Snýst ekki um að vera hetja Innlent | mbl | 9.7.2013 | 20:34 Þetta er bara eins og hvert annað verkefni, segja tveir ungir lögreglumenn sem skriðu í morgun inn í reykfyllta íbúð þar sem eldur logaði og björguðu íbúanum, fatlaðri konu sem bundin er hjólastól.
Þeir voru ekki með grímur en segja kennslu frá slökkviliðinu í lögregluskólanum hafa komið sér vel. Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út skömmu fyrir klukkan 8 í morgun þegar tilkynnt var um eld í þjónustuíbúð á 7. hæð í fjölbýlishúsi við Aflagranda í Reykjavík.
Fyrstir á staðinn voru hins vegar lögreglumennirnir Flosi Brynjólfsson og Lárus Kazmi sem voru rétt að byrja morgunvaktina þegar útkallið barst.
Sást ekkert inn í íbúðina fyrir reyk Við vorum bara nýkomnir í bílinn og vorum í morguneftirliti á Fiskislóð sem er bara þarna rétt hjá þegar við fáum upplýsingar um að það sé reykur í íbúð.
Þannig að við erum næstir vettvangi og förum beint á Aflagrandann, segir Flosi. Slökkviliðsmaður að störfum í reykkófi.
Viðbragðstími þeirra var ekki nema um hálf mínúta og þegar komið var á staðinn hlupu þeir af stað upp 7 hæðir, því verklagsreglan er að nota ekki lyftu í húsi þar sem eldur logar. Þetta var fín tröppuæfing, segir Flosi glettinn.
Svartan reyk lagði út úr íbúðinni þegar þeir komu á efstu hæð. Hurðin var hins vegar köld og hurðarhúnninn líka þannig að við vissum að sennilega væri ekki eldur alveg við hurðina.
Það svaraði enginn þegar við bönkuðum þannig að við prófuðum að opna hurðina sem var ólæst en það sást ekkert frá dyrunum inn í íbúðina fyrir reyk, segir Flosi.
Töldu sig engan tíma mega missa Lárus bætir við að í loftinu hafi verið litlar, svartar agnir eins og svartur ruslapoki væri að brenna. Við önduðum þessu að okkur í smá stund og það var ekki þægilegt. Við reyndum að anda grunnt til að forðast að fá flygsurnar ofan í lungun.
Maður veit aldrei hvað er að brenna og það geta verið gufur í loftinu. En hún hafði þá andað þessu að sér í einhvern tíma. mbl.is/Árni Sæberg Þeir mátu því aðstæður svo að engan tíma mætti missa og skriðu inn í íbúðina eftir gólfinu, til að forðast reykinn sem leitar upp.
Það var langt inn í íbúðina en við heyrðum að konan var tiltölulega nálægt. Við skriðum inn í herbergið þar sem hún lá í rúminu og var að teygja sig í hjólastólinn.
Við kipptum henni upp, settum hana í stólinn og rúlluðum henni út. Þar komu á móti þeim sjúkraflutningamenn og stuttu síðar mætti slökkviliðið á staðinn og tók við.
Konan var flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun en hún virðist hafa sloppið vel þótt Lárus bendi á að sjokkið geti komið seinna.
Ósjálfráð viðbrögð að bjarga öðru fólki Sjálfir litu Flosi og Lárus við á slysadeild, samkvæmt verklagsreglu, en héldu svo vinnudeginum áfram.
Þeir eru alls ófáanlegir til að gera mikið úr þessu morgunverki sínu og bægja allri aðdáun blaðamanns frá sér. Þetta sé bara hluti af vinnunni. Þetta snýst ekkert um að vera hetja og bara hlaupa inn í logandi íbúð. Við töldum okkur nokkuð örugga að fara þarna inn án þess að hætta á að verða sjálfir að verkefni fyrir slökkviliðsmennina.
Þeir eru sérfræðingarnir og með búningana, segir Flosi. Við hefðum líklega aldrei opnað ef hurðin hefði verið sjóðandi heit af hættu við að hleypa súrefni inn og fá allt á móti okkur.
Ég held við höfum ákveðið þetta bara báðir á sama tíma. Það var enginn tími til þess að hugsa sig mikið um, segir Lárus. Ég held þetta séu bara ósjálfráð viðbrögð hjá manni, bætir Flosi við. Þegar maður heyrir í einhverjum inni í ógeðslegum reyk og eldi þá er bara stimplað inn í mann held ég að reyna að bjarga fólki. Hver andardráttur telur. Hvorugur þeirra var með grímu eða annan búnað til reykköfunar en þeir segja lögregluskólann hafa búið þá vel undir þetta en þar var heill dagur helgaður þjálfun hjá slökkviliðinu í viðbrögðum og mati á aðstæðum.
Skemmtilega fjölbreytt starf Þeir félagar eiga ekki langan starfsaldur að baki hjá lögreglunni. Flosi byrjaði fyrst 2008 og fór í kjölfarið í lögregluskólann 2009.
Lárus hóf störf í fyrra, eftir útskrift með hæstu einkunn úr lögregluskólanum, en hafði áður unnið hjá lögreglunni í Stykkishólmi.
Lögreglumenn lenda í ótrúlegustu hlutum og misánægjulegum, en þeir kvarta ekki undan álaginu.
Við vorum einmitt að tala um það í morgun hvað það er sem við elskum við starfið, segir Lárus. Maður mætir í vinnuna og það er mjög eðlilegur vinnudagur en svo allt í einu á núlleinni fer allt á fullt. Ég hef persónulega bara mjög gaman af því. Þú byrjar með daginn með morgunmat og kaffibolla í ró
legheitum, ferð í bílinn og það næsta sem þú veist er að þú ert að skríða undir einhvern reyk, bætir Flosi við. Þetta er bara skemmtilegt. Þegar allt fer vel.//////////////Þetta er það sem gerir þessa menn að hetjum og við gerum kröfur og þeir læra þetta en samt er þetta með því hættulegasta sem þeir taka sénsinn á vegna mannlífa,og engu má muna,þetta sýnir hetjudáð mikla,og er þeim og lögreglu þarna til sóma,eiga heiður skilið blessaðir,svo koma myndbönd og í blöðum þar sem þeim verður á og það logar allt,kannski sem von er,en það er vonandi þverandi dæmi og að þeim verði gert að stilla skap sitt við handtökur!!!!/Halli gamli
Snýst ekki um að vera hetja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.