Segir dólgafemínisma ekki vinsælan//Þetta er gott að fá Konu sem segir rétt frá!!!


Eva Hauksdóttir
Segir dólgafemínisma ekki vinsælan Innlent | Sunnudagsblað | 4.8.2014 | 12:35 Eva Hauksdóttir:
 
Eva Hauóttir hefur mikla athygli og umtal fyrir gagnrýnin greinaskrif um femínisma.Hún er óhrædd við að tjá skoðanir sínar og segir það heftandi að þurfa blessun hópsinsEva, sem er ís­lensku- og bók­mennta­fræðing­ur að mennt, býr nú í Glasgow, en hygg­ur á nám í lög­fræði við Há­skóla Íslands í haust.
 
Spurð hvort hún sé and­stæðing­ur femín­isma seg­ir Eva stutt og laggott: „Já,“ og bæt­ir við: „Femín­ismi er kyn­hyggja þar sem kraf­ist er for­rétt­inda fyr­ir annað kynið og hinu kyn­inu kennt nán­ast um allt sem miður fer í til­ver­unni.
 
Eva Hauksdóttir Eva Hauks­dótt­ir Árni Sæ­berg Mér finnst kven­hyggja ekk­ert skárri en karl­hyggja. Þetta eru stefn­ur sem ganga út frá þeirri hug­mynd að stríð ríki á milli kynj­anna og eru ekki lík­leg­ar til að auka skiln­ing og sam­hygð
 
“ Seg­ir femín­ista hafa gott aðgengi að fjöl­miðlum Þegar hún byrjaði fyrst að skrifa um femín­isma seg­ist hún aðallega hafa verið að gagn­rýna meðferð á gögn­um þar sem gölluð töl­fræði var notuð eða vísað í rann­sókn­ir sem ekki sýndu það sem viðkom­andi sagði
 
. „Ég hélt um tíma að viðhorf mín til femín­isma væru mjög óvin­sæl en í dag held ég að sá dólga­femín­ismi sem hef­ur vaðið uppi á síðustu árum og ára­tug­um sé alls ekki eins vin­sæll og halda mætti af um­fjöll­un­um
 
. Femín­ist­arn­ir hafa afar gott aðgengi að fjöl­miðlum og tölu­vert mik­il op­in­ber völd, en al­menn­ing­ur er ekki eins hrif­inn af þeim og ég hélt.
 
Hún tel­ur umræðuna í dag hafa opn­ast. Eva segir dólgafemínisma ekki eins vinsælan og halda mætti Eva seg­ir dólga­femín­isma ekki eins vin­sæl­an og halda mætti AFP „Þegar ég byrjaði að skrifa um femín­isma voru marg­ir, sér­stak­lega kon­ur, sem höfðu sam­band við mig og sögðust vera sam­mála mér en ekki þora að segja það op­in­ber­lega.
 
Þetta hef­ur breyst. Nú er fólk farið að taka hraust­lega und­ir með mér og kon­ur farn­ar að skrifa um svipaða hluti og ég hef gert.“ Hef ekki fengið mark­tæka gagn­rýni frá femín­ist­um Hún seg­ist ekki hafa fengið á sig mark­tæka gagn­rýni frá femín­ist­um.
 
„Ég hef skrifað nokkr­ar grein­ar í Kvenna­blaðið þar sem ég gagn­rýni kven­hyggju og femín­ist­ar hafa sam­band við rit­stjórn, lýsa hneyksl­un sinni og krefjast þess að grein­in verði fjar­lægð. Þær fá alltaf sama svarið: Ykk­ur er vel­komið að svara.
 
En þær svara ekki. Ég fæ enga mál­efna­lega gagn­rýni, bara þögg­un­ar­til­b­urði og full­yrðing­ar um að ég viti ekki hvað ég sé að segja, ég mis­skilji femín­ismann og sé með út­úr­snún­inga, án þess að nokk­ur geti út­skýrt í hverju þeir út­úr­snún­ing­ar eða mis­skiln­ing­ur fel­ist,“ seg­ir hún.
 
„Ef maður fær gagn­rýni sem bygg­ir á rök­um þá er hægt að nota hana til að fara lengra með umræðuna en rökvill­ur og skít­kast er ekki eitt­hvað sem maður þarf að taka til sín. Ég hef reynt að halda uppi sam­ræðu við femín­ista en það þýðir ekk­ert.
 
“ Aðspurð hvort andstaða henn­ar við femín­isma sé hluti af and­stöðu henn­ar við póli­tíska rétt­hugs­un og for­ræðis­hyggju seg­ir hún svo al­gjör­lega vera. „Það sem fer mest fyr­ir brjóstið á mér er yf­ir­valds­hyggj­an sem gegn­sýr­ir femín­ista­hreyf­ing­una.
 
Hug­mynd­in er sú að það eigi að berj­ast fyr­ir rétt­ind­um kvenna og betri heimi fyr­ir kon­ur með því að taka fram fyr­ir hend­urn­ar á fólki.
 
Stóra syst­ir á að ákveða hvað okk­ur sé fyr­ir bestu.“ „Ég hef ekki séð neitt gott koma út úr þess­ari óskap­legu for­dæm­ingu á því að fólk hafi skoðanir sem falla ekki að fyr­ir­fram ákveðnum gild­um,“ seg­ir hún.
 
„Mér finnst til dæm­is ras­ismi öm­ur­leg­ur en það er full­langt gengið þegar má ekki segja brand­ara um blökku­menn eða aðra hópa án þess að það sé flokkað sem hat­ursáróður.
 
Það er líka mjög slæmt ef fólk má ekki tjá vond­ar skoðanir. Ég er al­gjör­lega ósam­mála Snorra í Betel og finnst skoðanir hans á sam­kyn­hneigð viðbjóðsleg­ar en mér finnst enn verra ef það á að banna fólki eins og hon­um að tjá skoðanir sín­ar.
 
Vond­um skoðunum á að svara með rök­um en ekki póli­tísk­um of­sókn­um.
 
“ Heft­andi að þurfa bless­un hóps­ins Eva er óhrædd við að tjá skoðanir sín­ar og seg­ir það heft­andi að þurfa bless­un hóps­ins.
 
„Ég hef aldrei lent í sér­stök­um vand­ræðum fyr­ir að hafa skoðanir sem víkja frá norm­inu.
 
Hvað er það versta sem get­ur gerst ef þú seg­ir skoðun þína? Jú, ein­hver get­ur rekið þessa skoðun ofan í þig – en um leið ertu búin að fá rétt­ar upp­lýs­ing­ar og get­ur myndað þér nýja skoðun og haft rétt fyr­ir þér.
 
Eða þá að ein­hver verður reiður við þig og hvað með það? Er þá búið að rústa lífi þínu? Á það að þykja gott að fólk sé ekki reitt við þig og haldi að þú haf­ir allt önn­ur viðhorf en þú hef­ur?“
 
„Það er kannski að ein­hverju leyti þægi­legt að vera í ákveðnu liði en það hlýt­ur að vera heft­andi að þurfa bless­un hóps­ins til að þora að tjá sig og ég held líka að hjarðhugs­un geri sam­fé­lag­inu meira illt en gott,“ seg­ir hún.
 
Ítar­legra viðtal má finna í sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.////////////////Svona eru margir á þessari línu ,öfgagarnir í þessum málum,eru stundum að manni blöskrar,og lesning þessi er góð,og þörf kynin þurfa að hafa þetta í lagi engva öfga,Maður er eiginlega hissa að þetta skuli bara eki þróast ,í þá átt að bæði kyn beri virðingu fyrir hvert öðru,launin vantar að hafa í lagi kvenna megin,svo og stöður að verðleiku ekki bar af því að það er kona!!svo eru mörg verk sem ég og flestir segjum að sé ekki kvenmannsverk,og þar við situr og þessu eiga bara blessaðar Konurnar að kyngja ekki spurning///Halli gamli

mbl.is Segir dólgafemínisma ekki vinsælan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já satt segir þú Haraldur allt getur verið upp í kok eða öfugt, þetta er góð grein hjá Evu og full þörf á því að hafa þessa umræðu uppi reglulega. Ég held að við öll finnum pínulítið af hinu og þessu í okkur og einu sinni var ég með það á hreinu að ég væri femínisti og í dag þá er ég það að sumu leiti, því það verða alltaf hlutir sem konan getur bara og hlutir sem karlmaðurinn getur bara, og eitt er á hreinu að án hvors annars væri ekkert okkar hér...

Kv.góð.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 4.8.2014 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband