Eins og rjómi með sykri og smjöri Innlent | mbl | 6.7.2013 | 18:26 Ólafur Darri Ólafsson hlaut í dag verðlaun á Karlovy Vary International Film Festival sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í kvikmyndinni XL.XL var valin til þátttöku í aðalkeppni Karlovy Vary kvikmyndahátíðarinnar ásamt 13 öðrum kvikmyndum.
Mikla þýðingu fyrir litla mynd Ólafur Darri var að vonum sigurreifur þegar mbl.is náði tali af honum en þá var hann nýstiginn af rauða dreglinum.
Aðspurður hvaða þýðingu þetta hefði fyrir hann segir Ólafur: Kannski fær maður meiri athygli í Evrópu en svo hefur þetta fyrst og fremst mikla þýðingu fyrir litlu myndina okkar sem hefur ekki mikla peninga til auglýsinga, segir Ólafur Darri. Hann segir að heiðurinn sé mikill
. Bara sú viðurkenning að hafa fengið tilnefningu er stórkostleg, en að hafa fengið sigurinn er eins og rjómi með sykri og smjöri," segir Ólaur Darri. Ólafur Darri í hlutverki sínu í XL. Hátíðin er ein sú elsta í heiminum og er svokölluð A hátíð.
Ekki fá nema 14 kvikmyndahátíðir í keppnisflokki að bera þann stimpil. Þykir þetta mikill heiður fyrir Ólaf Darra og aðra aðstandendur kvikmyndarinnar.
Þetta eru langstærstu verðlaun sem ég hef fengið, þetta er ótrúlegur heiður og ég átti aldrei von á því að geta fengið svona stór verðlaun.
En ég tek fram að ég deili þeim með fólkinu sem ég vann með. Sérstaklega Matta (Marteinn Þórsson) leikstjóra, án hans væri þetta ekki að gerast.
Ég er ofboðslega þakklátur honum, segir Ólafur. Ólafur Darri Ólafsson. Hugrökk hátíð Tilnefndar eru myndir hvaðanæva að úr veröldinni. Þessi hátíð er hugrökk. XL gerir miklar kröfur til áhorfandans og það kom okkur öllum ofboðslega skemmtileg á óvart að vera tekin inn í keppnina, segir Ólafur Darri. Hann segir að á frumsýningu hafi komið 1200 manns.
Ég held í hreinskilni að það hafi fleiri séð hana í bíó í Tékklandi en á Íslandi, segir Ólafur Darri og hlær innilega. Kvikmyndin Mýrin í leikstjórn Baltasars Kormáks hlaut hin eftirsóttu aðalverðlaun hátíðarinnar, Kristalshnöttinn, árið 2007.
Á Karlovy Vary kvikmyndahátíðnni eru verðlaun veitt fyrir bestu mynd, bestu leikstjórn, besta leikara, bestu leikkonu og sérstök verðlaun dómnefndar ásamt heiðursverðlaunum.
Formaður dómnefndar í ár var hin margverðlaunaða og Óskarstilnefnda Agnieszka Holland og heiðursverðlaunin í ár hlaut Óskarsverðlaunahafinn Oliver Stone.
Heldur áfram að elska fjölskylduna XL fjallar um þingmanninn Leif Sigurðarson sem er neyddur í áfengismeðferð af vini sínum og félaga, forsætisráðherra Íslands.
Áður en farið er í meðferð ákveður Leifur að halda eitt heljarinnar partý sem fer gjörsamlega úr böndunum. Ólafur fékk að vita að hann myndi fá verðlaunin í gær.
Við hjónin tókum miðnæturvél til Parísar og erum lítið búin að sofa. Nú ætla ég að taka í spaðann á hinum vinningshöfunum og njóta þess að vera í þessari fallegu borg.
Svo kemur maður heim og heldur áfram að elska fjölskylduna og njóta lífsins, segir Ólafur Darri. Leikstjóri myndarinnar er Marteinn Þórsson en með aðalhlutverk fara Ólafur Darri Ólafsson og María Birta.
Handrit myndarinnar er eftir Guðmund Óskarsson og Martein Þórsson. Kvikmyndataka var í höndum Bergsteins Björgúlfssonar, tónlist er eftir Önnu Þorvaldsdóttur og myndin var klippt af Stefaníu Thors, Marteini Þórssyni, Sigurði Eyþórssyni og Valdísi Óskarsdóttur.
Myndin var framleidd af Tenderlee Motion Pictures Company og Stór og smá./////////////////////////////////////Þetta er stór glæsilegt og gaman að þessi frábæri leikari fengi þessi verðlaun,ég bara óska honum og meðleikurum hans til hamingju,þessi drengur er að sanna sig sem einn besti leikari landsins okkar,og þetta finnst mér ekki óvænt,hann er snillingur í sýnu fagi,og svo sérstakur að eftir er tekið enda bljúgur þegar hann tók við verðlaunum!!!!/Halli gamli
Eins og rjómi með sykri og smjöri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Miklir möguleikar til úrbóta
- Tveir grunaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot
- Opna aftur um leið og þau geta
- Gjöld á ferðaþjónustuna hækki
- Tíðindi í nýrri könnun: Framsókn út af þingi
- Stal nokkur hundruð kílóum af kjötvörum
- Spursmál: Samfylkingin lækkar flugið
- Blanda íbúða, þjónustu og verslana
- Höfum sloppið bærilega með skaða af þessu gosi
- Ekki alltaf sammála Svandísi
Erlent
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum
- 281 hjálparstarfsmaður drepinn á árinu
- Sjötti ferðamaðurinn er látinn
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.