Nauðgað af vinum í heimahúsum//þetta eru ljótar fréttir mjög!!!!

Nauðgað af vinum í heimahúsum Innlent | mbl | 19.4.2013 | 12:24 Vinir eða kunningjar voru gerendur í 37,1% þeirra Mynd 670283 nauðgunarmála sem tilkynnt voru lögreglu á árunum 2008 og 2009.

Í rúmlega 15% tilvika þekktust brotaþoli og gerandi ekki og í tæplega 24% málanna höfðu þeir kynnst innan við 24 klukkustundum áður en hið kærða brot var framið

. Í um 39% tilvika eða 74 málanna þekktust gerandi og brotaþoli því lítið eða ekkert áður en nauðgunin átti sér stað.

Árásarnauðganir, þar sem gerandi réðist fyrirvaralaust á konu og nauðgaði henni, voru fáar á rannsóknartímabilinu sem tók til tveggja ára. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri rannsókn á einkennum og meðferðum nauðgunarmála sem bárust lögreglu á árunum 2008-2009.

Rannsóknin var unnin af Hildi Fjólu Antonsdóttur, mann- og kynjafræðingi, og Þorgbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur lögfræðingi við EDDU - öndvegissetur með styrk og stuðningi innanríkisráðuneytisins sem og styrk frá Norræna sakfræðiráðinu.

Skoðuð voru 189 mál sem tilkynnt voru lögreglunni á tímabilinu og hver málalok þeirra urðu innan kerfisins.

Í nánast öllum málunum sem tilkynnt voru til lögreglunnar á þessu tveggja ára tímabili höfðu brotaþolar og gerendur þó verið í einhverjum samskiptum áður en brotið átti sér stað. Hefðu kynnin verið stutt var algengt að þau hefðu hafist á eða við skemmtistað.

Samskipti þeirra hófust þó oftast inni á heimili eða í 38% tilvika og þá oftast í tengslum við skemmtanahald.

Fáar árásarnauðganir Rannsóknin leiddi í ljós að í 6% málanna höfðu engin samskipti átt sér stað áður en nauðgunin var framin.

Í þeim málum voru nokkur dæmi þess að óþekktur karlmaður réðist fyrirvaralaust á konu, dró hana afsíðis og nauðgaði henni.

Svonefndar árásarnauðganir, þar sem ráðist var á konur án þess að nokkur samskipti hefðu átt sér stað, voru því fáar í gögnum lögreglunnar á því tímabili sem var til rannsóknar.

Heimili algengasti vettvangur nauðgana Heimili eru algengasti vettvangur nauðgana á Íslandi. Nauðganirnar sem tilkynntar voru, voru langflestar framdar innandyra og oftast á heimili annars hvors aðilans.

Mjög stór hluti nauðgana á sér stað eftir að áfengis hefur verið neytt. Fjórum stúlkum á aldrinum 15-17 ára var nauðgað er þær voru rænulausar.

Af öllum þeim nauðgunarmálum sem lögregluembættum á Íslandi voru tilkynnt á árunum 2008 og 2009 sögðust 50 þolendur hafa verið rænulitlir eða rænulausir er brotið var gegn þeim.

Þeir hafi af þeim sökum ekki getað spornað við verknaðinum. Brotavettvangur var meðal þess sem rannsakendur skoðuðu sérstaklega.

Í ljós kom að í 31% tilvika var nauðgunin framin inni á heimili gerandans en í 15% tilvika inni á heimili þolandans. 11% brotanna voru framin í bíl.

Aðeins fjórar af þeim nauðgunum sem tilkynntar voru lögreglu á rannsóknartímabilinu voru í tengslum við útihátíðir.//////////////////////þetta eru ljótar fréttir og eiginlega óskiljanegra í samsettningu þessari,viðbjóður að svon skuli vera í okkar þjóðfélagi sem á að vera sæmilega vel alið upp fólk!!að maður heldur??en það er margt að þarna en,efir að konur almennt fóru á vinnumarkað fóru lyklabörn að verða fleiri og það hefur afleiðingar bara eitt sér!!en ekki taka það þannig að þetta allt sé því að kenna,síður en svo,en þetta bætti ekki ástandið!!ég man þann tíma þegar ég var yngri að konan var heima með börnin og það gekk vel og heimilið allt annað,þarna er svo komið í dag með jafnréttið,að þessu mæti skipta millum karla og kvenna,svo og verða allir taka þátt þarna konur einnig vera vel á verði,og gefa ekki körlum undir fótinn um og og við ekki heldur,því samkvæmt tölum er lítið talað um nauðgun á körlum en þar er einnig vandamál víða,en þetta þarf að taka alvarlega og þar allir saman karlar og konur!!við verðum að koma þessum hlutum í rétt horf að seigja nei og það gyldir!!!!/Halli gamliMynd 670283

Eg 1950 tilhugalífið
mbl.is Nauðgað af vinum í heimahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband