málaferlum gegn Íslandi, svona rétt eins og glæsilegur árangur þeirra í Icesave var, í deilum um að troða inn í landið hráu kjöti, sem ESB getur ekki ábyrgst hvort hneggjaði eða baulaði í lifandi lífi.
Allt á grundvelli fullkominnar löggjafar um heimsins besta matvælaeftirlit. Verði þeim að góðu./////////////////Þessi ræða er frábær og sönn ,og við eigum að taka mark á svona tali en ekki eylífum úrtölum um landbúnaðinn,það þrengir að og við verðum að lækka þann tilkostnað mikið mikið betur að gera það heldur en að styrkja greinina á annan hátt,eða það er mín skoðun og margra annarra,en ekki leggja landbúnað niður eins Alþýðuflokkur vildi og Samfylking með því að versla bara við ESB,og bændur gætu bara farið að vinna annað!!! ég þarf ekki að segja meira Haraldur Nafni minn gerir það þarna/Enda sjálfstæðismaður í framboði/Halli gamli
12.000 störf og 150 milljónir á dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1046584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Fólk
- Lítil spenna fyrir nýjustu þáttum Harry og Meghan
- Kom aðdáendum í opna skjöldu
- McGregor mætti fyrir rétt
- Ætlar að gera dagatal eins og slökkviðsliðsmennirnir
- David Walliams þurfti að bæta öðrum viðburði við
- Sagður eiga í ástarsambandi við mun yngri konu
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
Athugasemdir
Á meðan landbúnaður þarf ríkisstyrki verða svona ræður marklaust hjal og sjálfsréttlæting ölmusumanna.
12.000 störf og 150 milljónir gera 12.500 kr á dag á mann. Það er minna en það kostar venjulegt fyrirtæki að hafa starfsmann á lægstu launum.
Ufsi (IP-tala skráð) 3.3.2013 kl. 17:09
Ufsi . Ert þú ekki að skilja fréttina, allavega er stærðfræði ekki þitt sterkasta fag. Er landbúnaðarumræða í heiminum þá bara almennt marklaust hjal. Matvælaframleiðsla er allsstaðar styrkt. ekki bara hér
Sigurður Baldursson, 3.3.2013 kl. 20:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.