Hvað gerist ef bakslag kemur?/það er vaðið á súðum eins og sagt er,en ekki hugað af afleiðigum!!!


Kátir ferðamenn í miðbænum.
Hvað gerist ef bakslag kemur? Viðskipti | mbl | 26.7.2014 | 14:37 Kátir ferðamenn í miðbænum. Fjölgun ferðamanna hér á landi hefur verið ævintýraleg síðustu ár og er gert ráð fyrir að fjöldi þeirra í ár hafi nær tvöfaldast frá árinu 2010.
 
Þetta hefur kallað á mikla uppbyggingu í hótel- og gistibransanum og sjá má fjölmörg ný hótel spretta upp, sérstaklega í kringum miðbæ Reykjavíkur.
 
Ekki eru þó all­ir sam­mála um ágæti þess­ar­ar hröðu upp­bygg­ing­ar og hef­ur verið talað um bólu­mynd­un og offjölg­un, eins og komið hef­ur fram á síðustu dög­um í um­fjöll­un blaðsins.
 
Hafa meðal ann­ars nokkr­ir eig­end­ur gistiþjón­ustu lýst yfir áhyggj­um að á næstu árum kunni að koma til verðlækk­un­ar vegna mik­ill­ar upp­bygg­ing­ar hót­ela og fjölg­un­ar íbúða í leigu til ferðamanna.
 
Loðdýr og mynd­banda­leig­ur Íslend­ing­ar þekkja ágæt­lega til þess þegar allt fer af stað í ákveðinni grein og marg­ir hlaupa til og stofna þar fyr­ir­tæki. mbl.is/Ó​mar Ekki þarf að horfa lengra en til síld­veiða, loðdýra­rækt­ar og mynd­banda­leiga til að sjá hversu heill iðnaður get­ur verið fall­valt­ur.
 
Þegar upp­gang­ur­inn er jafn mik­ill og raun ber vitni í ferðaþjón­ustu er því eðli­legt að spyrja sig hvort farið sé of hratt og of mik­il bjart­sýni ríki.
 
Morg­un­blaðið ræddi við starfs­mann eins viðskipta­bank­anna sem þekk­ir vel til fyr­ir­tækja­út­lána. Hann vill aðeins koma fram und­ir nafn­leynd, en tel­ur að huga þurfi að ákveðnum varúðarljós­um.
 
Seg­ir hann að þrátt fyr­ir að vel gangi í dag og að út­litið sé bjart þurfi líka að skoða hvað ger­ist ef bak­slag komi í grein­ina. Bend­ir hann á að inn­an banka­geir­ans séu nú mikl­ar vænt­ing­ar til ferðaþjón­ustu og þá sér­stak­lega hót­elupp­bygg­ing­ar.
 
Bank­arn­ir liggja á tölu­verðu fé og eru með hátt eig­in­fjár­hlut­fall. Því séu þeir opn­ir fyr­ir verk­efn­um sem líti vel út. Bjart­sýni í spán­um Þegar verk­efni eru met­in seg­ir hann að gerð sé grein­ing þar sem bestu og verstu aðstæður séu metn­ar.
 
Í dag spái grein­ing­ar­deild­ir því að farþegum muni fjölga á kom­andi árum og því sé mjög sterkt að gera ráð fyr­ir góðri fjölg­un áfram í öll­um út­reikn­ing­um.
 
Seg­ir hann að oft og tíðum sé versta sviðsmynd­in óbreytt ástand, en ekki sé horft til þess ef farþegum muni fækka. Íslend­ing­ar þekkja vel þegar hlut­ir breyt­ast hratt og nær­tæk­asta dæmið er auðvitað ef kæmi til eld­goss sem gæti tak­markað mikið ferðaþjón­ustu yfir há­anna­tíma.
 
Hann seg­ir að miðað við hversu hátt bog­inn sé spennt­ur gæti komið til þess að bank­arn­ir muni horfa til breyt­inga á lán­um á næstu fimm árum, ef vöxt­ur­inn haldi ekki áfram á því góða skriði sem hann hef­ur verið.
 
„Það gæti allt gengið upp, en hvað ef það ger­ist ekki?“ seg­ir hann. Síðustu ár hafa Íslend­ing­ar getað búið við nokkuð stöðugt gengi krón­unn­ar í skjóli hafta, en hann spyr hvað ger­ist ef krón­an fari að styrkj­ast, eins og marg­ir vænt­an­lega von­ist til.
 
Ef til þess kem­ur sé ljóst að ferðalög hingað verði ekki jafn hag­stæð fyr­ir ferðamenn og áður og eins og sýnt hafi sig er­lend­is geti straum­ur ferðamanna breyst snögg­lega eft­ir verðlagi og tísku­straum­um. „Hvort er líka betra fyr­ir Ísland, styrk­ing krón­unn­ar eða fleiri ferðamenn?“ spyr hann og bend­ir á að ferðaþjón­ust­an sé oft og tíðum lág­launa­stétt.
 
Erfitt sé að halda svipuðum vexti og hef­ur verið hér síðustu ár ef krón­an fer að styrkj­ast mikið og Ísland komi ekki leng­ur upp sem áhuga­verður staður og viðráðan­leg­ur í verði.
 
Miða við spár um fjölg­un Þegar kem­ur að stór­um út­lánaklös­um eins og ferðaþjón­ustu hafa viðskipta­bank­arn­ir venju­lega gert eig­in grein­ingu og sett upp fjölda sviðsmynda.
 
Við vinnslu frétt­ar­inn­ar var haft sam­band við bank­ana og þeir spurðir út í áhættumat og við hvaða spár sé stuðst þegar kem­ur að ferðamanna­fjölda.
 
Ari­on banki svaraði ekki, en svör hinna voru keim­lík. Horft er til þess mats sem grein­ing­ar­deild­ir hafa gert, auk þess sem miðað er við spár um fjölg­un ferðamanna á heimsvísu, sem er nokkuð und­ir spánni hér á landi.
 
Ekki er horft á hót­el sem sér­staka áhættu­fjár­fest­ingu, held­ur er áhættustuðull svipaður og með al­menn­ar fast­eign­ir//////////////////////Þessi orð þarna eru ekki nógu oft kveðin,að manni finnst,lesið þetta  sem ég ,og margir eru að tala um daglega, og blogga um þetta, æfintýri sem við erum komin í ,og varað við hættunni ,sem getur af þessu staðið, þarf ekki annað en lesa, þessa ádeilu til þessa!!!/Halli gamli
.

mbl.is Hvað gerist ef bakslag kemur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 1046585

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband