Með hjólastólahúmor að vopni/Blesssuni vill komast meira ,og við styrkjum hana!!!


Jóna Kristín Erlendsdóttir
Með hjólastólahúmor að vopni Innlent | mbl | 24.7.2014 | 20:30 Jóna Kristín Erlendsdóttir „Þetta myndi auka ferðafrelsið til muna.
 
Núna kemst ég eiginlega ekki neitt án þess að vera með hjálp,“ segir Jóna Kristín Erlendsdóttir, sem lamaðist fyrir neðan brjóstkassa þegar hún var skiptinemi í Perú í nóvember.
 
Nú safnar hún fyrir auka hjóli á hjólastólinn til þess að geta stundað hreyfingu.Jóna er nú að safna fyr­ir auka hjóli á hjóla­stól­inn sinn til þess að hún geti stundað meiri hreyf­ingu og úti­vist og stefna nokkr­ir vin­ir henn­ar á að hlaupa fyr­ir mál­efnið í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu.
 
Átti að geta hreyft fæt­urna eft­ir aðgerð Jóna Krist­ín fór í skipti­nám til Perú í ág­ust á síðasta ári þar sem hún hafði hugsað sér að eyða níu mánuðum.
 
Í nóv­em­ber fór Jóna hins veg­ar að finna fyr­ir verk í bak­inu sem ágerðist á næstu tveim­ur vik­um. Hún fékk lyf hjá lækni sem taldi hana vera með vírus en þegar hún var far­in að missa all­an mátt í fót­leggj­un­um var hún drif­in á sjúkra­hús í snatri.
 
Í ljós kom að Jóna var með blöðrur á mæn­unni og lítið æxli og lækn­ar til­kynntu henni að það yrði að skera hana upp, ell­egar myndi hún lam­ast að ei­lífu.
 
Aðgerðin heppnaðist vel og eyddi Jóna 15 dög­um á spít­al­an­um í Perú áður en hún varð fær um að ferðast heim til Íslands. Jóna Kristín safnar fyrir nýju hjóli á hjólastólinn sinn.
 
Jóna Krist­ín safn­ar fyr­ir nýju hjóli á hjóla­stól­inn sinn. Mynd/​Jóna Krist­ín For­eldr­ar henn­ar komu til henn­ar tveim­ur dög­um eft­ir aðgerðina og studdu hana eft­ir bestu getu.
 
Jónu hafði verið sagt að hún ætti að vera fær um að hreyfa fæt­urna stuttu eft­ir aðgerðina en svo reynd­ist ekki vera. Jóna er nú í hjóla­stól og seg­ir hún ljóst að hún eigi lík­lega eft­ir að vera í stóln­um það sem eft­ir er.
 
Óþægi­legt að þurfa að treysta á aðra „Það er óþægi­legt fyr­ir mig að þurfa alltaf að treysta á aðra og jafn­framt er það leiðin­legt fyr­ir þá að þurfa að skipu­leggja sig í kring­um mig.
 
Ef mig lang­ar að fara í Spöng­ina neyðist mamma til þess að fara með mig þegar það var ekk­ert endi­lega það sem hún ætlaði að eyða næsta klukku­tím­an­um í,“ seg­ir Jóna. Jóna býr í Grafar­vog­in­um og seg­ir brekk­urn­ar þar gera henni erfitt fyr­ir.
 
jóna hefur vakið athygli fyrir bloggið sitt þar sem hún tekst á við aðstæðurnar með ... jóna hef­ur vakið at­hygli fyr­ir bloggið sitt þar sem hún tekst á við aðstæðurn­ar með húm­or að vopni. Mynd/​Jóna Krist­ín „Besta vin­kona mín býr til dæm­is tveim­ur göt­um fyr­ir ofan mig en ég kemst ekk­ert til henn­ar út af brekk­un­um.
 
“ Hjólið sem Jóna er nú að safna fyr­ir myndi hins veg­ar breyta stöðunni. „Þetta er bara auka­hjól sem þú fest­ir á stól­inn og myndi auðvelda mér lífið til muna.“
 
Helst seg­ist hún vilja hjól með raf­magns­mótor. Hjálp­ar að skrifa bloggið „Þegar þú ert að labba tek­ur þú ör­ugg­lega ekki eft­ir smá halla en á hjóla­stól mun­ar um hverja ein­ustu gráðu. Þá eru kant­arn­ir á gang­braut­um oft þannig að ég kemst ein­fald­lega ekki upp og þarfn­ast hjálp­ar.
 
Ef ég hefði hjólið kæm­ist ég út að hreyfa mig - það er fal­legt út­sýni í Grafar­vog­in­um og ég gæti notið þess,“ seg­ir hún. Jóna hef­ur vakið at­hygli fyr­ir op­in­skátt blogg þar sem hún tekst á við nýj­ar aðstæður með já­kvæðni og húm­or að vopni.
 
Á meðal pistla er list­inn „Hjóla­stóla­húm­or“ þar sem hún til­tek­ur kosti þess að vera í hjóla­stól. „Öðrum líður vel í kring­um mig, því ég lít upp til þeirra,“ seg­ir hún þar í gríni. Jóna seg­ir að vissu­lega komi þó dag­ar þar sem hún reiðist og fari í fýlu.
 
„Ég reyni samt alltaf bara að drífa mig fram úr og ég held að það hafi hjálpað mér mikið að skrifa bloggið.
 
Vin­ir mín­ir og fjöl­skylda hafa verið frá­bær og hjálpað mér hell­ing. Það er alltaf ein­hver sem ég get talað við og það er al­veg ótrú­lega mik­il­vægt.“ „Þetta er bara end­ur­fæðing.
 
Maður þarf að læra allt upp á nýtt. Mér finnst ég kom­in langt í ferl­inu en ég held að ég sé bara hálfnuð,“ seg­ir hún.
 
Einka­lífið horfið Erfiðast seg­ir hún að upp­lifa skerðing­una á sjálf­stæði. „Fyrst gat ég ekki sest upp í rúm­inu en allt svo­leiðis er þó að koma.
 
Ég þurfti alltaf að hafa ein­hvern í kring­um mig ef ég skyldi detta fram úr en nú get ég orðið fært mig í og úr rúm­inu. Fyrst hugsaði ég bara „Vá! ég á ekk­ert einka­líf leng­ur.“ Það voru hjúkk­ur ofan í öllu og ég þurfti hjálp við að baða mig.
 
Að vissu leyti er það ennþá þannig og ég þarf hjálp við marga hluti en að vera einn heima og líða óþægi­lega yfir því að eitt­hvað gæti gerst er mjög erfið til­finn­ing.
 
“ Lang­ar að fara í maraþonið á næsta ári Ef Jóna fengi hjólið ætti hún kost á að stunda frek­ari hreyf­ingu. „Ef ég fengi hjólið gæti ég til dæm­is farið í hlaup eða í hjóla­stóla-kapp­akst­ur, ég þekki eina stelpu í því,“ seg­ir hún og bæt­ir við að einnig sé í boði að fara í körfu- eða hand­bolta, þó hópíþrótt­ir séu ekki beint henn­ar te­bolli.
 
„Núna er ein­hver að safna fyr­ir mig og það er al­veg ótrú­lega fal­legt að gera.
 
Mig lang­ar endi­lega að gera það sama fyr­ir ein­hvern ann­an á næsta ári og það myndi hjálpa mér al­veg ótrú­lega að gera það með svona hjóli,“ seg­ir hún./////////////////Já það á margur bágt, og við Íslendingar höfum verið dugleg að hjálpa i svona tilfellum,og þurfum þessa,einfaldlega Tryggingar  borga þarna lítið,og að af því er skömm!!svona sterku og viljaföstum ungum stúlkum sem slasast,en Ríkið okkar bætir ekki ,verðum við að hjálpa til endilega,Og við gerum það!!!!/Halli gamli
:

mbl.is Með hjólastólahúmor að vopni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband