Enginn óhultur fyrir sjálfsvígshugsunum/Þetta er svo og ber að skoða og veita stuðning!!!


Guðrún Jóna, móðir Orra, segir umræðuna um sjálfsvíg vera...
Enginn óhultur fyrir sjálfsvígshugsunum Innlent | mbl | 31.7.2014 | 12:36 Guðrún Jóna, móðir Orra, segir umræðuna um sjálfsvíg vera... Fyrir fjóru og hálfu ári misstu hjónin Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og Ómar Ingi Bragason 16 ára son sinn Orra í sjálfsvígi.
 
Orri stóð sig vel í MR, spilaði fótbolta með MR og kom tilraun hans til sjálfsvígs eins og þruma úr heiðskíru lofti.Orri hafði þá verið eina önn í Mennta­skól­an­um í Reykja­vík, stóð sig vel þar og einnig á fót­bolta­vell­in­um en hann æfði fót­bolta með 2. flokki FH.
 
Eft­ir and­lát Orra stofnuðu for­eldr­ar hans minn­ing­ar­sjóð sem vinn­ur að for­vörn­um gegn sjálfs­víg­um og styður aðstand­end­ur og eft­ir­lif­end­ur sjálfs­víga. „Sjóður­inn var stofnaður í ör­vænt­ingu, ég gat ekki hugsað mér að hafa stof­una fulla af blóm­um,“ seg­ir Guðrún Jóna en hún hyggst hlaupa fyr­ir sjóðinn í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu þann 23. ág­úst.
 
Sjóður­inn hef­ur meðal ann­ars styrkt gerð síðunn­ar sjalfs­vig.is og einnig hef­ur sjóður­inn stuðlað að þýðingu og út­gáfu bók­ar­inn­ar Þrá eft­ir frelsi.
 
Sjóður­inn stefn­ir að því að vinna áfram að mark­miði sínu en í hverj­um mánuði falla þrír til fjór­ir ein­stak­ling­ar fyr­ir eig­in hendi hér á landi. Eft­ir and­lát Orra fannst Guðrúnu Jónu og eig­in­manni henn­ar gott að hafa aðgang að les­efni um sjálfs­víg og stóð bók­in Dy­ing to be free eft­ir Bever­ly Cobain upp úr.
 
Ómar Ingi Bragason, Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir og sonur þeirra, Bragi. Ómar Ingi Braga­son, Guðrún Jóna Guðlaugs­dótt­ir og son­ur þeirra, Bragi.
 
mbl.is/​Krist­inn Ingvars­son Þau létu þýða bók­ina og ber hún heitið Þrá eft­ir frelsi. Erfitt að koma auga á hættu­merki Guðrún Jóna seg­ir umræðuna um sjálfs­víg vera komna skammt á veg hér á landi og finnst vanta op­in­skáa umræðu um mál­efnið.
 
Hún tel­ur að al­mennt sé litið á að þeir sem taki eigið líf hafi lent í stór­um áföll­um í líf­inu. Til­hneig­ing sé til að reyna að finna ástæðu fyr­ir því sjálfs­víg­inu en þetta er ekki svo ein­falt.
 
Í til­viki Orra var ekki hægt að finna neina ástæðu og því virðist sem svo að eng­inn sé óhult­ur fyr­ir sjálfs­vígs­hugs­un­um en það er ósköp gott fyr­ir þann sem ekki hef­ur misst í sjálfs­vígi að hugsa sem svo að það er bara svona eða hinseg­in fólk, ekki mitt fólk sem tek­ur sitt eigið líf, seg­ir Guðrún Jóna.
 
Oft get­ur verið erfitt að koma auga á hættu­merki hjá þeim sem gera síðar til­raun til sjálfs­vígs eða ná að svipta sig lífi.
 
„Við get­um samt ör­ugg­lega gert bet­ur, það eru marg­ir litl­ir hlut­ir sem má gera bet­ur,“ seg­ir hún. Tók inn mikið magn af lyfj­um en sá að sér At­vik nokkr­um mánuðum áður en Orri svipti sig lífi kom því eins og þruma úr heiðskíru lofti. Bragi og Bríet Ómarsbörn, systkini Orra
 
. Bragi og Bríet Ómars­börn, systkini Orra. mbl.is/Ó​mar Óskars­son Hann fór í lyfja­skáp for­eldra sinna þegar þau voru ekki heima og gleypti mikið magn af lyfj­um.
 
Hann sá að sér, hringdi sjálf­ur í sjúkra­bíl og var flutt­ur upp á spít­ala þar sem lyfj­un­um var dælt upp úr hon­um. Hann dvaldi í nokkra daga á sjúkra­húsi og var því næst send­ur á BUGL þar sem hann dvaldi aðeins eina nótt.
 
Guðrún Jóna seg­ir að son­ur sinn hafi séð mikið eft­ir þessu og sann­fært for­eldra sína um að þetta hefði aðeins verið rugl í hon­um og fór hann fljót­lega aft­ur í skól­ann og á æf­ing­ar. Orri gleypti töfl­urn­ar í októ­ber 2009 og féll fyr­ir eig­in hendi í janú­ar 2010.
 
Í millitíðinni, yfir jól­in, var hann þyngri á fæt­ur á morgn­ana og gerðu for­eldr­ar hans þá kröfu um að hann færi til sál­fræðings eða tæki lyf.
 
Hann afþakkaði heim­sókn til sál­fræðings­ins en samþykkti lyf­in. Næstu dag­ar voru góðir, fjöl­skyld­an fór í skíðaferð í lok janú­ar en viku seinna var Orri lát­inn.
 
Hefði þurft meiri stuðning eft­ir til­raun til sjálfs­vígs Guðrún Jóna seg­ir að Orri hefði þurft meiri stuðning eft­ir að hann tók töfl­urn­ar, eitt­hvað ferli hefði þurfti að taka við.
 
Orri Ómarsson spilaði fótbolta með FH. Orri Ómars­son spilaði fót­bolta með FH. mbl.is Sá sem einu sinni reyni að taka sitt eigið líf, sé lík­legri en aðrir til að reyna aft­ur.
 
Hann hefði ekki átt að hafa val um að fara til sál­fræðings eða taka lyf. Líkt og sjúk­ling­ur með krabba­mein, hafi hann nauðsyn­lega þurft að hjálp að halda.
 
Viður­kennt er að þeir sem fá krabba­mein þurfi aðstoð og þiggi hana en því miður sé viðhorfið til þeirra sem líður illa and­lega og þurfa aðstoð annað. „Orri vildi ekki láta frétt­ast að hann hefði lent á spít­ala eða á BUGL og tók eft­ir­meðferðin tíma frá nám­inu og íþrótt­um,“ seg­ir Guðrún Jóna.
 
„Hann sagði þó bestu vin­um sín­um frá veik­ind­un­um en það er ekki hægt að neyða fólk til að þiggja hjálp. Mögu­lega hefði heim­sókn á spít­al­ann eða á BUGL frá eitt­hverj­um sem hefði lent í sömu stöðu hjálpað hon­um til að sjá hlut­ina í öðru ljós, eygja leið sem hann sá ekki sjálf­ur.“ Fengu góða aðstoð eft­ir and­látið Hér á landi falla tæp­lega fjör­tíu ein­stak­ling­ar fyr­ir eig­in hendi á hverju ári.
 
Guðrún Jóna seg­ir að vissu­lega sé hægt að nýta fjár­muni úr sjóði líkt og Minn­ing­ar­sjóði Orra Ómars­son­ar til að sinna verk­efn­um en heil­brigðis­kerfið þurfi einnig að vera í stakk búið til að sjá um for­varn­ir sem þess­ar.
 
Í Nor­egi er til að mynda svo­kölluð um­ferðar­stofa sjálfs­víga en þar sér starfs­fólkið meðal ann­ars um að út­búa fræðslu­efni um for­varn­ir sjálfs­víga og heim­sækja skóla og út­búa aðgerðaráætlan­ir fyr­ir fram­halds­skóla og grunn­skóla sem tek­ur á því hvernig best er að bregðast við, falli nem­andi fyr­ir eig­in hendi.
 
„Við hjón­in vor­um hepp­in og feng­um held ég alla þá aðstoð sem við hefðum getað fengið eft­ir áfallið. Ég fór til geðhjúkr­un­ar­fræðings, við fór­um sam­an í hóp á veg­um Nýrr­ar dög­un­ar þar sem for­eldr­ar sem höfðu misst börn, ekki bara í sjálfs­vígi held­ur í slys­um og veik­ind­um, komu sam­an í nokk­ur skipti.
 
Það hvernig miss­ir­inn kom til skipti engu máli, sorg­in og van­líðanin er sú sama,“ seg­ir Guðrún Jóna. Hún seg­ir að ómet­an­legt hafi verið að hitta aðra í sömu stöðum, eng­inn nema sá sem hef­ur misst barn geti sett sig í þau spor. „Við vor­um líka hepp­in að vinnu­veit­end­ur okk­ar höfðu full­an skiln­ing á aðtæðunum, fengu fag­lega ráðgjöf um hvernig ætti að taka á móti okk­ur þegar við snér­um til baka og við feng­um þann tíma sem við þurft­um til að púsla okk­ur sam­an.
 
Það leið lang­ur tími þar til við urðum vinnu­fær,“ seg­ir Guðrún Jóna. „Eft­ir að við misst­um Orra hef­ur verið haft sam­band við okk­ur og við höf­um talað við fólk sem hef­ur misst á sama hátt. Við höf­um miðlað af okk­ur reynslu, lánað bæk­ur og reynt að styðja þannig við aðstand­end­ur.
 
“ Allt uppi á borðinu eft­ir að Orri lést Guðrún Jóna seg­ir að allt hafi verið uppi á borðinu eft­ir að Orri lést. „Það var aldrei felu­leik­ur með hvað gerðist,“ seg­ir hún. „Það hjálpaði okk­ur og þeim sem voru í kring, bróður hans, vin­um hans, skóla­fé­lög­um og liðsfé­lög­un­um.
 
Ég hef hins­veg­ar heyrt að það megi gera bet­ur þegar fólk kem­ur aft­ur í sína rútínu eft­ir að hafa misst í sjálfs­vígi.“ Hún nefn­ir sem dæmi að að all­ir votti samúð sína ef ein­stak­ling­ur miss­ir for­eldri sitt í slysi en taki for­eldri líf sitt komi fyr­ir að fólk láti eins og ekk­ert hafi í skort­ist eða eng­inn hafi dáið. „Þetta er mjög erfitt að upp­lifa.
 
Það vilja all­ir fá samúðar­knús sama hvernig and­lát ber að,“ seg­ir Guðrún Jóna. „Ég er ekki viss um að all­ir fái sömu þjón­ustu og við feng­um eða hafi bol­magn til að sækja sér hana.
 
Margt má ef­laust gera bet­ur og má líta til Nor­egs í því sam­hengi þeir eru að gera vel. Við erum kom­in stutt í þessu, við vit­um ekki hvað veld­ur því að ein­stak­ling­ur ákveður skyndi­lega að taka sitt eigið líf,“ seg­ir Guðrún Jóna að lok­um.
 
„Það er mín trú að ef við nálg­umst and­lega erfiðleika og geðsjúk­dóma sem efna­skipta­sjúk­dóm þá myndu áhersl­ur og viðhorf breyt­ast og okk­ur yrði meira ágengt í að fækka sjálfs­víg­um og halda bet­ur utan um þá sem eft­ir sitja ,“ seg­ir Guðrún Jóna að lok­um. Guðrún Jóna Guðlaugs­dótt­ir hleyp­ur fyr­ir Minn­ing­ar­sjóð Orra Ómars­son­ar////////////////Þessi saga vekur okkur til að íhuga meira um börnin okkar,og er þörf lesning fyrir okkur öll,og þó maður hafi séð þetta sjálfur innan fjölskyldu er maður ennþá að spyrja af hverju??  Það er aldrei um of fjalað um þessi viðkvæmu mál,og um að gera að hafa þetta uppá borðum fyrir aðra sem eiga við slíka að búa ,og þeir eru margir því miður,en tökum hendi saman og skoðum okkar mál,kvort þetta er ekki innan veggja okkar/Halli gamli
.

mbl.is Enginn óhultur fyrir sjálfsvígshugsunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 15
  • Frá upphafi: 1046583

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband