Ögmundur Jónasson tók fyrstu skóflustunguna að nýju...100 milljarðar í ný útgjöld Innlent | mbl | 26.4.2013 | 7:52 Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum skuldbundið ríkissjóð til að taka þátt í nýjum útgjöldum sem kosta um 90 milljarða.
Ef tekin eru með frumvörp um LÍN og um almannatryggingar, sem ekki urðu að lögum, áformaði ríkisstjórnin að skuldbinda ríkissjóð um meira en 100 milljarða. í ný útgjöld.
Um er að ræða verkefni sem eiga að koma til framkvæmda á næsta kjörtímabili. Alþingi samþykkti fyrir þinglok frumvarp atvinnuvegaráðherra um heimild til handa ráðherra til að fjármagna uppbyggingu innviða vegna atvinnustarfsemi í landi Bakka í Norðurþingi.
Áætlað er að þetta kosti ríkissjóð rúmlega 3,4 milljarða á árunum 2013-2017. Aðeins á að verja 100 milljónum af upphæðinni á þessu ári. Ekki gert ráð fyrir nýjum útgjöldum vegna fæðingarorlofs í áætlunum Alþingi samþykkti í vetur frumvarp til
laga um fæðingar- og foreldraorlof. Með frumvarpinu er áætlað að útgjöld Fæðingarorlofssjóðs á árinu 2014 verði rúmlega 9,6 milljarðar eða rúmum 1,1 milljarður umfram fjárheimildir og forsendur í gildandi ríkisfjármálaáætlun.
Í lok árs 2017 er áætlað að útgjöldin verði 12,1 milljarður eða 3,6 milljarðar umfram núverandi fjárheimildir. Hnotskurn Áætlað er að ríkissjóður þurfi að greiða 88 milljarða í vexti á þessu ári. Það er meira en helmingi meira en fer i rekstur Landspítala.
Ríkissjóður skuldar um 1.500 milljarða, en skuldirnar voru 311 milljarðar árið 2007. Ljóst er að frumvarpið er ekki í samræmi við útgjaldaforsendur í fyrirliggjandi ríkisfjármálaáætlun stjórnvalda til næstu ára þar sem ekki hefur verið gert ráð fyrir slíkum útgjaldavexti fæðingarorlofs í þeirri stefnumörkun.
Í ljósi þess verður að gera ráð fyrir því að gripið verði til viðeigandi ráðstafana á útgjalda- eða tekjuhlið þannig að forsendum ríkisfjármálaáætlunarinnar verði ekki raskað og að unnt verði að standa við þau markmið sem sett hafa verið fram um jöfnuð í ríkisfjármálum árið 2014, segir í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins.
Þegar breytingar á fæðingarorlofi verða komnar að fullu til framkvæmda árið 2017 hafa árleg útgjöld Fæðingarorlofssjóðs aukist um 3,6 milljarða. mbl.is/Kristinn Í vor var ákveðið að ráðast í byggingu nýs fangelsis á Hólmsheiði, en kostnaður við byggingu þess er áætlaður 2,5 milljarðar.
Kostnaðurinn fellur til á árunum 2013-2015. Fyrirhugað var að auka útgjöld LÍN og almannatrygginga Menntamálaráðherra lagði fram í vor frumvarp til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Frumvarpið gerði ráð fyrir að fella niður milljarða af námslánum og breyta þeim í styrk. Kostnaður ríkissjóðs við þessa breytingu er áætlaður 4,7 milljarðar.
Frumvarpið var ekki afgreitt fyrir þinglok. Framkvæmdir eru hafnar við Hús íslenskra fræða, en það kostar 3,4 milljarða. Í umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytisins er vakin athygli á að ekki hefur verið gert ráð fyrir þeim útgjöldum sem leiða af samþykkt frumvarpsins í langtímaáætlun ríkisstjórnarinnar um að ná jöfnuði í ríkisfjármálum árið 2014 og um að lækka verulega skuldabyrði ríkissjóðs á komandi árum.
Engin greining og áætlanagerð hefur farið fram við undirbúning frumvarpsins á því hvernig megi fjármagna svo mikla útgjaldaaukningu, segir í greinargerð fjárlagaskrifstofunnar.
Velferðarráðherra lagði fram stuttu fyrir þinglok frumvarp til laga um lífeyrisréttindi almannatrygginga. Kostnaður við frumvarpið, þ.e. sameining bótaflokka, minnkun tekjuskerðinga og afnám frítekjumarka er áætlaður 9,7 milljarðar árlega frá og með árinu 2017. Frumvarpið var ekki afgreitt fyrir þinglok. Byrjað að hanna nýjan Herjólf Innanríkisráðherra skrapp til Vestmannaeyja í vikunni og tilkynnti að ákveðið hefði verið að hefja hönnun og smíði Vestmannaeyjaferju, en málið hefur verið í undirbúningi í mörg ár.
Miðað er við að hönnunin verði boðin út í byrjun maí 2013, hún geti hafist í júlí og að henni ljúki í desember 2013.
Smíðin yrði boðin út í framhaldi af því og stefnt að því að henni verði lokið síðla árs 2015. Samkvæmt fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar hefur verið ákveðið að verja 2,3 milljörðum króna til smíði nýs Herjólfs.
Kostnaður við Vaðlaheiðargöng er áætlaður á 8,7 milljarða. mbl.is/Skapti Hallgrímsson Velferðarráðherra samþykkti nýlega samning Sjúkratrygginga Íslands og Tannlæknafélags Íslands (TÍ) um barnatannlækningar.
Þegar samningurinn verður að fullu kominn til framkvæmda mun árlegur kostnaður nema um 1,5 milljarði króna. Forval vegna hönnunar nýs spítala auglýst Fjármála- og efnahagsráðherra hefur í samræmi við heimild í lögum heimilað Nýjum Landspítala ohf. að auglýsa forval bjóðenda vegna fullnaðarhönnunar á byggingum nýs Landspítala við Hringbraut.
Að samanlögðu er heildarkostnaður við allar framkvæmdir sem tilheyra uppbyggingu á nýjum Landspítala áætlaður um 61,6 milljarðar á tíu ára tímabilinu 20142023. Þar af gerir áætlunin ráð fyrir að búið verði að verja 53,4 milljarðar, eða 87%, til verkefnisins árið 2019. Alþingi samþykkti í vor heimid til að hefja byggingu nýs Landspítala, en kostnaður er áætlaður 61,6 milljarðar á næstu 10 árum.
Forval vegna hönnunar nýrra Landspítalabygginga var auglýst í vikunni. Vaðlaheiðargöng og nýtt Hús íslenskra fræða Menntamálaráðherra tók í mars skóflustungu að húsi íslenskra fræða.
Áætlað er að framkvæmdin kosti rúma 3,4 milljarða króna og skiptist kostnaðurinn milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskóla Íslands í hlutföllum 70/30%.
Ríkisstjórnin samþykkti að láta 10 milljarða á næstu 10 árum í almenningssamgöngur. mbl.is/Styrmir Kári Þeir sem stýra ríkissjóði hafa verið að skrifa undir fleiri skuldbindingar í vetur. Þar má nefna lánssamning vegna Vaðlaheiðarganga upp á 8,7 milljarða.
Náðu að leysa vanda þeirra sem eru með lánsveð Ríkisstjórnin og Landssamtök lífeyrissjóða samþykkti í vikunni undirritað viljayfirlýsingu um aðgerðir í þágu yfirveðsettra heimila með lánsveð til íbúðarkaupa. Ríkisstjórnin var búin að vera að vinna að lausn í þeim málum í marga mánuði. Ríkisstjórnin ætlar á næsta kjörtímabili að byggja nýjan Herjólf. mbl.is/Styrmir Kári Samkvæmt yfirlýsingunni á að skuldbinda ríkissjóð til að greiða til hlutaðeigandi lífeyrissjóðs sem svarar allt að 90% af kostnaði við lækkun eftirstöðva lánsveðslána.
Hlut ríkisins skal greiða með þremur jöfnum greiðslum, í janúarmánuði árin 2014, 2015 og 2016. Stór mál og smá Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum fyrir skömmu að tillögu Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra að veita 25 milljónum króna af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til áframhaldandi vinnu lögreglu í viðureign við skipulagða glæpastarfsemi.
Að tillögu forsætisráðherra samþykkti ríkisstjórnin á fundi sínum 23. apríl að 40 milljónum króna yrði varið til uppbyggingar í stækkuðu friðlandi í Þjórsárverum. Ríkisstjórnin samþykkt einnig í vikunni að leggja til 15 milljónir í sameiginlegt markaðsstarf fyrir íslenskar sjávarafurðir með hagsmunaaðilum.
Ögmundur undirritað einnig í vikunni samkomulag við Slysavarnafélagið Landsbjörg um greiðslur úr ríkissjóði vegna viðhalds og endurbóta björgunarskipa félagsins. Kostnaður við verkefnið er 30 milljónir. Innanríkisráðherra og borgarstjórinn í Reykjavík skrifuðu í vikunni undir samkomulag um endurbætur á aðstöðu fyrir farþega og þjónustuaðila á Reykjavíkurflugvelli.
Íbúðalánasjóður þarf meira fé Ríkisstjórnin samþykkti einnig í haust að afla heimilda í fjárlögum næsta árs til að auka stofnfé Íbúðalánasjóðs um allt að 13 milljarða króna. Vandi sjóðsins er mikill og óvíst að þessir fjármunir dugi til að leysa hann.
Í lok janúar hélt ríkisstjórnin fund á Selfossi og þar var samþykkt að skuldbinda ríkissjóð um milljarða vegna verkefna á Suðurlandi.
Á síðustu má nefna að fyrir tæpu ári ákvað ríkisstjórnin að setja einn milljarð á ári í 10 ár (samtals 10 milljarða) til að efla almenningssamgöngur.
Í Danmörku hafa ráðherra þröngar heimildir til nýrra útgjalda Í fréttaskýringu sem birtist í Morgunblaðinu í gær er bent á að í Danmörku gildir sú hefð að ráðherrar nánast yfirgefa ráðuneyti sín minnst þrem vikum fyrir kosningar, koma þar aðeins til að afgreiða óumdeild mál.
Sérstakir, pólitískir ráðgjafar þeirra eða aðstoðarmenn hætta samstundis störfum þegar kjördagur hefur verið ákveðinn og hafa ekki lengur aðgang að gögnum sem tengjast starfinu.
100 milljarðar í ný útgjöld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.