Uppbygging mislangt á veg komin Innlent | mbl | 8.8.2014 | 19:16 Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- ogviðskiptaráðherra,... Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, heimsótti nokkra ferðamannastaði á Suðurlandi í gær en markmiðið var að fylgja eftir sérstakri úthlutun ríkisstjórnarinnar í vor, 380 milljónum.
Hún segir framkvæmdir mis langt á veg komnar, sumar eru ekki hafnar en öðrum lokið.Í heildina var ráðist í 88 verkefni til uppbyggingar og verndaraðgerða í sumar í kjölfar úthlutunarinnar.
Fénu var úthlutað úr Framkvæmdastjóði ferðamannastaða og gaf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið út reglugerð vegna úthlutunarinnar.
Hópurinn heimsótti meðal annars Þingvelli, Gullfoss, Reykjadal við Hveragerði, Seljalandsfoss, Urriðafoss, Laugarvatn, Geysi, Skógafoss og Fossabrekku. Við Seljalandsfoss. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið.
Staðirnir fengu allir fjármagn úr sérstöku úthlutuninni. Vildi vita hvernig og hvort fjármagnið væri nýtt Um er að ræða framkvæmdir á gönguleiðum eða göngustígum sem lágu eða liggja undir skemmdum.
Víða þurfti einnig að koma upp öryggisgrindverkum og pöllum við fossa og hveri til að tryggja öryggi ferðamanna en slysahætta á mörgum ferðamannastaðanna var talin veruleg.
Í heimsóknum gærdagsins óskaði Ragnheiður Elín eftir upplýsingum frá umsjónarmönnum staðanna, en þeir eru ýmist í ríkiseign eða í eigu sveitarfélaga. Ráðherra vildi vita hvernig og hvort verið að nýta fjármagnið sem úthlutað var til verkefnanna.
Ekki var krafist mótframlags vegna framkvæmdanna. Verkin mega ekki dragast á langinn Ragnheiður Elín segir í samtali við mbl.is að framkvæmdirnar á stöðunum sem hún heimsótti í gær séu mislangt á veg komnar.
Sumum er þegar lokið, aðrar standa yfir en einhverjar eru enn ekki hafnar. Ráðherra bendir á að úthlutunin hafi verið sérstök að því leyti að framkvæmdirnar hafi þurft að fara fljótt af stað og þeim hafi þurft að ljúka á skömmum tíma.
Aldrei hafi meira fjármagni verið úthlutað á einu ári til uppbyggingar á ferðamannastöðum og því sé mikilvægt að sjá fjármununum sé vel farið.
Hún segist hafa skilning á að vanda þurfi til verks og undirbúa, en þó megi verkið ekki dragast á langinn. Uppbygging og viðhald strandar ekki á fjármagni Sem dæmi um breytingar hafa verið gerðar má nefna Gullfoss en þar er búið að koma fyrir palli og gerbreytingar sem tryggja betra flæði við fossinn.
Ragnheiður Elín segir að margir hafi verið við fossinn í gær en umferðin gekk hratt og vel. Þá er búið að bæta stíga við Urriðafoss, sem og aðgengi fatlaðra.
Með nýja stígnum fá ferðamenn betra sjónarhorn á fossinn og eykur það upplifunina, að sögn Ragnheiðar Elínar.
Ragnheiður Elín segir að eftir heimsóknir gærdagsins sé ljóst að uppbygging og viðhald á stöðunum strandar ekki á fjárveitingum heldur frekar á skipulagsmálum og undirbúningi sveitarfélaga og þeirra sem hafa umsjón með stöðunum.
Ráðherra mun heimsækja fleiri ferðamannastaði í mánuðinum en stefnt er á að sækja Vestfirði heim í
næstu viku./////////////////////Það er svo að við sjálfstæðismenn,eigum að stana við það en ekki gíma yfir eigum annara,Eins og borið hefur á undanfarið,bæði hér fyrir austan á Geysir og svo fyrir Norðaustan!!! Þetta með eign á landi ber að virða og það á við jafnvel þó ríkið eigi í þessu,en hvað þetta varðar finnst manni ekki vara vel að þessu staðið,Mjög gott að hafa þarna eftirlit,en ekki slá á hendi eiganda sem vilja bæta þetta og selja inn á það,en semsagt að samvina verði þarna í fyrirrúmi,við teystum á það/Halli gamli
Uppbygging mislangt á veg komin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:57 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.