9.7.2014 | 15:33
Kjalvegur sagður skelfilegur/Þarna á að verða heils ár vegur upphleyptur ekki spurning!!!
Kjalvegur sagður skelfilegur Innlent | Morgunblaðið | 9.7.2014 | 5:30 Á Kjalvegi. Horft suður frá Innri-Skúta
. Bláfell í Suðri. Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri Teits Jónassonar, segir ástandið á veginum yfir Kjöl nú vera hreint út sagt skelfilegt.Ástandið er í raun hreint út sagt skelfilegt og þá sérstaklega norðanmegin þar sem ekkert mál er að hefla, segir Haraldur Teitsson, framkvæmdastjóri Teits Jónassonar ehf., um ástand vegarins yfir Kjöl.
Verst mun vera leiðin frá Blöndulóni og upp að Seyðisá en ástandið á veginum um Bláfellsháls er hins vegar sagt gott.
Nýbúið er að opna veginn yfir Sprengisand og segir Haraldur fyrirtæki hans þegar hafa sent tvo bíla þar í gegn. Spurður hvort sá vegur sé einnig erfiður yfirferðar kveður Haraldur já við.
Það er mikil drulla í honum og vegurinn er bara vondur eins og alltaf. Það var svo sem alveg vitað að Vegagerðin ætlaði ekki að gera mikið þar en þeir lofuðu hins vegar öllu fögru með Kjöl. Það hefur þó ekki skilað sér sem skyldi.
Mikið álag á tækjabúnað Rútur Teits Jónassonar sem farið hafa um Kjalveg að undanförnu hafa heldur betur fengið að finna fyrir því að sögn Haraldar.
Hafa gúmmífóðringar gefið sig, demparar og fjaðrir brotnað, rúður og dekk sprungið auk þess sem kerra skemmdist nýverið eftir ferðalag um Kjalveg.
Í fyrra var þetta sérstaklega slæmt og tjónið gríðarlegt hjá okkur. Núna er ég bara búinn að skemma eina kerru sem ég veit um. Við sinnum öllu viðhaldi mjög vel og skiptum um allt sem þarf að endurnýja en hlutir sem eiga að duga 80.000 ekna kílómetra rétt lifa sumarið, segir Haraldur.
Tjón á rútum og öðrum tækjabúnaði fyrirtækisins vegna aksturs um hálendisvegi landsins nam um 2,5 milljónum króna í fyrra. Mikið vatnsrennsli við Öskju Rúturnar hjá Mývatn Tours aka frá Mývatni að Öskju, eftir Öskjuleið. Gísli Rafn Jónsson rekur fyrirtækið og segir hann leiðina þokkalega enda fremur stutt síðan hún var hefluð.
Það vantar þó enn tvo kílómetra upp á að hægt sé að komast að bílastæðinu við Öskju fyrir snjó. Að sögn Gísla Rafns er mjög mikið vatnsrennsli á veginum ofan Drekagils.
Þar er þetta fremur háskalegt enda getur getur vatnið sem flæðir eftir veginum verið allt að 40 sentimetrar á dýpt, segir hann.
Styttist í nýtt malarslitlag Svanur G. Bjarnason, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á suðursvæði, segir nú fljótlega standa til að leggja nýtt malarslitlag á þann vegarkafla á Kjalvegi sem liggur frá Blöndulóni og upp að Seyðisá. Það verður borið í veginn að mér skilst fljótlega í sumar.
Það er nýbúið að opna veginn og þá var hann heflaður [sunnanmegin] alveg inn að Hveravöllum, segir Svanur og bætir við að vegurinn muni skána mjög eftir að búið er að bera í hann slitlag.
Ég fór þarna í fyrra og vegurinn er mjög grófur yfirferðar en hann mun lagast mikið þegar búið er að setja þetta yfir hann.///////////Svo mörg voru þau orð um þessa vegi hálendis,þeir nánast ófærir eins og vegir margir á Vestfjörðum og mikið víðar,svo sperrast menn við að tala um háhraðlestir milli R.víkur og Keflavíkur!! fyrir 102 milljarða,svo maður tali nú um margar einbreiðar brýr í vegakerfi okkar,í alvöru talað er þetta hneyksli,vegakerfi okkar sem er að eyðileggjast að flutningatrukkum sem sliga þá þessir vegir eru ekki byggðir fyrir þá als ekki,en er talað um sjóflutninga,en ekkert gerist,sjórinn allt i kringum landið okkar sem er eyland!!!Það er svo að við kaupum dýrar bifreiðir og borgum milla skatta,og gjöld af þeim og eldneytinu sem eiga að fara í vegakerfið okkar,en er stolið i allt annað!!!Það sem við all flest mundum vilja er að næstu 10 ára í að klára vegakerfið það er málið bara að forgangraða,og taka mest keyrðu áfangana fyrst!!og hálendið einnig sem mundi stytta leiðina norður um 50% og er full þörf á því!!Þetta vandamál er mikið og eyðilegging bifreiða eru milljarðar og endingin veri fyrir bragðið,við erum bílaþjóð og það ekki af okkur tekið,og ég veit að vinstri menn eru margir bílfjandsamlegir,en ég hélt að allavega minn flokkur væri það ekki,heyrum við kannski næst að leggja veigi hjólbrautir um alla þessa vegi okkar,og leggja bílunum?? Nei við viljum bót á öllu okkar vegakerfi bæði fyrir okkur og ferðamenn útlenda,fyrr gengur ekki að láta þá aka slysalaust um landið,og hvert slys er dýrt bæði örkuml og og dauði!!!Bjargar hraðlest? því nei,keflavíkurvegur ber þetta vel næstu 10 árin!!!,Þessi stórborgarháttur verður að bíða um sin,ekki spurning,en einhvern tíman kemur að því/Halli gamli
Kjalvegur sagður skelfilegur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.