Fundað um framhald Skeifunnar Innlent | Morgunblaðið | 14.7.2014 | 5:30 Mikill eldur kom upp í húsnæðinu í Skeifunni... Rúm vika er nú liðin síðan stórbruni varð í Skeifunni og í gær mátti sjá stórvirk vinnutæki rífa niður húsnæðið sem áður hýsti verslun Griffils.
Stór hluti húsnæðisins er gjörónýtur og hefur umræða skapast um uppbyggingu á reitnum.Bent hefur verið á að með nýju aðalskipulagi til ársins 2030 var gefin heimild fyrir byggingu allt að 500 íbúða í Skeifunni.
Hefur Ólöf Örvarsdóttir, sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, sagt að möguleikinn á íbúðabyggð sé vissulega fyrir hendi á svæðinu.
Hrólfur Jónsson, sviðsstjóri framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar, hefur boðað til fundar í dag um framtíð reitsins.
Við byrjuðum að sækja aftur þvott á þriðjudaginn og fengum mörg undrandi andlit þar sem fólk hélt að fyrirtækið væri bara allt farið.
Það er kannski ekkert skrýtið miðað við myndirnar af húsinu, segir Hjördís Guðmundsdóttir hjá Fönn ehf. en húsnæði fyrirtækisins varð fyrir miklu tjóni í brunanum í Skeifunni. Fyrirtækið þvær nú þvott sinn út um allan bæ, og fær meðal annars að nota aðstöðu samkeppnisaðilanna sinna. Við erum að einbeita okkur að fyrirtækjum. Við höfum ekki alveg rúm til þess að taka við einstaklingsþvotti en sum fyrirtækin hafa sum ekki fundið fyrir neinu.
Hjá öðrum hefur þvotturinn aðeins raskast en þau hafa sýnt okkur mikinn skilning. Svo eru kannski einhverjir sem hafa farið annað því þeir vita ekki að við erum enn að störfum. Skrifstofurnar í Skeifunni eru í lagi Starfsemi Fannar er enn stjórnað frá skrifstofum fyrirtækisins í Skeifunni.
Skrifstofan okkar er heil. Tölvukerfið og allt það er í lagi þannig að við erum bara að púsla þessu öllu saman. Þetta gengur tímabundið þar til við finnum út því hvað næsta skref verður. Það er ekki hægt að segja til um það ennþá hvar við verðum.
Aðal viðskiptavinir Fannar þessa stundina eru hótel. Það var unnið alla helgina því túristarnir halda áfram að streyma til landsins og við þurfum að þvo þvottinn frá hótelunum sem við þjónustum, það er stærsti pósturinn okkar.
Við unnum frá 8-22 alla helgina, segir Hjördís og bætir við að langflestir starfsmenn fyrirtækisins eru í vinnu. Það hefur eitthvað raskast en langflestir eru í vinnu. Að vísu ekki í skeifunni heldur á öðrum stöðum.
Hún hvetur einnig þá sem eiga inni þvott hjá fyrirtækinu til þess að hafa samband. Það var eitthvað af fatnaði sem bjargaðist og við erum að reyna að leysa úr því núna, segir Hjördís.
Samþykkt hefur verið að setja á stofn undirbúningshóp, undir stjórn fulltrúa Reykjavíkurborgar, til að skoða uppbyggingu og framtíð lóðanna við Skeifuna 11.
Guðjón Auðunsson, forstjóri fasteignafélagsins Reita, sem á umtalsverðan hlut í lóðunum, segir að félaginu hugnist vel að í Skeifunni rísi þétt blönduð byggð, þ.e. blanda af íbúðarbyggð og verslun.
Næsta skref er hins vegar að bíða eftir endanlegu mati tryggingafélaganna á þeim skemmdum og tjóni sem urðu í stórbrunanum í Skeifunni fyrir rúmri viku.
Reykjavíkurborg boðaði til fundar með eigendum lóðanna um framtíð reitsins í morgun.
Guðjón segir að fulltrúi sinn hafi sótt fundinn fyrir hönd Regins.//////////////Svona er staðan að Reykjavíkurborg er komin með puttann í allt,þessar fullyrðinar að þessu verði öllu breytt er bara fullyrðing sem ekki stenst,öll þessi verslun þarna og verkstæði og fyrirtæki önnur þurfa bilastæði ,svo segir Hjálmar Sveinsson að þetta sé 50% af svæðinu ekki veit ég það en bílastæði þurfa að vera,en þennan bílfjandsamlega kommahátt,en blönduð byggð er í lagi innan um verslanir og skrifstofur,en ekki um verkstæði og hreinsanir og hættuleg efni,als ekki það er eki í lagi að setja svona upp án þess að tala við viðkomandi,eða það heldur maður,að Borgin sé bara okkar allra en ekki bara kommúnista sem vilja hjóla bara og engin bílastæði!!!/Halli gamli
Fundað um framhald Skeifunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.