Geri ekki sömu mistök og Tékkar Innlent | Morgunblaðið | 26.7.2014 | 9:02 Ýmsir eigendur íbúðahótelahafa áhyggjur af hugsanlegri... Jökull Tómasson, eigandi K Apartments, er með 57 íbúðir í útleigu í miðbæ Reykjavíkur.
Hann segir flest íbúðahótelin greiða 20-27% þóknun af söluverði gistingar til bókunarsíðna á borð við Booking og Expedia.
Til viðbótar greiðum við ýmis gjöld, þar með talinn 7% virðisaukaskatt og gistináttagjald, svo er náttúrlega starfsmannakostnaður og viðhald.
Spurður um meðalnýtingu hjá íbúðahótelum tekur Jökull bókanir hjá K Apartments í fyrra sem dæmi. Meðalnýtingin árið 2013 var 70% yfir árið og 80-87% yfir sumarið.
Minnsta nýtingin var í janúar, eða um 58%. Meðalverð á gistingu hjá K Apartments var 97 evrur í fyrra, eða um 15.200 krónur.
Meðalverðið 23 þúsund Meðalverðið í júní til ágúst 2013 var 150 evrur, eða 23.000 krónur, eða 18.400 til 20.010 krónur, eftir því hvort nýtingin er 80% eða 87%. Meðalnýtingin hjá K Apartments er yfirfærð á verð á gistingu hjá nokkrum fyrirtækjum hér til hliðar.
Fram hefur komið í umfjöllun Morgunblaðsins og mbl.is um hótelgeirann á síðustu dögum, að ýmsir eigendur íbúðahótela hafi áhyggjur af hugsanlegri offjölgun á gistirými í Reykjavík vegna fyrirhugaðra hótela og mikils fjölda leiguíbúða.
Spurður út í þessi sjónarmið segir Jökull mikilvægt að hér verði ekki gerð sömu mistök og voru gerð í Prag á síðasta áratug.
Borgin hafi komist í tísku sem áfangastaður og heimamenn brugðist við aukinni eftirspurn með mikilli fjölgun gististaða. Offramboð myndaðist í Prag Afleiðingin var sú að offramboð myndaðist þannig að meðalverð á gistingu lækkaði úr 200 evrum í um 40 evrur á nóttina.
Hefur verðið ekki jafnað sig með tímanum. Með þetta í huga telur Jökull brýnt að stuðlað verði að fjölgun flugferða til Íslands á verði sem sé viðráðanlegt fyrir hinn dæmigerða ferðamann.
Jökull telur hættu á að ella geti orðið mikil verðlækkun á hótelmarkaði, einkum yfir veturinn.
Máli sínu til stuðnings bendir hann á að greiningardeildir Bookings og Expedia, þar sem um 6.000 manns starfa, hafi veitt því athygli sl. vor að færri bókanir höfðu þá borist í hótel og íbúðir á Íslandi en árið áður. Ein af ástæðum var talin hækkandi verð fyrir gistingu á Íslandi.
Að mati Jökuls sýnir það að Ísland megi ekki verðleggja sig út af markaðnum. Bókunun hafi síðan fjölgað með tilkomu Easy Jet. Það á mikinn þátt í að bókunum tók svo að fjölga að Easy Jet hefur staðið sig vel í því að lækka verð.
Það þarf að lækka verð frekar til að lokka hinn dæmigerða ferðamann til landsins. Það er ekki að ganga upp þetta plott, að allir fái mikið í sinn hlut, flugfélög og hótel. Þetta er ekki eins ábatasamt og margir virðast álíta.
Þarf fleiri til að fylla rýmið Breska flugfélagið Flybe er byrjað að fljúga til Íslands frá Birmingham. Það flugfélag þarf að byrja að fjölga ferðunum til að markaðurinn stækki inn í allt þetta hótelrými sem er verið að búa til.
Fjölgun ferðamanna getur ekki orðið með Norrænu. Þeir geta bara komið í flugi. Því þurfum við að fá inn ný flugfélög eða opna frekar inn á Ameríkumarkað til að dæmið gangi upp. Easy Jet er nú orðið stærra á íslenska markaðnum og með fleiri farþega en Wow air. Samt eru félögin tvö saman með aðeins 20% af heildarmarkaðnum.
Icelandair er með afganginn. Er því ljóst að einhverjir munu tapa sem koma inn á markaðinn? Já, það verður bakslag eins og hefur orðið í borgum þar sem fjölgun gististaða er of ör, sérstaklega ef verðið á leigunni [sem leiguhótelin þurfa að borga fasteignaeigendum] hækkar mikið.
Svo jafnast það vonandi út. Prag hefur til dæmis aldrei jafnað sig. Hagkerfið þar í borg er svipað og á Íslandi á þann átt að Tékkland er tiltölulega nýlega komið með sjálfstæði.
Athafnamenn í Prag eiga stundum erfitt með að hafa hemil á sér, eins og við Íslendingar stundum. Verður 6-10% af markaðnum Jökull telur aðspurður ekki raunhæft að sterkefnuðum ferðamönnum á Íslandi muni fjölga hratt næstu ár.
Fjölgun ferðamanna hér á landi hefur verið ævintýraleg síðustu ár og er gert ráð fyrir að fjöldi þeirra í ár hafi nær tvöfaldast frá árinu 2010.
Þetta hefur kallað á mikla uppbyggingu í hótel- og gistibransanum og sjá má fjölmörg ný hótel spretta upp, sérstaklega í kringum miðbæ Reykjavíkur. Ekki eru þó allir sammála um ágæti þessarar hröðu uppbyggingar og hefur verið talað um bólumyndun og offjölgun, eins og komið hefur fram á síðustu dögum í umfjöllun blaðsins.
Hafa meðal annars nokkrir eigendur gistiþjónustu lýst yfir áhyggjum að á næstu árum kunni að koma til verðlækkunar vegna mikillar uppbyggingar hótela og fjölgunar íbúða í leigu til ferðamanna.
Loðdýr og myndbandaleigur Íslendingar þekkja ágætlega til þess þegar allt fer af stað í ákveðinni grein og margir hlaupa til og stofna þar fyrirtæki. mbl.is/Ó​mar Ekki þarf að horfa lengra en til síldveiða, loðdýraræktar og myndbandaleiga til að sjá hversu heill iðnaður getur verið fallvaltur.
Þegar uppgangurinn er jafn mikill og raun ber vitni í ferðaþjónustu er því eðlilegt að spyrja sig hvort farið sé of hratt og of mikil bjartsýni ríki.
Morgunblaðið ræddi við starfsmann eins viðskiptabankanna sem þekkir vel til fyrirtækjaútlána. Hann vill aðeins koma fram undir nafnleynd, en telur að huga þurfi að ákveðnum varúðarljósum.
Segir hann að þrátt fyrir að vel gangi í dag og að útlitið sé bjart þurfi líka að skoða hvað gerist ef bakslag komi í greinina. Bendir hann á að innan bankageirans séu nú miklar væntingar til ferðaþjónustu og þá sérstaklega hóteluppbyggingar.
Bankarnir liggja á töluverðu fé og eru með hátt eiginfjárhlutfall. Því séu þeir opnir fyrir verkefnum sem líti vel út. Bjartsýni í spánum Þegar verkefni eru metin segir hann að gerð sé greining þar sem bestu og verstu aðstæður séu metnar.
Í dag spái greiningardeildir því að farþegum muni fjölga á komandi árum og því sé mjög sterkt að gera ráð fyrir góðri fjölgun áfram í öllum útreikningum.
Segir hann að oft og tíðum sé versta sviðsmyndin óbreytt ástand, en ekki sé horft til þess ef farþegum muni fækka. Íslendingar þekkja vel þegar hlutir breytast hratt og nærtækasta dæmið er auðvitað ef kæmi til eldgoss sem gæti takmarkað mikið ferðaþjónustu yfir háannatíma.
Hann segir að miðað við hversu hátt boginn sé spenntur gæti komið til þess að bankarnir muni horfa til breytinga á lánum á næstu fimm árum, ef vöxturinn haldi ekki áfram á því góða skriði sem hann hefur verið.
Það gæti allt gengið upp, en hvað ef það gerist ekki? segir hann. Síðustu ár hafa Íslendingar getað búið við nokkuð stöðugt gengi krónunnar í skjóli hafta, en hann spyr hvað gerist ef krónan fari að styrkjast, eins og margir væntanlega vonist til.
Ef til þess kemur sé ljóst að ferðalög hingað verði ekki jafn hagstæð fyrir ferðamenn og áður og eins og sýnt hafi sig erlendis geti straumur ferðamanna breyst snögglega eftir verðlagi og tískustraumum. Hvort er líka betra fyrir Ísland, styrking krónunnar eða fleiri ferðamenn? spyr hann og bendir á að ferðaþjónustan sé oft og tíðum láglaunastétt.
Erfitt sé að halda svipuðum vexti og hefur verið hér síðustu ár ef krónan fer að styrkjast mikið og Ísland komi ekki lengur upp sem áhugaverður staður og viðráðanlegur í verði. Miða við spár um fjölgun Þegar kemur að stórum útlánaklösum eins og ferðaþjónustu hafa viðskiptabankarnir venjulega gert eigin greiningu og sett upp fjölda sviðsmynda.
Við vinnslu fréttarinnar var haft samband við bankana og þeir spurðir út í áhættumat og við hvaða spár sé stuðst þegar kemur að ferðamannafjölda. Arion banki svaraði ekki, en svör hinna voru keimlík. Horft er til þess mats sem greiningardeildir hafa gert, auk þess sem miðað er við spár um fjölgun ferðamanna á heimsvísu, sem er nokkuð undir spánni hér á landi. Ekki er horft á hótel sem sérstaka áhættufjárfestingu, heldur er áhættustuðull svipaður og með almennar fasteignir.
Markaðurinn fyrir efnaða ferðamenn mun eitthvað vaxa en verður hins vegar alltaf í hlutfalli við það sem þekkist erlendis. Þar er þessi hópur 6-10% af heildarmarkaðnum.
Mesta fjölgunin verður í ferðamönnum sem hafa aldrei haft ráð á því að koma til Íslands vegna þess að það var of dýrt, en hafa haft ráð á því eftir hrun, segir Jökull sem telur ferðaþjónustuna á mörkum þess að geta vaxið frekar, vegna hækkandi verðs á gistingu. Það má ekki gleyma því að við erum í samkeppni við aðrar borgir.
Ferðamaður í til dæmis Bretlandi þarf að velja Ísland. En ef íbúð á Íslandi, eða hótelherbergi, kostar 200 evrur í dag, en 120 evrur 2010 eða 2011 og 2012, þá verðleggjum við okkur út úr stóra markaðnum. Þá velur fólk að fara annað.
Bretinn getur til dæmis farið með fjölskylduna til Grikklands í viku fyrir 800 pund en komið til Íslands og borgað 3.000 pund. Þannig að ég held að fjölgunin muni ekki halda áfram nema verð á gistingu og flugi verði áfram samkeppnishæft.
Ég held að það muni koma verðfall á markaðnum þegar öll þessi hótel koma á markaðinn næsta sumar. Því held ég að við ættum að skoða vel það sem kom fyrir í Prag.
Það sama gæti komið fyrir okkur. Eigendur íbúðahótela þurfa allir orðið að greiða mjög háa húsaleigu og verða því að geta selt nóttina á 200 evrur.
Mikill fjöldi hótela er að koma á markaðinn og það ásamt miklum fjölda leiguíbúða sem einstaklingar eiga mun að óbreyttu leiða til verðhruns.
Verðið gæti því lækkað niður í 120, 99 evrur. Við félagar mínir í bransanum undirbúum okkur undir verðlækkun.
Það er ekki hægt að tvöfalda framboð á gistingu í Reykjavík á meðan flugið er ekki að tvöfaldast, segir Jökull og nefnir hvernig dæmigerð húsaleiga fyrir meðalstórt hótelherbergi í miðborginni hafi hækkað úr 90-100 þúsund krónum árið 2011 í allt að 260 þúsund krónur nú.
Eigendur fasteigna vilji stóra sneið af kökunni./////////////Svona lestur er þarfur mjög,þessi fjölgun gistiríma er víðsjálfverður og verður að hafa þarna,einhvern stoppara!!svona bólumyndannir eru okkur ekki til góðs ,og við eigum að vita það, samkeppni er góð ,en hún getur farið úr böndum , þá er voðinn vís,hér áðu var þetta með Refinn og svo Minkinn og mikið fleira!! en við skulum strax skoða og stoppa við og sjá þessa vöntun á Gistirími í vetur,bara hægja á ekki svona bratt í þetta,að bankar skulu lána í þetta ómælt svo vantar íburðarhúsnæði í stórum stíl,þetta á að vera hverjum manni ljóst að þetta gengur ekki og Hótel geta ekki keppt við fólk sem leigir úr sitt ef allt ef löglegt,það mun verða ódýrara,og margur vill gista þannig!!Svo er það einnig stórt mal fyrir okkur hvort þessi mikla ferðamennska sé ekki orðin um of á sumrum,en heldur fá fólk hingað um vor vetur og haust,það er stórt mál að gera og gott,en eftir þetta sumar verður þetta rætt meira vonandi/Halli gamli
Geri ekki sömu mistök og Tékkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.