Af hverju vilja Líeyrisjóðirnir ekki fara í mál við matsfyrirtækin!!!!

04. júl. 2014 - 12:52Vilhjálmur Birgisson

Af hverju vilja Lífeyrissjóðirnir ekki fara í mál við matsfyrirtækin?

Í fréttum undanfarna daga hefur verið fjallað um aðila sem hafa verið að reyna að fá forsvarsmenn íslensku lífeyrissjóðanna til að skoða af alvöru að fara í mál við bandarísku matsfyrirtækin sem gáfu íslensku bönkunum ætíð topp einkunn fyrir hrun. 

Það er gríðarlega mikilvægt að almenningur átti sig á því að matsfyrirtækin sögðu ætíð að fjárfestingar í íslenska bankakerfinu væru mjög traustar. 

Öll vitum við í dag að þetta mat bandarísku matsfyrirtækjanna átti sér svo sannarlega ekki stoð í raunveruleikanum og var byggt á sandi, enda fóru allir bankarnir á hausinn haustið 2008.

Það liggur fyrir að tap íslensku lífeyrissjóðanna vegna falls bankanna þriggja er alls ekki undir 150 milljörðum.

Ég spyr: Bera erlendu matsfyrirtækin enga ábyrgð á að gefa bönkum sem riðu til falls topp einkunn? Hvernig má það vera að íslenskir lífeyrissjóðir ætli ekkert að aðhafast í mögulegri málsókn gagnvart erlendum matsfyrirtækjum? 

  Er ekki skynsamlegt að kanna málið með aðstoð þeirra sem best til þekkja?  Sérstaklega í ljósi þess að slík rannsókn þarf ekki að kosta lífeyrissjóðina eina krónu! 

 

Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna segja að þeir séu búnir að láta íslenska lögfræðinga gera sérfræðingaálit um hvort skynsamlegt sé að höfða mál á hendur matsfyrirtækjunum og þeir hafi komist að þeirri niðurstöðu að svo sé ekki.  Ég óska eftir að fá að sjá það lögfræðiálit sem mælir gegn því að láta á þetta reyna. Að fá íslenska lögfræðiskrifstofu til að fabúlera um líkur á sigri í dómsmáli í New York, þar sem varnarþing allra matsfyrirtækjanna er, er í besta falli barnalegt. 

 Í versta falli að menn hafi eitthvað að fela og séu fyrir löngu búnir að ákveða að fara ekki í mál. Til að komast á þann stað að taka ákvörðun um hvort meiri líkur en minni séu á að hafa sigur í dómsmáli gegn matsfyrirtækjunum þarf að kanna betur t.d. samskipti lífeyrissjóðanna við matsfyrirtækin, samskipti sjóðanna við íslensk stjórnvöld, skoða betur einkunnagjöf matsfyrirtækjanna á íslenskum bönkum á hverjum tíma, fjárfestingastefnur sjóðanna og auðvitað verður að sýna fram á raunverulegt tap vegna eigna sjóðanna á hlutabréfum í bönkunum. 

Þessi rannsókn er sögð kosta 200.000$, sem er alls ekki há upphæð í hinu stóra samhengi.  En það liggur fyrir samkvæmt fréttum að Sigurður Örn Ágústsson hefur boðist til að greiða þessa fjárhæð úr eigin vasa gegn því að bandaríska lögfræðiskrifstofan fái aðgang að umbeðnum gögnum.   Það er einnig mjög mikilvægt að almenningur átti sig á að aðilar erlendis eru byrjaðir að höfða mál á hendur bandarískum matsfyrirtækjum. 

Þrotabú Bear Stearns  höfðuðu mál á hendur matsfyrirtækjunum og fóru fram á 1,2 milljarða dollara í bætur. Ætli þeir hafi spurt íslenska lögmenn ráða áður en þeir ákváðu að leita réttar síns?  Greinilega ekki! 

Menn verða að fyrirgefa mér en þetta skil ég alls ekki, það eru til aðilar sem eru tilbúnir að fjármagna fyrir lífeyrissjóðina rannsókn á því hvort skynsamlegt sé að höfða mál gegn bandarísku matsfyrirtækjunum sem sögðu að íslenska bankakerfið væri mjög traust og það vilja forsvarsmenn lífeyrissjóðanna ekki.

 Hvernig geta forsvarsmenn lífeyrissjóðanna sem bera ábyrgð á tapi sjóðanna uppá 500 milljarða hafnað tilboði um að skoða þeim að kostnaðarlausu málarekstur geng matsfyrirtækjum? 

Hvernig geta forsvarsmenn lífeyrissjóðanna með heildarhalla upp á 664 milljarða hafnað tilboði um að höfða mál á hendur matsfyrirtækjunum þeim að kostnaðarlausu sem hugsanlega myndi geta lagfært þennan gríðarlega halla eitthvað? 

Hafa forsvarsmenn lífeyrissjóðanna engan áhuga á að reyna að lagfæra hjá sér ferilskrána sem verður að segjast eins og er að er þyrnum stráð eftir 500 milljarða tap, með því að gera heiðarlega tilraun til að ná einhverju til baka með málssókn á hendur bandarísku matsfyrirtækjunum.

 Það er einnig rétt að minna forsvarsmenn lífeyrissjóðanna á að þeir hafa skert  lífeyrisréttindi verkafólks, iðnaðarmanna og sjómanna um á bilinu 150 til 200 milljarða frá hruni m.a. vegna þess að erlendu matsfyrirtækin gáfu íslenska bankakerfinu topp einkunn.

Hérna er hugsanlega tækifæri til að ná einhverju af þessu gríðarlega tapi til baka með því að fara í mál við erlendu matsfyrirtækin og það án þess að sá málrekstur kosti lífeyrissjóðina eina krónu! Hvernig má það vera vond hugmynd fyrir lífeyrissjóðina að láta reyna á þetta?

Hverju er að tapa?   Nú býðst  tækifæri til þess að reyna að endurheimta hluta af þeirri fjárhæð án þess að kosta krónu til, eins og áður sagði .

Endurheimtur  vegna málareksturs við erlendu matsfyrirtækin gætu numið allt að einu hátæknisjúkrahúsi! 

  Á þetta vilja forsvarsmenn lífeyrissjóðanna ekki láta á reyna þótt það eigi ekki að kosta sjóðina neitt og því segi ég:  Hér er maðkur í mysu. ///////////////Þetta er eiginlega skuldugt að birta og skoða af hverju ekki er farið í mál sem sennilega kostaði okkur ekkert en gætum vel unnið eftir lögum um svona yfirlýsingar!!!þetta tap lífeyriisjóðana er mjög sárt fyrir okkur lífeyrisþega og í raun snertir þetta alla um ókomna framtíð,það er talað og talað um að hækka lífeyrisaldurinn eða hækka framlagið nema hvortveggja sé,þetta sem Vilhjálmur Birgisson segir er það sem við eigum að gera strax/Halli gamli


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sveinsson

Ef Stjórnendur lífeirissjóðana væru að hugsa um fólkið sem greiðir í þessa sjóði færu þeir í mál en því miður að ég tel að maðkur sé í misuni. Eintómir vesalingar sem stjórna þessum Sjóðum að mínu mati.

Jón Sveinsson, 13.7.2014 kl. 15:01

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Satt segirðu Jón það er það þvi er nú ver og miður,Kveðja

Haraldur Haraldsson, 13.7.2014 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband