Mikil væta og vindur á þjóðhátíð/Þokkalegt það er þetta örugg veðurspá???


Vætusamt verður á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og því ættu...
Mikil væta og vindur á þjóðhátíð Innlent | mbl.is | 29.7.2014 | 11:47 Vætusamt verður á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum og því ættu... Nokkuð samfelld úrkoma á föstudag og laugardag og ákveðin austanátt.
 
Helst verður þurrt á sunnudag en von er á annarri lægð á mánudag með tilheyrandi roki og rigningu. Gestir ættu því að pakka snemma þann dag.
 
Svona hljómar spáin fyrir þjóðhátíð í Vestmannaeyjum.Svona hljóm­ar spá­in fyr­ir þjóðhátíð í Vest­manna­eyj­um.
Að sögn veður­fræðings á Veður­stofu Íslands ættu gest­ir þjóðhátíðar í ár að pakka regn­göll­um og stíg­vél­um og vera viðbún­ir mik­illi vætu því rign­ing og vinda­samt veður mun ef­laust setja mark sitt á hátíðina í ár.
 
Ættu að pakka snemma á mánu­dag­inn Vætu­samt og ákveðin austanátt á köfl­um, seg­ir spá­in fyr­ir föstu­dag og laug­ar­dag.
 
Gera má ráð fyr­ir spá­in fyr­ir þessa daga taki ekki mikl­um breyt­ing­um en enn er óvissa með sunnu­dag og mánu­dag.
 
Dregið gæti úr úr­komu á laug­ar­dags­kvöld­inu en gangi nú­ver­andi spár eft­ir, bíður lægð hand­an við hornið á mánu­dag með vax­andi austanátt og úr­komu.
 
Gest­ir ættu því að pakka snemma á mánu­deg­in­um og koma sér heim, hafi þeir ekki áhuga á að njóta tjald­lífs­ins í rign­ingu.
 
Besta veðrið verður fyr­ir vest­an Eins og spá­in lít­ur út í dag, fyr­ir há­degi á þriðju­dag, verður besta veðrið á Vest­fjörðum og á Vest­ur­landi en þó verður ekki mjög hlýtt, eða 8 til 15 stig yfir dag­inn.
 
Skipu­leggj­end­ur Mýr­ar­bolt­ans munu því lík­lega að mestu sjá sjálf­ir um að væta mold­ar­vell­ina fyr­ir bolt­ann en gest­ir ættu þó að vera dug­leg­ir að hlaupa sér til hita. Þegar litið er til lands­ins í heild sinni verða norðaust­læg­ar átt­ir ríkj­andi um helg­ina.
 
Svalt og óstöðugt loft er yfir land­inu og má gera ráð fyr­ir vætu í öll­um lands­hlut­um.
 
Spá­in bíður þó upp á góða kafla inni á milli, hálf­skýjað og þurrt veður. Hlýj­ast verður á Suður- og Vest­ur­landi./////////////////////Ekki er spáin glæsileg að sjá og eiginlega bara slæm,fyrir útifagnað,við skulum samt, hafa fyrirvara á þessu að vissu marki,það gæti rignt mynna,og vindur þó oft þarna í Vestmannaeyjum!!!En það er ekki gaman að fara á útisamkomur í svona spá,það er auðvitað hægt að klæða sig eftir því,en Kári getur verið hvassyrtur/Halli gamli

mbl.is Mikil væta og vindur á Þjóðhátíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband