Mótmælt á Place de Clichy í ParísVændi er líka vinna Erlent | Sunnudagsblað | 3.11.2013 | 22:30 Kynlifendur í Frakklandi, það er að segja þeir sem hafa viðurværi sitt af kynlífsþjónustu, eru með böggum hildar þessa dagana en franska þingið mun senn taka á dagskrá frumvarp sósíalista þess efnis að refsivert verði að greiða fyrir slíka þjónustu.
Komu kynlifendur saman til fjöldamótmæla í París í vikunni, þar sem sjá mátti slagorð eins og vændi er líka vinna og refsið ekki viðskiptavinunum.
Óvæntur liðsauki Kynlifendum bættist óvæntur liðsauki í vikunni þegar 343 menntamenn sendu frá sér yfirlýsingu í nóvemberhefti tímaritsins Causeur þess efnis að þeir áskilji sér rétt til að festa kaup á kynlífsþjónustu hvar sem og hvenær sem er.
Meðal þeirra sem leggja nafn sitt við yfirlýsinguna eru nokkrir blaðamenn og dálkahöfundar, leikarar og spéfuglar, rithöfundurinn og ritstjórinn Frédéric Beigbeder og lögmaðurinn Richard Malka sem frægastur er fyrir að hafa varið Dominique Strauss-Kahn, fyrrverandi framkvæmdastjóra Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, fyrir dómi.
Í yfirlýsingunni segir meðal annars: Sumir okkar hafa farið, fara eða eiga eftir að fara til vændiskvenna og við skömmumst okkar ekki einu sinni. Þá eru þeir þeirrar skoðunar að allir eigi rétt á því að selja blíðu sína og jafnvel njóta þess um leið. AFP Uppátæki menntamannanna hefur að vonum mælst illa fyrir meðal femínista í Frakklandi.
Ekki nóg með að þeim þyki málstaðurinn vondur heldur segja þeir hópinn hafa stolið hugmyndinni að yfirlýsingu sinni frá Simone heitinni de Beauvoir, rithöfundinum og hugsuðinum fræga, en árið 1971 fór hún fyrir hópi kvenna, 343 að tölu, sem krafðist þess að fóstureyðingar yrðu leiddar í lög.
Af öðrum konum í hópnum má nefna leikkonurnar Catherine Deneuve og Jeanne Moreau, sem viðurkenndu af þessu tilefni það þær hefðu gengist undir fóstureyðingu sem á þeim tíma var refsivert í Frakklandi. Gjörningurinn mæltist í fyrstu illa fyrir og voru konurnar úthrópaðar í fjölmiðlum og víðar.
Hann er þó almennt talinn hafa átt stóran þátt í því að fóstureyðingar voru leyfðar í landinu fjórum árum síðar. Dræsur og delar De Beauvoir og stöllur hennar urðu síðar þekktar sem dræsurnar 343 og menn eru þegar farnir að kalla Beigbeder og félaga delana 343. Svona til að bíta höfuðið af skömminni.
AFP En það eru ekki bara femínistar sem hafa risið upp á afturlappirnar til að mótmæla uppátæki delanna, nokkrir stjórnmálamenn hafa gert það líka.
Eigin líkami eða annarra? Þannig segir Najat Vallaud-Belkacem, ráðherra kvenréttindamála, að fráleitt sé að bera þetta tvennt saman. Dræsurnar 343 báðu um að fá að nota eigin líkama að vild.
Delarnir 343 krefjast þess að fá að nota líkama annarra að vild, segir hún. Vallaud-Belkacem hefur áður lýst yfir því að hún vilji banna vændi, ekki bara í Frakklandi heldur í gjörvallri Evrópu.
Ætli delarnir hafi þar af leiðandi gert kynlifendum bjarnargreiða? Franski sósíalistaflokkurinn hefur um nokkurra ára skeið haft það á stefnuskrá sinni að láta vændiskaup varða við lög.
Það hefur þó verið meira í orði en á borði þar til nú að frumvarp þessa efnis var lagt fram á þinginu.///////////Þessi umræði er orðin þreytt að femínistar ráði þessum málum,þetta er og verður stundað ,hvað sem hvar segir,þessi lög vitleysa að bana bara Kaup en ekki sölu er arfavitlaus,svo ekki sé meira sagt!!þetta færir bara þessa starfsemi neðanjarðar og ekkert annað,Þar sem vændi er stunað með leifi er það bara heilbrigðiseftirlit sem skoðar og veitir þetta,enda nausin að hafa þetta þrifalegt en ekki bara sóðaskap!!!en það er svo þegar þetta er ekki leyfilegt fer það í þann farveg,Ég er ekki að berjast fyrir þessu en vil mannrétti alstaðar ekki bara sumstaðar,Konur blessaðar eiga allt gott skilið,en ef fólk fær ekki vinnu og þetta er eina vonin,hvað þá ??það er að segja ,ef eyða á þessu þarf að hafa nóga vinnu sem er ekki verri en þetta!!!!Halli gamli
Vændi er líka vinna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 1046585
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.