17.12.2013 | 18:02
Ekki vera á ferðinni að óþörfu:Þetta er mjög kröpp lægð og ber að varast ferðalög!!!
Frétt af mbl.is Ekki vera á ferðinni að óþörfu Innlent | mbl.is | 17.12.2013 | 15:49 Hellisheiði. Mynd úr safni.
Vegfarendur eru beðnir um að veita því athygli að versnandi ferðaveður er nú á sunnanverðu landinu og hvattir til að vera ekki á ferðinni að óþörfu.
Farið er að hvessa með tilheyrandi skafrenningi, hálku, snjó og versnandi skyggni.Nú þegar eru tveir bílar fastir á gatnamótum Þrengslavegar og Suðurlandsvegar í austur og hefur lögreglu borist tilkynning um að Lyngdalsheiði sé að verða ófær.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum.
Á vefmyndavélum á vefsíðunni má einnig sjá að talsverð þoka er í Kömbunum og er skyggni því enn verra. Hálka eða snjóþekja er á velflestum vegum á Suðurlandi.
Fyrr í dag fór fólksbifreið út af Laugarvatnsvegi við Brekkuskóg vegna hálku. Engin slys urðu á fólki og var fólkið aðstoðað við að ná bifreiðinni aftur upp á veg af bónda í nágrenninu.
Versnandi ferðaveður er á suðunnanverðu landinu seint í dag og í kvöld. Hvöss suðaustanátt og rigning sunnan og suðaustantil en slydda á fjallvegum.
Hvessir norðaustantil með hálku, slyddu og jafnvel rigningu Norðaustanlands í kvöld. Við aðstæður sem þessar myndast mikil hálka þar sem snjór eða ís er fyrir á vegum.
Færð á vegum Vetrarfærð er í öllum landshlutum, víðast hvar nokkur hálka eða snjóþekja.
Hálkublettir og éljagangur eru á vegum á Reykjanesi en snjóþekja og éljagangur á Sandskeiði og Hellisheiði. Þungfært er í Þrengslum en unnið að hreinsun.
Hálka eða snjóþekja er annars á velflestum vegum á Suðurlandi en þó er þæfingsfærð á fáeinum sveitavegum.
Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum og éljagangur á Snæfellsnesi og á sunnanverðum Vestfjörðum.
Þæfingsfærð er á veginum um Heydal og á Skógarströnd. Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja á flestum leiðum.
Á Austurlandi er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en þæfingsfærð á Öxi. Hálka og éljagangur er síðan frá Djúpavogi og áfram suðausturströndinni að Kvískerjum en þar tekur við snjóþekja vestur í Vík. Verið er að endurnýja rafkerfi í Múlagöngum og því má búast við umferðartöfum þar frá klukkan níu á kvöldin til sex að morgni.
Vegfarendur eru beðnir að gæta varúðar og virða hraðatakmarkanir meðan á framkvæmdum stendur. Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands vara vegfarendur við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi. /////////////Þetta eigum við öll, að taka alvarlega mjög, og ekki að vera á ferð nema nauðsyn beri til ,og þá vel útbúin og á traustum Bílum sem þetta þola ,ef það er eiginlega, til við þessar aðstæður!!!En við skulum öll taka á þessu mark og vera bara heima þetta gengur fljótt yfir!!Halli gamli
![]() |
Ekki vera á ferðinni að óþörfu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (31.3.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1047471
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.