Er þetta virkilega ekki komið úr böndum:eða hvað finnst ykkur???

untitledMessi með 6500 milljónir kr. í árstekjur – Mourinho er tekjuhæsti þjálfarinn Lionel Messi er tekjuhæsti knattspyrnumaður veraldar samkvæmt úttekt hins virta fótboltatímarits France Football.

 Heildartekjur Argentínumannsins sem leikur með Barcelona á Spáni eru rétt tæplega 6,5 milljarðar kr. Þar eru lagðar saman tekjur hans hjá Barcelona og tekjur hans af auglýsinga – og samstarfssamningum.

Portúgalinn Cristiano Ronaldo er annar á þessum lista en Real Madrid leikmaðurinn er með 300 milljónum kr. lægri heildartekjur en Messi eða sem nemur 6,2 milljörðum kr.

Þeir félagar mætast um næstu helgi í El Clasico þegar Real Madrid tekur á móti Barcelona n.k.laugardagskvöld.

Þrír tekjuhæstu leikmenn veraldar leika allir á Spáni. Brasilíumaðurinn Neymar sem leikur með Barcelona en hann er með rétt um 4,6 milljarða kr. í heildartekjur.

Jose Mourinho frá Portúgal er tekjuhæsti knattspyrnustjórinn en heildatekjur hans eru 2,7 milljarðar kr..

Þar á eftir kemur Spánverjinn Pep Guardiola en hann fær um 2,4 milljarða kr. á ári í tekjur en hann er þjálfari hjá Bayern München í Þýskalandi.

Tekjuhæstu knattspyrnumenn heims eru: 1. Leo Messi (Barcelona) – 6,445 milljarðar kr. 2. Cristiano Ronaldo (Real Madrid) – 6,130 milljarðar kr. 3. Neymar (Barcelona) – 4,555 milljarðar kr. 4. Wayne Rooney (Manchester United) – 3,772 milljarðar kr. 5. Zlatan Ibrahimovic (Paris Saint Germain) – 3,694 milljarðar kr. 6. Radamel Falcao (Mónakó) – 3,332 milljarðar kr. 7. Sergio Aguero (Manchester City) – 3,096 milljarðar kr. 8. Thiago Silva (Paris Saint Germain) – 2,672 milljarðar kr. 9. Eden Hazard (Chelsea) – 2,641 milljarðar kr. 10. Franck Ribery (Bayern Munich) – 2,593 milljarðar kr. 11. Fernando Torres (Chelsea) – 2,546 milljarðar kr.

Sex tekjuhæstu knattspyrnustjórarnir / þjálfarar veraldar: 1. Jose Mourinho (Chelsea) – 2,672 milljarðar kr. 2. Pep Guardiola (Bayern Munich) – 2,358 milljarðar kr. 3. Roberto Mancini (Galatasaray) – 2,200 milljarðar kr. 4. Carlo Ancelotti (Real Madrid) – 2,122 milljarðar kr. 5. Fabio Capello (Rússneska landsliðið) – 1,886 milljarðar kr. 6. Marcello Lippi (Guangzhou Evergrande - Kína) – 1,807 milljarðar. /////////Þetta tók ég upp eftir pressunni og finnst þetta mikið óhóf,svo mikið að þessu verður að linna,þessir milljarðamæringar eru að skipta hundruðum,svo er fólk  að berjast um mat og föt og getað lifað sæmilegu lífi og þusundir svelta,er þetta hin réttláti heimur,ekki er okkar Alþingi að kafa mikið í þessu,heldur að leggja bara meira á okkur til skattheimtu,er ekki von á að heimurinn sé ekki betri/Halli gamli 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband