Ekki hægt að sækja um leiðréttingu strax Innlent | mbl.is | 30.11.2013 | 17:37 Íbúðalánasjóður Lækkun á höfuðstól húsnæðislána fæst ekki nema lántakandi sæki sérstaklega um leiðréttingu hjá lánveitenda.
Hér er útskýrt hvernig sækja á um slíka leiðréttingu en ekki er hægt að sækja um slíka leiðréttingu strax.Að öllum líkindum verður það sennilega ekki fyrr en á fyrri hluta næsta árs.
Að mati sérfræðingahópsins er ekki önnur leið fær við framkvæmd leiðréttingar verðtryggðra húsnæðislána en að lántakar sæki sérstaklega um leiðréttingu enda nauðsynlegt að fyrir liggi skýr viljayfirlýsing frá lántaka um að hann óski eftir lækkun og samþykki þá skilmála sem um hana gilda.
Lántakar sækja þannig rafrænt um leiðréttingu hjá þeim kröfuhafa, sem á umsóknardegi, á þá kröfu sem er fremst í veðröð húsnæðislána sem hvíla á fasteign umsækjanda með því að fylla út þar til gerða umsókn á heimasíðu lánveitanda.
Skal kröfuhafi á fremsta veðrétti vera umsjónaraðili með leiðréttingunni, halda utan um málið og vera í samskiptum við aðra kröfuhafa í tengslum við umsókn eftir því sem þurfa þykir.
Ef lántaki er með blandaða lánasamsetningu, þ.e.a.s. lán í erlendum gjaldeyri og verðtryggð lán, skal lántaki leita til þess kröfuhafa sem er með verðtryggða lánið eða lánin jafnvel þó að erlenda lánið sé framar í veðröð.
Í umsókninni skal m.a. koma fram nafn eða nöfn þeirra sem sækja um og heimilisfang. Þá skulu koma fram grundvallar upplýsingar um verðtryggðar lánsskuldbindingar umsækjanda, þ.m.t. um lánsnúmer, tilgang lántöku, lánstíma, lánsfjárhæð og skuldaraskipti af láninu ef þeim er til að dreifa. Lánveitendur eftir fremsta megni leitast við að leiðbeina umsækjendum um rafræn skil umsóknar eftir því sem frekast er unnt.
Ef umsókn er lögð fram af öðrum en lántaka sjálfum skal koma fram hver hafi hana uppi ásamt kennitölu hans og heimili, svo og umboð frá lántaka, búsetuleyfi o.þ.h. til að hafa uppi beiðni um leiðréttingu fyrir hans hönd. Ef skuldaraskipti hafa orðið að láni eða lánum umsækjanda er nauðsynlegt að dagsetning skuldskeytingar komi fram í umsókn.
Ef skuldskeyting átti sér stað á tímabili forsendubrestsins ska l hver og einn skuldari eiga hlutfallslegan rétt til leiðréttingar líkt og nánar er rakið hér að framan.
Ef umsækjandi er með verðtryggð húsnæðislán hjá fleiri en einum lánveitanda skal hann gera grein fyrir því í umsókninni. Í slíkum tilvikum er nauðsynlegt að umsækjandi veiti umsjónaraðila heimild, með því að haka við þar til gerðan reit í umsóknareyðublaði, til að afla þeirra gagna og upplýsinga frá öðrum lánveitendum sem þörf er á í tengslum við beiðni um leiðréttingu höfuðstóls verðtryggðra húsnæðislána. Umsækjandi skal jafnframt gera grein fyrir þeim lánum sem greidd hafa verið upp, að hluta til að öllu leyti, á tímabili forsendubrestsins eða eftir atvikum eftir það tímabil.
Ef umsækjandi hefur áður notið úrræða sem hafa haft áhrif á höfuðstól verðtryggðs húsnæðisláns til lækkunar svo sem greiðsluaðlögunar, sértækrar skuldaaðlögunar eða svonefndrar 110% leiðar skal umsækjandi gera grein fyrir því í umsókninni. Endurútreikningur eða höfuðstólslækkun erlendra lána telst ekki til niðurfellingar í þessum skilningi.
Umsækjandi skal þá gera grein fyrir því hvaða lánveitandi hafði umsjón með framkvæmd úrræðisins eða úrræðanna gagnvart öðrum lánveitendum. Þá skal greina frá því hvenær sótt var um viðkomandi úrræði og hvort og þá hvenær niðurfærsla á grundvelli úrræðanna átti sér stað. Þá skal einnig greina nákvæmlega frá heildarniðurfærslu veðskulda í umsókninni eftir atvikum með sundurliðuðu m hætti eftir lánveitendum. Ef heildarniðurfærsla á grundvelli slíkra úrræða er umfram fjárhæðartakmörkunina skal umsókn um leiðréttingu hafnað.
Sé því úrræði sem umsækjandi hefur notið ekki lokið þegar umsókn er skilað til umsjónaraðila skal umsókninni hafnað að svo stöddu, enda er í slíkum tilvikum ekki unnt að leggja mat á umsóknina þar sem ekki er þá endanlega ljóst hvort og þá hversu mikið af höfuðstól láns eða lána umsækjanda verður fært niður.
Þetta á t.d. við þegar greiðsluaðlögunartímabili samkvæmt lögum nr. 101/2010 , um greiðsluaðlögun einstaklinga , er ólokið eða þegar tíma bili sértækrar skuldaðlögunar er ólokið. Umsjónaraðili skal undir slíkum kringumstæðum leiðbeina umsækjanda um það hvenær hann á þess kost að endurnýja umsókna sína. Þá skal lántaki staðfesta í umsókn sinni að hann heimili umsjónaraðila að afla frá ríkisskattstjóra tiltekinna upplýsinga úr skattframtölum umsækjanda vegna þeirra ára sem forsendubresturinn tekur til.
Það gerir hann með því að haka við samþykki í þar til gerðan reit í umsókninni þar sem fram kemur að umsækjandi veiti ríkisskattstjóra heimild til þess að veita umsjónaraðila upplýsingar um allar þær skuldir sem fram koma í reit 5.2. í skattframtölum áranna 2008 til og með 2011 vegna áranna 2007 til 2010 sem ber heitið Vaxtagjöld vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota.
Heimildin er bundin við þessar upplýsingar einvörðungu og mun lánveitandi ekki fá aðrar upplýsingar um lántaka svo sem um eignir hans eða tekjur.
Jafnframt skal umsækjandi staðfesta, að verði inneign hans vegna leiðréttingarinnar af einhverjum ástæðum ekki nýtt til niðurfærslu lána, heimili hann umsjónaraðila að miðla til ríkisskattstjóra yfirliti um inneign umsækjanda og önnur þau gögn sem ríkisskattstjóri telur nauðsynleg til ákvörðunar sérstaks persónuafsláttar, sbr. nánar reglur um niðurfærslu vegna inneignar eins og nánar er fjallað um hér að neðan.
Ennfremur skal umsækjandi staðfesta í umsókn sinni að hann heimili, ef þurfa þykir vegna ráðstöfunar inneignar, að gerð verði skilmálabreyting á húsnæðisláni eða lánum hans á umsóknardegi þannig að þeim verði skipt í tvo hluta, frum hluta láns og leiðréttingar hluta láns, samkvæmt skýrslu sérfræðingahópsins./////////////////Þarna fylgir þessu böggull skammrifin að manni finnst,ég segi það vegna þess að þetta getur tafið fólk og truflað!!! en við gerum bara gott úr því og sækjum um og aðrir sem ekki geta þetta sjálfir verða að fá hjálp,ekki spurning,þetta getur vafist fyrir mörgum,en í öllum bænum takið af þessu afrit svo þið gerið svo rétt,ég bara vona að þetta þá standist allt//Halli gamli
Ekki hægt að sækja um leiðréttingu strax | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ekki undarlegt að þú sért farinn að fá það á tilfinninguna að þú hafir verið hafður að fífli!
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.12.2013 kl. 16:18
Ég hef nú ekki þessa tilfinningu um þessa tilfinningu Halla ,Axel minn. Mér finnst þetta gott mál. Varðandi ráðgjöf varðandi umsóknina þá er lántakandanum skylt að veita hana. Eins er gott fyrir fólk að leita til ráðgjafamiðstövar heimilanna( heitir hún það ekki annars)?
Jósef Smári Ásmundsson, 1.12.2013 kl. 17:26
Þakka innlitið strákar en stórorður ertu alltaf Axel Jóhann,ég lýt bara frmhjá því ættli við öll höfum ekki reynt það!!! en Jósef Smári þú sylur þó málið og það gott,En kveðja til ykkar beggja!!!
Haraldur Haraldsson, 1.12.2013 kl. 20:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.