Pútín býður Vesturlöndum byrginn Erlent | AFP | 7.8.2014 | 13:43 Vladimír Pútín býður Vesturlöndum byrginn og uppsker... Stuðningur Rússa við forseta sinn, Vladimír Pútín, hefur rokið upp undanfarið og mælist nú 87% þrátt fyrir, eða kannski vegna þess, að spjótin standa nú að honum úr öllum áttum.
Pútín gefur ekkert eftir þrátt fyrir efnahagsþvinganir Vesturlanda, og virðist frekar stefna að einangrun frá vestrinu.með stigmögnun átaka.
Tæplega 1 af hverjum 10 Rússum sem svöruðu könnun sjálfstæðu rannsóknarstofnunarinnar Levada í byrjun ágúst sögðust styðja stefnu Pútíns.
Aðeins munar einu prósentustigi til að Pútín nái aftur fyrri hæðum þegar hann var vinsælastur, en það var einmitt árið 2008 þegar Rússar háðu snarpt stríð við Georgíu. 66% Rússa segjast nú telja að landið stefni í rétta átt en 19% eru á öndverðri skoðun.
Tapa mest sjálfir á innflutningsbanninu Pútín hefur upp á síðkastið boðið Vesturlöndum byrginn og virtist ætla að hafa betur, þangað til malasíska flugvélin MH17 var skotin niður yfir Úkraínu og öll bönd bárust að vopnavæðingu Rússa á uppreisnarmönnum í Donetsk.
Evópusambandið og Bandaríkin brugðust við í síðasta mánuði með efnahagslegum refsiaðgerðum gegn Rússlandi.
Heima við tók forsetinn að rjúka upp í vinsældum strax í upphafi árs, þegar Krímskagi var innlimaður í Rússland.
Vinsældirnar hafa bara aukist eftir því sem átökin í Úkraínu, og við Vesturlönd, harðna. Staða Pútíns þrengist hinsvegar jafnt og þétt á alþjóðavettvangi, en hann virðist þó ætla að veðja á áframhaldandi stigmögnun átaka og einangrun frá umheiminum.
Nú síðast í dag bárust þær fregnir að rússnesk stjórnvöld leggi bann við innflutningi á ýmsum matvælum frá Bandaríkjunum, Evrópusambandin, Ástralíu, Kanada og Noregi.
Innflutningur Evrópusambandsins til Rússlands nam á síðasta ári 11,9 milljörðum evra og var landið annar stærsti markaður ESB-landa fyrir útflutta matvöru, á eftir Bandaríkjunum.
Áhrif þessa gætu því orðið mjög mikil, allt að 10% samdráttur í matvælaiðnaði Evrópu. Holland og Þýskaland eiga stærstan skerf af útflutningi til Rússlands.
Þá flytja Danir mikið af mjólkurvörum þangað, en óvissa ríkir um hvað viðskiptabannið þýðir fyrir Noreg, sem ekki er í Evrópusambandinu, en í Rússlandi er stærsti markaðurinn fyrir norskan lax.
Hin hliðin er auðvitað áhrifin á almenning í Rússlandi, sem mun nú ekki hafa eins greiðan aðgang að ferskum matvörum.
Um 35% af matvælum í Rússlandi eru innflutt og segja sérfræðingar að mest muni muna um ferskt grænmeti. Afp hefur eftir breska hagfræðingnum Neil Shearing að áhrif innflutningsbannsins séu óljós gagnvart Evrópu en verði á heildina líklega smávægileg.
Það lítur út fyrir að þeir sem tapi mest á þessu séu Rússar sjálfir, segir Shearing. Framhaldið veltur á framvindunni í Úkraínu Blaðamaðurinn Joshua Yaffa, sem skrifar frá Moskvu m.a. fyrir Economist og Foreign Affairs, segir að með aðgerðum sínum sé Pútín að draga Rússland inn í tímabil langvarandi einangrunar og efnahagsörðugleika.
Barack Obama lét þau orð falla í síðustu viku að viðbrögð Pútíns væru órökrétt. Pútín ætti að vilja leysa þetta eftir diplómatískum leiðum og fá refsiaðgerðunum aflétt, sagði Bandaríkjaforseti. Í staðinn valdi Pútín að fara í þveröfuga átt.
Yaffa bendir á að sjónarhornið sé afar ólíkt frá Moskvu annars vegar og Washington hinsvegar.
Framferði Pútíns og ráðgjafa hans sé blandað gremju og vænisýki, þeir líti svo á að Vesturlönd séu staðföst í þeirri viðleitni sinni að grafa undan Rússlandi og hafi dregið línuna við Úkraínu. Framhaldið veltur því mikið á því hvað gerist næst í Úkraínu.
Sumir spá því að þar stefni hraðbyri í stríð. Rússneskar hersveitir eru þungvopnaðar við landamærin við æfingar og ekki útilokað að úr verði innrás í Úkraínu undir yfirskini mannúðar.
Í umfjöllun Foreign Affairs segir þó að líklega vilji Pútín vera þolinmóður og bíða eftir að uppreisnarmennirnir styrkist, mótstaða Úkraínumanna veikist, og tilhugsunin um langan vetur án gas frá Rússlandi skjóti rótum.
Yaffa segir allt eins líklegt að Pútín líti nú svo á að hann hafi allt að græða og engu að tapa við að verja
hagsmuni Rússlands gagnvart Vesturlöndum.//////////////////////Þetta var alveg rétt ákvörðun hjá Rússum eða Pútín og alveg réttur leikur ekki betri til,þetta mun koma sér mjög illa fyrir Evrópu,og SKANDINAVÍU,við sleppum í bili allavega og það vara fljótræði að segjast styðja Úkraínu, því þar erum við komnir á plan ,sem við eigum ekki að gera,viðskipi eru okkur mikils virði,og sú gæti orðið raunin!!En samt eru kaupendur að koma frá Rússum,til að athuga kaup á vörum sennilega fiski og jafnvel landbúnaðarvörum,og það er bara gott fyrir okkur og gæti bjargað miklu!!! B.N.A. fer kannski að skipta sér þarna af þessu,en við erum fjáls að gera viðskipi við alla,það er kosturinn,B.N.A. ætti að kaupa meira af okkur einnig,og það bara gott,síðan Kínverjar þurfa þessa líka,við skiptum mikið við þá,svo Pútín lék rétta leikin,kanski ekki mát en nærri því/Halli gamli
Pútín býður Vesturlöndum byrginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.