Vonskuveður fram undan,þetta er framhald rigningar á okkur sunnlendinga


Að sögn Óla Þórs verður mígandi rigning á...Vonskuveður fram undan Innlent | mbl.is | 29.6.2014 | 20:08 Að sögn Óla Þórs verður mígandi rigning á... Gert er ráð fyrir óvenju öflugri lægð miðað við árstíma á þriðjudag, sem fer yfir landið á miðvikudag.

Útlitið er ekki gott fyrir landsmót hestamanna á Hellu.„Þetta er vonsku­veður sem er að koma og við erum að reyna að koma því til skila svo að eng­inn verði fyr­ir al­var­legu tjóni,“ seg­ir Óli Þór Árna­son, veður­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands.

Gert er ráð fyr­ir óvenju öfl­ugri lægð miðað við árs­tíma á þriðju­dag, sem fer yfir landið á miðviku­dag. Að sögn Óla Þórs verður versta veðrið á þriðju­dag og miðviku­dag.

„Ef spá­in fer á þá leið sem við höld­um verður leiðinda­veður fyr­ir norðan út vik­una, frá fimmtu­degi og jafn­vel til sunnu­dags.

Frek­ar svalt, rign­ing og norðanátt. Það er ekk­ert rosa­lega spenn­andi fyr­ir norðan þegar kalda loftið kem­ur hér suður frá Græn­landi,“ seg­ir Óli Þór. Hann seg­ir að á höfuðborg­ar­svæðinu verði öllu bjart­ara og yf­ir­leitt þurrt yfir dag­inn en svalt á nótt­unni. „Það verður míg­andi rign­ing á þriðju­dag og mik­il úr­koma,“ seg­ir Óli Þór, en spáð er mik­illi rign­ingu, sem er að sögn hans sterk­asta lýs­ing­ar­orðið yfir úr­komu.

Á þriðju­dag verður lægðin vest­ur af land­inu og vind­átt­in því suðaust­læg og má bú­ast við að vind­styrk­ur­inn verði á bil­inu 10-18 m/​s, einna hvass­ast um landið suðvest­an­vert og hviður við fjöll allt að 35 m/​s. Þessu fylg­ir mik­il rign­ing, mest sunn­an­lands síðdeg­is og um kvöldið.

Á miðviku­dag er að sjá að lægðin fari til norðaust­urs og verði skammt norður af land­inu. Á þess­ari stundu er óvíst hvar versta veðrið verður en vís­bend­ing­ar eru um að mesti vind­ur­inn verði úr norðvestri um landið suðvest­an­vert um kvöldið á meðan mesta úr­kom­an verður lík­lega norðvest­an­lands og á Vest­fjörðum. Hvassviðri á hesta­manna­móti á Hellu Hvasst verður á vest­an­verðu land­inu og þar með talið suðvest­an til og einnig sunn­an­lands á miðviku­dags­kvöld og aðfaranótt fimmtu­dags

. „Þetta er hvöss norðvestanátt og það er ekk­ert rosa­lega gott fyr­ir hesta­manna­mót, hesta­kerr­ur og hjól­hýsi og allt það sem er á Hellu,“ seg­ir Óli Þór. Hann bæt­ir við að veðrið verði sér­stak­lega slæmt í ljósi þess að það er mitt sum­ar og bend­ir einnig á að öll vöð í ám á sunn­an­verðu landi og á há­lend­inu verði mjög var­huga­verð.

Í frétta­til­kynn­ingu frá Veður­stof­unni seg­ir að af gefnu til­efni vilji Veður­stof­an minna ferðalanga sem eru með aft­anívagna á að huga sér­stak­lega að veður­at­hug­un­um og veður­spá næstu daga og að þeir sem eru að fara að heim­an hugi að lausa­mun­um. Veður­vef­ur mbl.is/////////Þetta er ekki gott fyrir okkur sem höfum haft rigningarsumar að þessu,og að fá svona krappa lægð og vind með þessu er ekki gott,þetta mun reyndar ganga svo yfir allt landið!!!En kannski þetta verði til þess að við fáum sól og sumar til Hausts,við eigum það skilið//Halli gamli


mbl.is Vonskuveður framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband