Lægirnar hringsóla yfir landinu Innlent | mbl | 1.7.2014 | 12:33 Væst gæti um ferðamenn hér á landi í vikunni. Þetta er ekkert aftakaveður en það er óvenjulegt að fá svona veður um sumar. Það er mikilvægt að koma upplýsingum til þeirra sem eru á ferðinni, þeir sem eru með húsaskjól eru í góðu lagi, segir Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur Næstu daga munu lægðir hringsóla yfir landinu og fylgir þeim nokkur úrkoma.
Klukkan níu í morgun voru 5 til 13 m/​sek og rigning en úrkomu lítið fyrir norðan og austan. Hiti 9 til 16 stig, hlýjast á Austurlandi. Lægðin er að koma að vestan að landinu. Von er á tveimur úrkomubökkum og er sá fyrri á leiðinni niður yfir vestanvert landið.
Sá seinni kemur með lægðamiðjunni og hvessir nokkuð með henni, segir Einar. Vindstrengurinn verður seinna á ferðinni en ætlað var en honum fylgir allshvass og hvass vindur og má því gera ráð fyrir vindhviðum á norðanverðu Snæfellsnesinu til klukkan sex í dag, einnig á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Þetta lægðakraðak sem kringum okkur er verður á hringsóli yfir landinu næstu tvo dagana. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur.
Ekki er gott að segja hversu snemma norðanáttin nær inn á landið. Það er margt sem bendir til þess að vindur snúist í norðaustanátt á Vestfjörðum í nótt eða snemma í fyrramálið og því fylgi allhvass vindur um norðvestanvert landið, til að mynda á Húnaflóa og á Breiðafirði, segir Einar
. Inn í þetta ganga enn fleiri lægðir með meiri vætu og verða þær á hringsóli yfir landinu alveg fram á helgi. Kristinn Ingvarsson Norðanáttin nær smá saman til alls landsins, nema austast, og er það helst á Austurlandi sem hvessir síðar og rignir líklega minnst. Austfirðingar sleppa þó ekki alveg, þar má gera ráð fyrir úrhelli og hvassviðri.
Veður næsta sólarhringinn Næsta sólarhringinn mun ganga í sunnan 10 til 18 metra á sekúndu, fyrst suðvestanlands. Úrkomulítið verður á Norðausturlandi, annars rigning og mikil úrkoma á sunnanverðu landinu síðdegis. Hiti verður 10 til 20 stig, hlýjast norðaustanlands. Hvöss suðaustanátt suðaustanlands og á Austfjörðum um tíma í kvöld og nótt. Suðlæg eða breytileg átt, 8-13 m/​sek á morgun, en norðvestan 10-18 m/​sek vestantil, hvassast við ströndina. Víða rigning og heldur kólnandi veður.
Á fimmtudag: Norðlæg átt, víða 8-15 m/​s og rigning, en mun hægari vindur og stöku skúrir SA-til á landinu. Hiti 8 til 15 stig, hlýjast SA-lands.
Á föstudag: Norðan og norðaustan 8-15 m/​s, hvassast V-til. Súld eða rigning, en skýjað með köflum og úrkomulítið SV-lands. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast á SV-landi.
Á laugardag og sunnudag: Ákveðin norðanátt með rigningu, en yfirleitt þurrt S-lands. Hiti breytist lítið. Á mánudag: Minnkandi norðanátt og sums staðar skúrir, en rigning NV-lands./////////Þetta veður er okkur óvenjulegt að fá, svona krappa lægð um há sumar!!!Enda frá mínu sjónarhorni ,mjög skrítið svo ekki sé meira sagt,veðurfar í heiminum hefur breist að mínu áliti Fellibyljir meiri og verri og þó svo hlýnun hafi orðið er það ekki áberandi fyrir leikmann,en það er okkur kært að fá veðurspár snemma til að gera ráðstafannir ,alveg sama þó svo þær breytist til hins betra,Veðurstöðvar eru með langtímaspár sem maður þarf að glöggva í en eru ekki algjörlega til að fara eftir en þó gott að lesa!!!En þessi veðrátta eins og hefur verið hér sunnanlands í sumar er ekki góð meira og minna rigning!!!en við vonum að þessu fari að linna!!!/Halli gamli
Lægðirnar hringsóla yfir landinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.11.): 5
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 1046549
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.