Krefjumst frjálsrar Palestínu Innlent | mbl.is | 23.7.2014 | 17:49 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hélt ræðu á Útifundi á... Við krefjumst alþjóðlegrar verndar fyrir Palestínumenn.
Við krefjumst þess að herkvíin um Gaza verði rofin. Við krefjumst frjálsrar Palestínu. Svona lauk ræðu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra á útifundi á Ingólfstorgi í dag undir fyrirsögninni: Stöðvið blóðbaðið tafarlaust.
Dagur fór yfir ástandið sem ríkir nú á Gaza og benti á að Sameinuðu þjóðirnar teldu mikinn meirihluta þeirra sem látið hafa lífið á Gaza óbreytta borgara.
Sameinuðu þjóðirnar ráku áður grunnskóla í miðborg Gaza. Þar fengu palestínskir strákar og stelpur menntun sína. Skólinn var griðastaður þegar ófriðurinn hófst, fyrir flóttamenn sem höfðu misst heimili sín. Fjölmenni var útifundinum.
Fjölmenni var útifundinum. mbl.is/Áârni Sæberg Í fyrradag rigndi yfir hann sprengjum - og aftur í gær. Þar er enginn lengur, sagði Dagur og bætti við að einnig hefði verið ráðist á þrjú sjúkrahús í borginni. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin gaf út í gær að ekki færri en átján sjúkrastofnanir hefðu verið eyðilagðar frá upphafi átakanna.
Vitnaði í bréf norska læknisins Einnig vitnaði Dagur í orð norska læknisins Mads Gilberts, sem starfað hefur á Al-Shifa-sjúkrahúsinu í átökunum. Bréf sem Gilbert skrifaði hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. Í bréfinu lýsir hann ástandinu sem ríkir á svæðinu.
Lýsingar hans á aðstæðunum og þrautseigju samstarfsfólksins eru ótrúlegar og átakanlegar. Þegar vararafstöðvar hökta á skurðstofum spítalans lýsir Mads því að samstarfsfólk hans taki upp símana til að lýsa sár og sjúklinga sem eru í miðjum bráðaaðgerðum, sagði Dagur.
Fyrsta krafan að blóðbaðinu linni Árásir á almenna borgara eru illvirki.
Það er eðlilegt að krefjast þess að þeir sem bera ábyrgð á illvirkjum verði sóttir til saka. Og það á að vera okkar krafa. Við eigum ekki að þurfa að bíða eftir dómi sögunnar.
Það þarf óháða alþjóðlega rannsókn á hugsanlegum stríðsglæpum á Gaza. Núna. Og það á að vera okkar krafa. En fyrsta krafan er sú að blóðbaðinu linni.
Ísraelsher leggi niður vopn.
Hamas leggi niður vopn.
Við fordæmum þá atburði sem nú eiga sér stað, við fordæmum þau illvirki sem nú eiga sér stað, við hvetjum íslensk stjórnvöld til að beita öllum tiltækum ráðum til að endi verði bundinn á blóðbaðið tafarlaust og að umsátrinu um Gaza verði aflétt.//////////////////Þetta er málið að mótmæla friðsamlega,hvar í flokki sem menn eru!!Þetta er viðbjóður sem við sjáum í fréttum daglega!!Þetta verður að stöðva,strax annars eyða þeir þessu saklausa fólki umvörpum,Hamars er erfitt að eiga við þar eru heittrúa arabar,sem erfitt er að stöðva en Heittrúa Ísraelar mega allt??en málið er að Bandaríkjamenn eru þarna hlyntir Ísraelum ekki spurning,og þessa vegna er þetta svona,og við verðum að segja þeim það//Halli gamli
Krefjumst frjálsrar Palestínu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.