Krefjast svara vegna biðlista eftir húsnæði//Þetta er forgangmál að mínu mati!!!

Mynd 681985
Krefjast svara vegna biðlista eftir húsnæði Innlent | mbl.is | 24.7.2014 | 11:34 Mynd 681985 Stærstu sveitarfélög landsins hafa verið krafin svara í bréfi frá velferðarráðuneytinu um stöðu biðlista eftir félagslegu húsnæði og hvort sveitarfélögin séu að fullnægja lögboðnu hlutverki sínu.
 
Í bréf­inu ósk­ar ráðuneytið eft­ir upp­lýs­ing­um frá sveit­ar­fé­lög­un­um fyr­ir 8. ág­úst næst­kom­andi og vill fá skýr svör um hversu biðlist­ar eft­ir fé­lags­legu hús­næði séu lang­ir hjá sveit­ar­fé­lag­inu og hvort verið sé að full­nægja lög­boðnu hlut­verki þess sam­kvæmt lög­um um fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­laga, nr. 40/​1991. Þetta kem­ur fram í frétt á vef vel­ferðarráðuneyt­is­ins.
 
Í því sam­hengi vill ráðuneytið fá að vita hver sé heild­ar­fjöldi um­sókna um fé­lags­legt leigu­hús­næði sem barst ann­ars veg­ar á síðasta ári og hins veg­ar fyrstu sex mánuði þessa árs.
 
Þá vill ráðuneytið fá svör um hversu mörg­um um­sókn­um var hafnað á þess­um tveim­ur tíma­bil­um, hversu mörg­um fé­lags­leg­um leigu­íbúðum var út­hlutað hjá hverju sveit­ar­fé­lagi um sig á þess­um tíma­bil­um og hver fjöldi ein­stak­linga og/​eða fjöl­skyldna á biðlista eft­ir fé­lags­legu hús­næði hafi verið 30. júní 2014.
 
Ráðuneytið vill enn frem­ur að sveit­ar­fé­lög­in upp­lýsi um fjölda ein­stak­linga og fjöl­skyldna sem þáði sér­stak­ar húsa­leigu­bæt­ur hjá þeim, hver fjöldi fé­lags­legra leigu­íbúða í út­leigu hafi verið 30. júní 2014 og loks spyr ráðuneytið hvort sveit­ar­fé­lög­in hafi uppi áætlan­ir um fram­boð á hús­næði og aðrar úr­lausn­ir í hús­næðismál­um þeirra sem ekki geta leyst þau sjálf, sbr. 45. og 46. gr. laga um fé­lagsþjón­ustu sveit­ar­fé­laga.
 
Vel­ferðarráðuneytið tel­ur brýnt að fá skýr svör við þess­um spurn­ing­um enda um mikið hags­muna­mál að ræða sem varpa þarf ljósi á.
 
Eins og áður sagði hafa sveit­ar­fé­lög­in frest til 8. ág­úst til að svara bréf­inu.////////////////Þetta er nauðsin að fá á hreint,og verður að gerast,algjört forgansmál þetta ,húsnæðisleisið er algjört fyrir fjölda fólks ,sem ekki hafur efni á þessum dýra leigumarkaði eða sölu sem fer upp úr öllu valdi!!!þessu verður að breyta sem fyrst,ekki spurning!!!/Halli gamli

mbl.is Krefjast svara vegna biðlista eftir húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 1046584

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband