Sakar yfirdýralækni um skítkast Innlent | mbl.is | 6.8.2014 | 11:44 Meðalkúabú á Íslandi telur ekki nema um 40 kýr.
Markmiðið virðist vera að kasta skít í íslenskan landbúnað, og nú er komið að kúabændum, segir í leiðara á vef Landssambands kúabænda í dag, vegna frétta um þrönga bása í fjósum.Guðrún Lárusdóttir, varamaður í stjórn Landssambands kúabænda, segir að yfirdýralæknir og fréttastofa Rúv hafi tekið höndum saman um að kasta skít í íslenskan landbúnað
og kúabændur með frétt sem flutt var í síðustu viku um að hluti íslenskra mjólkurbænda hafi brotið reglur um mjólkurbása í áratugi.
Í leiðara Guðrúnar á vefnum naut.is kemur fram sú skoðun hennar að ómaklega sé vegið að kúabændum, því síðustu 20 ár hafi bylting orðið í aðbúnaði mjólkurkúa á Íslandi.
Stórfurðuleg vinnubrögð Rúv sagði frá því þann 27. júlí að í mörgum básafjósum á Íslandi geti kýr ekki hreyft sig nóg þar sem básar séu of stuttir og slár of lágar.
Tæp 40% fjósa hér á landi eru lausagöngufjós en það er dýrt að koma upp ... Tæp 40% fjósa hér á landi eru lausagöngufjós en það er dýrt að koma upp slíkri aðstöðu. mbl.is/​Golli Þetta gangi í berhögg við ákvæði reglugerðar sem gilt hafi í áratugi.
Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, sagði þá í samtali við fréttastofu Rúv að ekki lægi fyrir hve mörg fjós brjóti reglur en með nýjum dýravelferðarlögum hafi Matvælastofnun fjölmörg úrræði til að þvinga þá sem ekki fara eftir lögum til að breyta rétt.
Bændum verður bara að lærast jafnt og þétt að þeir verða að fara eftir lögum og við munum beita þeim úrræðum sem við höfum [...] Það eru breyttir tímar, nú verður gengið á eftir hlutunum, sagði yfirdýralæknir m.a. í samtali við Rúv.
Guðrún, sem sjálf er kúabóndi í Keldudal í Skagafirði, segir í leiðara Naut.is í dag að með þessu gangi yfirdýralæknir í lið með Rúv og markmiðið virðist vera að kasta skít í íslenskan landbúnað.
Öllu er tjaldað til og skiptir ekki máli hvort satt er eða logið, segir Guðrún. Sé svo að bændur hafi komist upp með það um áratuga skeið að brjóta landbúnaðarreglur þá hljóta eftirlitsaðilar að þurfa að líta hraustlega í eigin barm.
Á íslandi hafa kýr staðið á básum frá landnámi, en eru eflaust stærri nú en ... Á íslandi hafa kýr staðið á básum frá landnámi, en eru eflaust stærri nú en á fyrstu öldum Íslandsbyggðar. mbl.is/​Styrmir Kári Það eru að minnsta kosti stórfurðuleg vinnubrögð hjá yfirdýralækni, að hóta bændum í fjölmiðlum í stað þess að vinna með bændastéttinni að úrbótum og beita þeim þvingunarúrræðum sem tiltæk eru ef einstakir bændur sinna ekki sínum skyldum, segir Guðrún.
Lausagöngufjós kosti lágmark 150 milljónir Sjálf segist hún þeirrar skoðunar að algjör bylting hafi orðið í aðbúnaði mjólkurkúa á Íslandi. Hún bendir á árið 1993 hafi aðeins 3,6% fjósa hér á landi verið lausagöngufjós, en árið 2013 hafi hlutfall lausagöngufjósa verið 38,6% og í þeim voru um 56% mjólkurinnar framleidd, skv. nýlegri samantekt Landssambands kúabænda.
Á aðeins 20 ára tímabili hefur því orðið bylting í aðbúnaði mjólkurkúa á Íslandi, enda leikur ekki vafi á því að betur fer um kýr sem valsað geta um í lausagöngufjósum heldur en þær sem bundnar eru á bás vetrarlangt.
Byggður hefur verið fjöldi nýrra fjósa og mörgum eldri fjósum verið breytt í lausagöngufjós þar sem kýrnar eru ýmist mjólkaðar með mjaltaþjóni (róbót) eða í mjaltabás. Bændur hafa því lagt í gríðarlegar fjárfestingar því ekki er nóg að byggja og bæta, einnig hafa bændur þurft að kaupa greiðslumark dýru verði, segir Guðrún.
Samhliða þessu hafi kúabúum fækkað, búin hafi stækkað og þannig náðst fram nokkur hagræðing í mjólkurframleiðslunni. Meðalkúabú á Íslandi telur þó ekki nema um 40 kýr og má því furðu sæta þegar fréttamenn og bloggarar tala um verksmiðjubú.
Stærsta kúabúið á Íslandi nær ekki einu sinni meðalbúi í Danmörku og einungis á um 12 búum eru fleiri en 100 kýr, segir Guðrún.
Hún bætir við að nýtt 60-70 kúa lausagöngufjós með haughúsi, uppeldisaðstöðu og nauðsynlegum tækjabúnaði kosti vart undir 150 milljónum, að kvóta frátöldum.
Það þarf því góðan skammt af bjartsýni og stórhug til að ráðast í slíkar framkvæmdir og því viðbúið að
mjólk verði framleidd í básafjósum enn um sinn, enda ekkert sema bannar slíkt í núgildandi reglu
gerð.///////////////////////Þessum málum verður að taka á, og vel það ,Dyralæknir er þarna að skíta út bændur sem, vilja frameiða mjólk sem vantar mikið,orðið, núna þegar afurðir eins og skyr eru að renna út hér og erlendis!! það er makalaust að hún skuli leifa sér að tala svona til Bænda í gegnum R.Ú.V.þessi reglugerð er ekki í lögum og ef vel er farið með kýr á rúmum básum er þetta ekkert mál,og engin pína fyrir dýrin als ekk,við sem eru málum kunnugir eru mikið hissa,er ekki komið nóg af búum, sem þetta hafa gert og svo er allt á uppboði, sem þetta sendur ekki undir sér,mjög víða!!! Dýrt er þetta svo að þeir Bændur í dag sem þetta vildi geta það bókstaflega ekki,gott að vera Dýralæknir og segja svona vitleysu/Halli gamli
![]() |
Sakar yfirdýralækni um skítkast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
-
skordalsbrynja
-
bjarnihardar
-
stebbifr
-
bassinn
-
trj
-
einarvill
-
kristbjorg
-
bofs
-
don
-
ingagm
-
einarbb
-
villibj
-
martagudjonsdottir
-
tilveran-i-esb
-
asthildurcesil
-
athena
-
ea
-
altice
-
karisol
-
kolbrunb
-
ksh
-
mariaannakristjansdottir
-
mosi
-
solir
-
minos
-
erna-h
-
sgisla
-
korntop
-
ibb
-
bjarnimax
-
seinars
-
skodunmin
-
hjolagarpur
-
summi
-
gelin
-
otti
-
ansigu
-
ingabesta
-
skinogskurir
-
tibsen
-
reynir
-
isleifur
-
helgigunnars
-
jakobk
-
morgunn
-
dramb
-
gudni-is
-
siggisig
-
jonsnae
-
gattin
-
jon-o-vilhjalmsson
-
1kaldi
-
magnusthor
-
lucas
-
gislisig
-
gummiarnar
-
gammon
-
himmalingur
-
gingvarsson
-
snjokall
-
vefritid
-
gudrunmagnea
-
sigurjonn
-
saethorhelgi
-
liljabolla
-
malacai
-
topplistinn
-
hordurhalldorsson
-
whaling
-
stjornlagathing
-
vestskafttenor
-
ester13
-
haukurn
-
partners
-
drum
-
kokkurinn
-
gumson
-
valdimarjohannesson
-
kristjan9
-
mathieu
-
hordurj
-
samstada-thjodar
-
snorribetel
-
godurdrengur
-
kij
-
krist
-
bjartsynisflokkurinn
-
jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 1047534
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.