Í andstöðu við hagsmuni stjórnvalda Innlent | mbl | 15.7.2014 | 19:30 Fari svo að framkvæmd verðtryggingarinnar verði dæmd... Breytingar sem urðu þegar Alþingi samþykkti ný lög um neytendalán í fyrra eru í andstöðu við hagsmuni íslenskra stjórnvalda í dómsmáli sem snýr að framkvæmd verðtryggingarinnar hér á landi.
Málið var flutt fyrir EFTA-dómstólnum í seinasta mánuði og gefur dómstóllinn brátt ráðgefandi álit í því.
Samkvæmt nýju lögunum, sem tóku gildi þann 1. nóvember síðastliðinn, á hinn svokallaði hlutfallslegi kostnaður verðtryggðra lána ekki að miðast lengur við enga, eða núll prósent, verðbólgu.
Þess í stað skal hann miðast við tólf mánaða verðbólgu. Fyrir EFTA-dómstólnum hafa stjórnvöld hins vegar fært fyrir því rök að miða eigi við enga verðbólgu þegar hlutfallstalan er reiknuð út.
Það sé einfaldast. Því mætti í raun segja að stjórnvöld væru í andstöðu við sjálft sig. Á næstu vikum mun EFTA-dómstóllinn gefa ráðgefandi álit í tveimur málum sem snúa að verðtryggingu á íslenskum neytendalánum.
Meðal annars hefur verið tekist á um hvort verðtryggingin gangi í berhögg við tilskipanir Evrópusambandsins, sem hafa verið innleiddar hér á landi, og fari svo að framkvæmd hennar verði dæmd ólögmæt myndu íslenskar lánastofnanir, þá helst Íbúðalánasjóður, verða af hundruðum milljarða króna.
Tekist á um útreikning hlutfallstölunnar Í fyrra málinu eru fimm spurningar lagðar fyrir dómstólinn en í seinna málinu var einni spurningu bætt við. Samsett mynd/​Eggert Þar er spurt hvort lánveitanda sé heimilt á lántökudegi að miða við 0% verðbólgu í lánasamningi þegar heildarlántökukostnaður ásamt árlegri hlutfallstölu kostnaðar er reiknaður út. T
il útskýringar mælir hlutfallstalan heildarkostnað við það að taka lán, þ.e. vexti, lántökugjald, stimpilgjöld og annan kostnað. Tilgangurinn er í raun tvíþættur: Í fyrsta lagi að koma í veg fyrir að kostnaðurinn sé falinn lántakanum og í öðru lagi að gera neytendum kleift að bera saman mismunandi lánamöguleika.
Hér á landi hafa lánastofnanir undanskilið verðtrygginguna og miðað við að verðbólgan sé einfaldlega núll prósent þegar hlutfallstalan er reiknuð út.
Erfitt að segja fyrir um verðlagsþróun Tilskipunin um hlutfallstölu kostnaðar var innleidd í íslensk lög árið 1994. Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Brussel í Belgíu. Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) í Brussel í Belgíu. Tíu árum síðar voru fasteignalán síðan felld undir hana.
Sóknaraðili, sem tók 630 þúsund króna verðtryggt lán hjá Landsbankanum árið 2008, telur að ekki hafi mátt miða við núll prósent verðbólgu við útreikninginn og hafa bæði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og ESA, eftirlitsstofnun EFTA, tekið undir það.
Þau segja að það samrýmist heldur ekki tilskipunum ESB. Íslensk stjórnvöld hafa aftur á móti bent á að þegar hlutfallstalan sé reiknuð út sé mun heppilegra að undanskilja verðbæturnar.
Verðbólga hafi verið þrálát í íslenskri hagsögu og þess vegna sé erfitt að spá því hver verðlagsþróunin verður. Það sé því einfaldast, í stað þess að giska út í loftið hver verðbólgan verður, að miða hana við núll prósent.
Það er að minnsta kosti ljóst að það mun hafa afdrifaríkar afleiðingar í för með sér ef EFTA-dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að ekki megi undanskilja verðbætur við útreikning hlutfallstölunnar.
Enda er talið að yfir 90% af verðtryggðum lánasamningnum hér á landi séu með skilmálum um 0% verðbólgu. Á ákveðna útgönguleið Þeir lögmenn sem mbl.is ræddi við telja að niðurstaða EFTA-dómstólsins hvað þessa spurningu varðar verði afdráttarlaus, þ.e. annað hvort já eða nei.
Ef dómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt sé að miða við enga verðbólgu við útreikning hlutfallstölunnar verður Hæstiréttur Íslands að taka afstöðu til málsins á grundvelli gömlu laganna um neytendalán, nánar tiltekið 14. greinar laga nr. 121 frá árinu 1994.
Samkvæmt fyrstu málsgrein 14. greinar er lánveitanda óhemilt að krefja neytanda um greiðslu vaxta eða annars lántökukostnaðar ef þeir eru ekki tilgreindir í lánasamningi.
Ef Hæstiréttur tekur afstöðu samkvæmt þeirri málsgrein er ljóst að öll verðtryggð neytendalán sem kveða á um enga verðbólgu verða dæmd ólögmæt.
Viðmælendur mbl.is benda hins vegar á að Hæstiréttir eigi ákveðna útgönguleið. Það er ef hann horfir til þriðju málsgreinar 14. greinar.
Hún segir að ákvæði fyrstu málsgreinar gildi ekki ef lánveitandi geti sannað að neytanda hafi mátt vera ljóst hver lántökukostnaðuirnn átti að vera.
Hæstiréttur getur vísað til þessarar málsgreinar - það er einn möguleiki í stöðunni.//////////Við lántakendur eigum þetta inni ,ekki spurning alla vega 50% ekki mynna,en ef þetta verður dæmt svo, af EFTA eru við hörð á því að fá þetta,sem sitjum upp með þrefalt hærra stofnfé en ætti að vera,alavega mikið af því,Bankarnir keyptu þessi lán á tombóluvirði ,þeir eiga að skila okkur því ekki spurning!!þetta liggur á mönnum eins og mara og við erum als ekki ósanngjörn að vilja,fá eitthvað til baka,og við munum ekki gefa það eftir dæmist þetta svo sem á að vera,samkvæmt lögum EFTA!!!(Halli gamli
Í andstöðu við hagsmuni stjórnvalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.