29.7.2014 | 17:22
Þeir eru fáir sem þetta muna,en við fengum sögur frá foreldrum okkar!!!
100 ár eru í dag síðan Austurríki-Ungverjaland lýsti yfir stríði á hendur Serbíu, sem markaði upphaf heimsstyrjaldarinnar fyrri.
Á Íslandi fylgdu miklir efnahagserfiðleikar en styrjaldarárin hér voru afar frábrugðin seinni heimsstyrjöldinni.
Uppgangur í Reykjavík fyrir stríðið Reykjavík iðaði af lífi fyrir 100 árum.
Viðskipti við útlönd blómstruðu og í verslunum bæjarins var hægt að kaupa allar munaðarvörur sem hugurinn girntist.
Þótt misskipting og fátækt væri mikil hafði efnahagurinn vænkast og miðað við fyrri tíma má segja að nokkur velmegun hafi ríkt.
En þegar stríðið braust út fór smám saman að halla undan fæti. Fylgdust grannt með styrjöldinni Fréttir af aðdraganda og upphafi stríðsins bárust Íslendingum jafnóðum, enda hafði símastrengur verið lagður til landsins nokkrum árum áður.
Fyrst eftir að styrjöldin braust út hópuðust Reykvíkingar niður í bæ til að lesa fréttaskeyti um stríðið og skoða kort af vígöllunum, sem voru hengd upp við ritstjórnarskrifstofur Morgunblaðsins í Austurstræti.
Fólk las einnig blöðin upp til agna. Gunnar Þór Bjarnason sagnfræðingur, sem er að skrifa bók um fyrri heimsstyrjöldina á Íslandi, segir að Íslendingar hafi skynjað að þetta hafi verið stórkostleg tíðindi sem myndu hafa mjög mikil áhrif hér á landi.
Og strax verður maður var við þennan ótta um að það verði siglingateppa, skortur á nauðsynjavörum, fólk fór og hamstraði, segir Gunnar. Horfðu á hildarleikinn á hvíta tjaldinu Reykvíkingar flykktust líka í kvikmyndahús bæjarins.
Gamla bíó var þá til húsa í Fjalakettinum, sem stóð við Aðalstræti 8, en var rifinn 1985. Þar sá fólk bæði fréttamyndir frá vígvöllunum, og leiknar myndir í fullri lengd, byggðar á atburðum styrjaldarinnar.
Hitt bíóhús Reykjavíkur, Nýja bíó, var staðsett í Hótel Íslandi, sem stóð beint á móti Fjalakettinum, þar sem Ingólfstorg er nú.
Það hús brann til grunna 1944. Fræg bíómynd sem sýnd var á stríðsárunum var um orrustuna við ána Somme í Frakklandi.
Þar var leiknum atriðum blandað inn í raunverulegar myndir af vígvellinum.
Þröngt í búi hjá Íslendingum Fyrst um sinn nutu Íslendingingar þess að verð á útflutningsvörum hækkaði. Aftur á móti var landið þá, líkt og nú, mjög háð innflutningi og nauðsynjar snarhækkuðu í verði.
Matur var skammtaður og á tímabili óttuðust menn hungursneyð.
Stundum þegar fólk fer að tala um Ísland og heimsstyrjöldina þá fara allir að hugsa um seinni heimsstyrjöldina, þegar hérna var allt vaðandi í hermönnum og nægur peningur, segir Gunnar Þór Bjarnason.
En það var ekki þannig í fyrri heimsstyrjöldinni.
Þetta voru mjög erfið ár, sérstaklega þegar á leið.
Fleiri hörmungar bættu ekki úr skák: í lok stríðsins frostaveturinn mikli og í blálokin spænska veikin og Kötlugos.
Enn víðtækari áhrif Á annan tug íslenskra skipa var skotinn niður.
Oftast varð mannbjörg en ekki alltaf. Á annað þúsund Vestur-Íslendinga tók þátt í stríðinu. Yfir 100 dóu í hjaðningavígum skotgrafanna í Evrópu, þar af hafði 61 slitið barnsskónum á Íslandi.
Margir voru nýfluttir vestur um haf, eins og Gunnar Richardson, frá Hrafnseyri við Arnarfjörð, sem fór vestur 18 ára gamall.
Hann gerðist sjálfboðaliði í Kanadaher og dó á vígstöðvunum í Frakklandi rúmlega tvítugur.
Seinni heimsstyrjöldin handan við hornið Fyrri heimsstyrjöldinni lauk í nóvember 1918, nokkrum vikum áður en Ísland varð fullvalda ríki.
Erfiðleikarnir hér á landi voru kannski léttvægir miðað við hörmungarnar sem milljónir manna þurftu að þola á erlendri grund.
En hvernig sem á er litið hafði fyrri heimsstyrjöldin mikil áhrif á Íslandi.
Niðurstöður hennar leiddu líka til hinnar síðari, sem hófst einungis rúmum tveimur áratugum eftir að hinni fyrri lauk, með þeim gífurlegu breytingum sem þá urðu á heiminum og íslensku samfélagi. tryggvia@ruv.is //////////////////Við sem eru komnir á minn aldur,fræddumst af foreldrum og vinnum þeirra hvernig þetta var!! Mamma sagði mér mjög mikið frá þessum tímum,hún var þá þegar þetta skeði að vinna í Franska spítalanum ekki með mikil laun en laun voru það,Frakkar lentu auðvita í þessu stríði eins og Evrópa mest öll,en hún sagði að þessir karlar sem voru hér vildu ekki heim,en þetta var svo allt borgað!!En þeirra heimili foreldra hennar var ekki beysið,Samúel faðir hennar hafði drukkað á milli Viðeyðar og lands 2010 og var þá yngsti bróðirinn ný fæddur,svo að það var vart matur til á heimilinu og svo var þetta vísasat,og þessi ár voru átakanleg öll,svo kom Frostaveturinn mikli og spænska veikin,svo og Kötlugos!!!þessar hörmunar allar voru flestum voði einn sultur og spánska veikin hörmung,Mamma að líkin hefðu fyllt alveg Franska spítalann og valla tími til að grafa fólkið og börnin,þessi ár voru hryllilegt sagði hún///Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.