Stjörnurnar að raðast rétt upp Innlent | Morgunblaðið | 2.12.2013 | 8:30 Formenn ríkisstjórnaflokkanna voru sammála um að í 100 daga ferðalagi Morgunblaðsins um landið í tilefni af aldarafmæli þess endurspeglist bjartsýni og jákvæður tónn sem sé ríkjandi á landinu, þegar þeir ræddu við Harald Johannessen, ritstjóra blaðsins, í beinni útsendingu á mbl.is í gær.
Hægt er að sjá upptöku af fundinum á mbl.is.Það er töluverð bjartsýni ríkjandi, kraftur og vilji til að framkvæmda og byggja upp. Það sem hefur kannski skort er að fólk fái jákvæða hvata. Það er markmið þessarar ríkisstjórnar að breyta því, sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Haraldur spurði þá Bjarna út í hvernig væri hægt að auka fjölbreytni í atvinnulífi á landsbyggðinni. Fjármálaráðherra lagði áherslu á að vissir grundvallarþættir þyrftu að vera í lagi til að fjölbreytnin yrði meiri.
Samgöngur væru lykilatriði sem og menntun og tryggt fjarskiptanet. Heimurinn skreppur allur saman og fjarlægðir hverfa þegar við virkjum þá möguleika sem tæknin færir okkur. Ég tel að rafræn stjórnsýsla og fjarskiptanet um allt landið geti umbylt þróuninni, sagði Bjarni og nefndi dæmi um opinber störf sem hefðu verið færð snurðulaust út á landsbyggðina frá höfuðborginni.
Aðgerðir til skuldaniðurfellinga sem formenninnir kynntu á laugardag komu skiljanlega mikið til tals í umræðunum í gær. Haraldur spurði þá meðal annars hvaða áhrif þeir teldu aðgerðirnar hafa á kjarasamningaviðræður sem eru framundan. Það hlýtur að hafa jákvæð áhrif.
Menn sjá þarna merki um viðsnúning á ýmsum sviðum efnahagslífsins og augljóst að verið sé að koma til móts við heimilin og bæta hag þeirra, sagði Sigmundur Davíð og lagði áherslu á að samningar leiddu til raunverulegrar kaupmáttaraukningar.
Bjarni tók undir þetta og var bjartsýnn á framhaldið. Hugarfarsbreyting hefði átt sér stað hjá aðilum vinnumarkaðarins undanfarið. Þá sé krónan stöðugri en í langan tíma, ríkissjóður sé í þokkalegu jafnvægi auk þess sem aðilar vinnumarkaðarins leiti leiða til að tryggja stöðugleika.
Ég tel að það kunni að vera að gerast núna að við séum að fá stjörnunar til að raðast upp rétt fyrir góða hluti, sagði Bjarni. Kemur til greina að rukka aðgangsgjald Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði það koma fyllilega til greina að taka upp aðgangsgjald á einstökum ferðamannastöðum en það færi eftir stöðum hvaða útfærsla væri best. Forðast bæri þó að koma upp þunglamalegu kerfi til að innheimta tekjur af ferðamönnum með nýju sérstöku gjaldi.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra nefndi í umræðunum um aukinn ferðamannastraum til landsins að arðsemi af ferðaþjónustunni hefði í flestum tilfellum ekki verið viðunandi. Nota þyrfti tækifærin nú til þess að auka arðsemina, meðal annars með því að dreifa ferðamannastraumnum yfir allt árið og víðar um landið. Það væri þannig skemmtilegt að sjá beint flug til Akureyrar eða Egilsstaða til að hafa gáttirnar inn í landið fleiri, sagði Sigmundur Davíð.
Bjarni sagði mikilvægt að ekki væri hringlað með starfsumhverfi ferðaþjónustunnar og því hefði hækkun virðisaukaskatts á gistingu verið afturkölluð. Hann nefndi tónlistarhúsið Hörpu og ráðstefnuhald þar sem dæmi um tekjumöguleika í ferðaþjónustu til framtíðar.
Miklir möguleikar væru á að laða ráðstefnuhaldara hingað til lands vegna heppilegrar legu landsins miðja vegu á milli Bandaríkjanna og Evrópu. Næsta árið mikið litað af skuldaaðgerð Þessi aðgerð sem var kynnt [í fyrradag] er í rauninni ákveðinn lokapunkturinn á fortíðina.
Nú tökum við bara baksýnisspeglana af og horfum inn í framtíðina, sagði Sigurður Erlingsson, framkvæmdastjóri Íbúðalánasjóðs (ÍLS) eftir umræðurnar í gær þar sem skuldaaðgerðirnar bar töluvert á góma. Hann sagði mikla vinnu framundan hjá ÍLS vegna aðgerðanna.
Næsta árið yrði mjög litað af þeim. Ísland að verða borgríki Mikilvægt er að borgin sé samkeppnishæf við það sem er í boði erlendis til þess að fólk vilji áfram búa á Íslandi. Þetta sagði Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, þegar hann var spurður út í innviði landsins að loknum umræðunum í gær. Ísland er smám saman að breytast í borgríki.
Ég held að það líði ekki á löngu að 80% landsmanna verði hér á suðvesturhorninu. Það skiptir öllu máli til framtíðar hvernig okkur tekst að búa að þegnunum hér á þessu svæði og búa þeim góð lífskjör svo þeir geti hugsað sér að búa hér áfram, sagði Kjartan.
Fullveldið grundvöllur framfaraskeiðs Fullveldisdagurinn var í gær en 95 ár eru nú liðin frá því að Ísland öðlaðist fullveldi frá Danmörku. Haraldur ritstjóri spurði þá Sigmund Davíð og Bjarna hvort mikil hátíðarhöld væru framundan á 100 ára fullveldisafmælinu. Forsætisráðherra lofaði heilmiklu fjöri og sagði jafnframt að halda mætti meira upp á fullveldisdaginn.
Þetta er stórmerkilegur dagur í sögu landsins. Að Ísland, þessi eyja með rétt um 100.000 íbúa í Atlantshafinu, hafi náð að verða fullvalda ríki árið 1918 þegar ekki voru mörg fullvalda ríki er býsna merkilegt og grundvöllur gríðarlegs framfaraskeiðs.
Það eru fá dæmi um viðlíka framfarir í einu samfélagi eins og menn sáu gerast á Íslandi eftir að landið varð fullvalda á 20. öldinni, sagði Sigmundur Davíð. Frumvarp um húshitunarkostnað Iðnaðarráðuneytið er nú með frumvarp í vinnslu til að bregðast við misháum húshitunarkostnaði á landinu og koma til móts við svonefnd köld svæði.
Þetta sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í umræðunum í gær. Hann sagðist eiga von á því að hægt væri að hrinda því af stað nú í vetur til að draga úr kostnaði íbúa á þessum svæðum. Íslendingar kaþólskari en páfinn með reglugerðir Þunglamalegt regluverk er stórt vandamál á Íslandi, sérstaklega fyrir minni fyrirtæki, og nánast ómögulegt er fyrir framtakssamt fólk að stofna fyrirtæki á sínu sviði að sögn forsætisráðherra.
Hann sagði að til stæði að endurskoða allt regluverk til að bregðast við þessu og koma í veg fyrir að sú þróun héldi áfram. Horft væri til Bretlands til dæmis í þessum efnum, og hefði verið skoðað að koma upp regluráði með aðilum vinnumarkaðar til að hindra að reglugerðafargan yrði atvinnulífi fjötur um fót.
Dýr íblöndun eldsneytis Sigmundur Davíð sagði Íslendinga einnig hafa verið kaþólskari en páfann í því að innleiða ESB-reglugerðafargan sem hingað streymdi í gegnum EES-samninginn.
Hann sagði að það viðmið hefði verið sett að ekki kæmi inn frekari íþyngjandi reglur án þess að aðrar samsvarandi dyttu út á móti.
Haraldur Johannessen ritstjóri spurði þá út í frumvarp um íblöndunarefni í eldsneyti í þessu samhengi. Sigmundur Davíð svaraði að innleiðing þess væri afar dýr og að hann ætti von á að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis brygðist við því.//////////////Mörgum mun finnast þetta langloka en það er nauðsyn að fjalla um þetta allt sem Ríkisstjórnin þarf að glíma við,og ekki veitir af að þetta verði krufið allt saman!!, þetta er það sem við þurfum að taka allt í gegn og skoða og fara vel með það,ef við ætlum að lifa sem sjálfstæð þjóð!!ég er trúaður á að við getum þetta og komum okkur á strik aftur ekki spurning en það er átak sem við tökum öll þátt í með góðri stjórnun!!/Halli gamli
„Stjörnurnar að raðast rétt upp“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
- Innherji: Frekari uppsagnir en nú tveir forstjórar
- Eigið fé er dýrasta fjármögnunin
- Skoða skráningu á Norðurlöndum
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.