17.7.2014 | 22:44
Staðfest að vélin var skotin niður:Það er voðalegt að svona komið fyrir,þetta er stríðssvæði!!!!
Staðfest að vélin var skotin niður Erlent | AFP | 17.7.2014 | 21:29 Bandarískir embættismenn sögðu í kvöld að upplýsingar leyniþjónustu Bandaríkjanna staðfesti það sem áður hafði ekki verið staðfest, að farþegaþotu Malaysian Airlines, flug MH17, var grandað með flugskeyti sem skotið var á loft frá jörðu niðri. Sömu upplýsingar gátu ekki staðfest hver var að verki.
Ráðgjafi úkraínska innanríkisráðherrans sagði í dag að farþegavélin hefði verið skotin niður af aðskilnaðarsinnum með flugskeyti, svokölluðu BUK-skeyti.
Bandarískir embættismenn sögðu í kvöld að með slíkum skeytum væri hægt að skjóta niður flugvélar í 30 þúsund feta hæð, þ.e. hæðinni sem malasíska farþegaþotan var í þegar hún hvarf af ratsjá. Þá er einnig ljóst að bæði Úkraínumenn og Rússar hafa yfir BUk-skeytum að ráða.
Leyniþjónustumenn eru enn að afla gagna og ráða í gögn sem eiga að geta gefið betur til kynna hvort það hafi verið aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum, Rússar sjálfir eða hersveit Úkraínu sem ber ábyrgðina á hrapi MH17. Um borð voru 280 farþegar og 15 manna áhöfn og eru allir taldir af.
Vélin sem var að gerðinni Boeing 777-200 var á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur þegar hún hrapaði í austurhluta Úkraínu. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun fjalla um hrap MH17 á fundi sínum síðdegis á morgun. Þá hefur verið gefið út þjóðerni 233 farþega.
Af þeim voru 154 farþegar hollenskir, 27 ástralskir, 23 malasískir, sex breskir, ellefu indónesískir, fjórir belgískir, fjórir þýskir, þrír frá Filippseyjum og einn frá Kanada. Enn á eftir að gefa út þjóðerni 47 farþega.
Farþegavélin skotin niður fyrir mistök? Eins og greint var frá á mbl.is fyrr í kvöld birti úkraínski herinn upptöku af því sem hann segir sönnun þess að rússneski herinn hafi fyrirskipað árás á malasísku farþegavélina. Nú hefur upptakan verið þýdd yfir á ensku og má sjá hana hér að neðan: Skýrt kemur fram á upptökunni að farþegaþotan var skotin niður fyrir slysni.
Aðskilnaðarsinnar hliðhollir Rússum hafi ætlað að skjóta niður úkraínska herflugvél en ekki áttað sig á því að um Boeing 777-200 farþegaþotu var að ræða. Þeir virðast undrandi á því að farþegaþota hafi yfirleitt verið flogið á þessum slóðum.
Vita menn ekki að það er stríð í gangi? spyrja þeir. Upptakan rímar einnig ágætlega við það sem kom fram í frétt mbl.is fyrr í dag um yfirlýsingu aðskilnaðarsinna sem birt var klukkutíma áður en fregnir bárust af hrapi malasísku farþegaþotunnar.
Í þeirri yfirlýsingu var greint frá því að þeir hefðu skotið niður Antonov An-26 herflugvél. Frekari staðfesting á því hver skaut niður MH17 liggur hins vegar ekki enn fyrir.//////////////////Þetta er svo sorglegt að manni hrís hugur við,Blessað fólkið og aðstandendur þess!!!þessa vegna er heimurinn að hugsa hvar er maður óhultur,allavega slær þetta okkur öll,hvar sem við eru,og finnum til með þessu blessaða fólki,nú er eftir að komst betur hvað, og hver þetta gerði og tekið á málum,vonandi með festu!!! En samt sem áður er verið að slátra Aröbum í massa vís og það gera Ísraelar og engin gerir neitt/Halli gamli
Staðfest að vélin var skotin niður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.