Þetta þurfa konur að vita um hjartasjúkdóma/ÉG held kalmenn einnig!!!


Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur. Þetta þurfa konur að vita um hjartasjúkdóma Smartland Mörtu Maríu | mbl.is | 11.8.2014 | 13:57 Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur. Mjöll Jónsdóttir sálfræðingur fór á fyrirlestur hjá Barböru H. Roberts sem rannsakað hefur hjartasjúkdóma kvenna.

Hún mælir sérstaklega með Miðjarðarhafsmataræði.Mjöll Jóns­dótt­ir sál­fræðing­ur skrif­ar um það sem kon­ur ættu að vita um hjarta­sjúk­dóma inn á vef­inn hjartalif.is.

Árið 2013 mætti hún á fyr­ir­lest­ur hjá banda­ríska lækn­in­um Barböru H. Roberts sem hef­ur frá ár­inu 2002 stýrt sér­stakri hjarta­deild fyr­ir kon­ur á Miriam Hospital, Rhode Is­land.

Auk þess hef­ur Roberts sinnt starfi klín­ísks aðstoðarpró­fess­ors í lækna­deild Alpert Medical School í Brown Uni­versity.

Roberts helgaði starfs­fer­il sinn for­vörn­um, grein­ingu og meðferð hjarta­sjúk­dóma meðal kvenna og seg­ir Mjöll að það hafi verið mik­ill feng­ur að fá að sitja þenn­an fyr­ir­lest­ur hjá henni.

Mjöll seg­ir að ein­kenni kvenna séu oft og tíðum önn­ur en ein­kenni karla. „Mik­il­væg­ustu skila­boðin eru að ein­kenni kvenna þegar þær fá hjarta­áfall geta mögu­lega verið önn­ur en ein­kenni karla.

Kon­ur geta auðvitað fengið hin þekktu ein­kenni eins og mjög slæm­an brjóst­verk, svita og gríðarlega mæði en þær eru lík­legri til að finna ekki þenn­an mikla brjóst­verk sem karl­ar al­mennt fá held­ur ógleði, verk í kjálka, baki, öxl­um, óþæg­indi í maga og hálsi og jafn­vel finna bara fyr­ir mik­illi mæði og þreytu.

Hin dæmi­gerða lýs­ing á hjarta­áfalli á ekki endi­lega við þegar um kon­ur er að ræða.

Því miður vita þetta ekki all­ir enda hef­ur það sýnt sig að kon­ur leita lækn­is seinna en karl­ar þegar þær veikj­ast, þær þurfa að bíða leng­ur eft­ir meðferð þegar þær koma á spít­ala og eru lík­legri en karl­menn til að deyja af veik­ind­um sín­um.

Þær veikj­ast líka að meðaltali 10 árum seinna en karl­ar. Tími skipt­ir sköp­um þegar kem­ur að því að bjarga heilsu og lífi við hjarta­áfall og því mik­il­vægt að taka verki og óþæg­indi al­var­lega sem ekki kannski all­ir vissu að gætu verið ein­kenni frá hjarta,“seg­ir hún.

Mjöll seg­ir að það hafi komið henni á óvart kon­ur fái oft­ar hjarta­verk í hvíld en karl­ar. „Eitt af því sem k

om mér á óvart í fyr­ir­lestri Dr. Roberts um ólíkt eðli hjarta­sjúk­dóma kvenna og karla var þegar hún sagði kon­ur lík­legri en karla til að fá hjarta­verk í hvíld og á meðan þær sofa.

Hér áður hafði alltaf verið sagt að hjarta­verk­ur kæmi við álag og áreynslu, þess vegna væri meðal ann­ars fólk sent í áreynslu­próf þegar verið væri að leita eft­ir ein­kenn­um hjarta­sjúk­dóma.

Ég get því ekki annað en velt því fyr­ir mér hvort það hafi verið rann­sakað sér­stak­lega hvort áreynslu­próf sé þá rétta skimun­ar­tækið fyr­ir kon­ur, eða hvort eitt­hvað annað sé mögu­lega betra? Ég veit það ekki og því miður kom Dr. Robers ekk­ert inn á það í sín­um fyr­ir­lestri en hún sagði hins veg­ar að kon­ur væru líka lík­legri en karl­ar til að fá brjóst­verk við til­finn­inga­lega eða and­lega streitu.

“ For­varn­ir „Það vita það auðvitað all­ir að það á ekki að reykja. Það var samt sjokk­er­andi að heyra að kona sem reyk­ir 2 pakka á dag er í 74% meiri hættu á hjarta­sjúk­dóm­um en ef hún ekki reykti! Það er ekki hægt að leggja á það of mikla áherslu að reyk­ing­ar eru stærsti áhættuþátt­ur­inn sem hægt er 100% að koma í veg fyr­ir og það áhrifa­mesta sem fólk get­ur gert til að lengja líf sitt og bæta lífs­gæði er ein­mitt að hætta.

Það er ein­fald­lega eng­in af­sök­un fyr­ir því í dag að reykja,“ seg­ir Mjöll og bæt­ir við: „Mér þótti það mjög áhuga­vert sem Dr. Roberts hafði að segja um kó­lester­ól.

En eins og sum­ir þekkja þá er talað um vont kó­lester­ól sem kallað er Low Density Lipoprotein eða LDL og High Density Lipoprotein eða HDL sem er góða kó­lester­ólið.

Við vilj­um að það vonda (LDL) mæl­ist lágt og að það góða (HDL) mæl­ist hátt. Þegar talað er um kó­lester­ól er samt oft verið að tala um heild­ar kó­lester­ól þar sem bæði er búið að taka inn það slæma og það góða.

Ég per­sónu­lega hef aldrei náð því hvort er hvað og hvaða skamm­stöf­un er hið góða eða hið vonda. Hún reddaði því hins veg­ar fyr­ir okk­ur með minn­is­regl­unni að LDL sem byrj­ar á L standi fyr­ir Lou­sy og HDL sem byrj­ar á H standi fyr­ir healt­hy og er góða og heil­brigða kó­lester­ólið.

Gott að vita og ég get alla­vega munað þetta núna.“ Góða kó­lester­ólið það mik­il­væga fyr­ir kon­ur „Það kom mér svo einnig mikið á óvart þegar Dr. Roberts sagði, ólíkt öllu sem ég hef áður heyrt, að hátt LDL spái minna fyr­ir um hjarta­sjúk­dóma hjá kon­um en körl­um en að lágt HDL sé það sem best spái fyr­ir um hjarta­sjúk­dóma kvenna.

Þessu er því eig­in­lega öf­ugt farið miðað við það sem manni hef­ur alltaf verið sagt og eru merki­leg­ar frétt­ir. Þetta snýst ekki allt um vonda kó­lester­ólið eins og hún sagði.

Reynd­ar kannski enn merki­legra, þá sagði hún jafn­framt að ekki hefði verið í einni ein­ustu rann­sókn sýnt fram á að það minnkaði áhættu kvenna á hjarta­sjúk­dóm­um eða fækkaði dauðsföll­um af völd­um hjarta­sjúk­dóma meðal kvenna ef þær fengju kó­lester­ól lækk­andi lyf sem fyr­ir­byggj­andi meðferð áður en þær þróuðu með sér hjarta­sjúk­dóma. Það væru ein­hver merki um fyr­ir­byggj­andi gagn­semi fyr­ir karla en ekki fyr­ir kon­ur.

Eft­ir að fólk hef­ur þróað með sér sjúk­dóm er ár­ang­ur­inn þó eitt­hvað betri en minni en hingað til hef­ur verið haldið fram.

Ég veit ekki með ykk­ur, en ég þekki þó nokkr­ar kon­ur sem hafa verið sett­ar á kó­lester­ól lækk­andi lyf sem for­vörn við hjarta­sjúk­dóm­um út af háu LDL en sam­kvæmt þessu hefðu aðferðir til að hækka góða kó­lester­ólið og al­menn­ar lífs­stíls­breyt­ing­ar jafn­vel verið áhrifa­meiri.

Aðspurð sagði hún að besta aðferðin til að hækka HDL væri svo ein­falt sem að taka tvær til þrjár mat­skeiðar af olífu­olíu á dag, svo ætti fólk að borða holl­an mat og hreyfa sig en því fylgdu held­ur eng­ar auka­verk­an­ir.“ Statin lyf „Statin lyf eru mikið notuð og meðal ann­ars til að lækka kó­lester­ól.

Dr. Roberts held­ur því fram að búið sé að ýkja gagn­semi þess­ara lyfja mikið og gera á móti mjög lítið úr hættu­leg­um auka­verk­un­um þeirra.

Hún taldi upp auka­verk­an­ir eins og vöðva­verki, vöðva­skemmd­ir og vöðvarýrn­un, rá­kvöðvalýsu (bráður og hugs­an­lega ban­vænn sjúk­dóm­ur í beina­grind­ar­vöðvum), hug­ræna skerðingu, liðagigt, sina­bólg­ur, tauga­skemmd­ir, syk­ur­sýki, lifra- og nýrna­skemmd­ir, minnkað magn af CoQ10 (sem er nauðsyn­legt fyr­ir frum­ur lík­am­ans), ofþreytu og fæðing­argalla hjá börn­um sem hafa orðið fyr­ir áhrif­um þess­ara lyfja í móðurkviði.

Lyf­in gagn­ast vissu­lega ein­hverj­um en hún lagði á það mikla áherslu að það væri mjög mik­il­vægt að hafa fólk und­ir nánu eft­ir­lit þegar þessi lyf væru gef­in og að reyna aðrar meðferðir ef fólki þolir lyf­in illa og fær auka­verk­an­ir.

Hún orðaði það meira að segja þannig að með auka­verk­un­um þess­ara lyfja væri lík­am­inn að láta vita að þau hentuðu illa.

Í ofanálag sagði Dr. Roberts frá niður­stöðu rann­sókn­ar sem gerð var á kon­um sem sýndi að ekki reynd­ist mun­ur á dauðsföll­um vegna hjarta­sjúkó­ma milli þeirra kvenna sem tóku statin lyf og þeirra sem tóku lyf­leysu.

Það hlýt­ur að telj­ast frek­ar lé­leg­ur ár­ang­ur. Reynd­ar sagði hún einnig að ef fólk tæki statin lyf en borðaði svo óholl­an mat þá væri það eina sem gerðist að fólk fram­leiddi dýrt piss, lyf­in ein og sér mættu sín lít­ils ef lífs­stíll­inn væri ekki í lagi.

“ Aðrir áhættuþætt­ir „Dr. Roberts ræddi skaðleg áhrif of hás blóðþrýst­ings en sem konu sem hef­ur fengið háan blóðþrýst­ing tvisvar á meðgöngu brá mér nokkuð þegar Dr. Roberts sagði svo frá því að meðgöngu­háþrýst­ing­ur væri líka mik­ill áhættuþátt­ur fyr­ir hjarta- og æðasjúk­dóma

Það að hafa fengið háþrýst­ing á meðgöngu væri ein­fald­lega merki um að eitt­hvað virkaði ekki eins og það ætti að virka og mælti hún með að þær kon­ur ættu að láta hjarta­lækni fylgj­ast með hjarta­heilsu sinni.

Þá ræddi hún van­mat á veru­legri aukn­ingu á hættu á hjarta­sjúk­dóm­um ef fólk grein­ist með syk­ur­sýki, hún ræddi hlut offitu í þróun hjarta­sjúk­dóma og þess að þjást af efna­skipta­sjúk­dómi (meta­bolic syndrome) eða bólg­um (in­flamm­ati­on).

Allt áhuga­verðir og mik­il­væg­ir þætt­ir sem hægt er að hafa áhrif á með lífs­stíl.“ Mataræði og hreyf­ing „Dr. Roberts ræddi að sjálf­sögðu áhrif mataræðis og hreyf­ing­ar á heilsu.

Mik­il­vægi hreyf­ing­ar þekkja all­ir en hún ræddi það einnig að aðlaga að getu hvers og eins og láta allt telja í hreyf­ingu.

Það væri gott að taka stig­ann, leggja bíln­um lengra frá búðinni og gera sitt til að ná því sem maður get­ur út úr deg­in­um þó svo maður hafi ekki tíma til að æfa á hverj­um degi.

Allt tel­ur. Þegar að mataræðinu kom talaði hún á móti mýt­um eins og þeirri að það að borða mat sem væri rík­ur af kó­lester­óli myndi hækka kó­lester­ól magn lík­am­ans og að lág­fitu­fæði væri gott fyr­ir hjartað.

Sagði hún að þvert á móti þá myndi lág­fitu­fæði lækka HDL gildi lík­am­ans og því í raun vera slæmt mataræði fyr­ir hjartað.

“ Dr. Roberts var mjög hrif­in af miðjarðar­hafs­mataræðinu sem inni­held­ur mikið af græn­meti, ávöxt­um, ólífu­olíu en ekki sér­lega mikið af kjöti.

„Í fram­hald­inu og í spurn­ing­um eft­ir fyr­ir­lest­ur­inn sagði hún hins veg­ar að kannski væri ekki jafn skaðlegt að borða kjöt hér á landi þar sem mikið væri af aukefn­um í kjöti í Banda­ríkj­un­um sem gerði það slæm­an val­kost en að á Íslandi ætt­um við hreinna kjöt sem væri meira líf­rænt og því kannski betri val­kost­ur en víða er­lend­is.

Hún fór hins veg­ar í gegn­um rann­sókn­ir sem sýndu að miðjarðar­hafs­mataræðið minnk­ar hætt­una á hjarta­sjúk­dóm­um veru­lega.

Þetta snýst um hrein­an mat eins og hún sagði, við ætt­um að borða meiri mat en ekki vör­ur, mat sem maður­inn væri ekki bú­inn að fikta í.

Eins og hún svo skemmti­lega orðaði það, „if you break the way of people, you mig­ht get away with it, but if you break the way of nature, you always have to pay“ eða eins og það myndi um það bil út­leggj­ast á ís­lensku að ef þú svindl­ar á fólki þá gæt­ir þú mögu­lega kom­ist upp með það en ef þú svindl­ar á nátt­úr­unni þá þyrft­ir þú alltaf að borga og það ætti svo sann­ar­lega við um mataræði.

“ Niðurstaðan „Niðurstaða Dr. Roberts var mjög ein­föld um hvernig við ætt­um að bregðast við Ef þú reyk­ir, hættu þá

Ef þú ert með hátt kó­lester­ól, náðu því þá niður og hækkaðu það góða

Ef þú ert með háan blóðþrýst­ing, náðu hon­um þá niður

Ef þú ert með háan blóðsyk­ur, náðu hon­um þá niður

Ef þú ert þung, náðu vigt­inni niður Gerðu meðal erfiðar lík­ams­æfing­ar í 30 mín­út­ur á dag Borðaðu holl­an mat

Veldu for­eldra þín vel :-) Það besta sem við get­um gert til að sporna gegn hjarta­sjúk­dóm­um kvenna er heil­brigður lífs­stíll.

Við höf­um valdið í okk­ar hönd­um því sama hvað við erf­um eða hvaða áhættuþætti við búum við þá er það hegðun okk­ar sem stjórn­ar heilsu­fari okk­ar.

Eins og hún orðaði það „genin hlaða byss­una en það er um­hverfið sem tek­ur í gikk­inn“.

Við þurf­um bara að horf­ast í augu við áhættuþætti okk­ar, skoða sög­una okk­ar og hvernig fólki í okk­ar fjöl­

skyldu hef­ur reitt af og bregðast við í sam­hengi við það.“//////////////////////Svona lestur er langur en mjög þarfur,og finn ég mig kvaddan til að skrifa um þetta ,ég hef verði sjúklingur lengi en Nýrna og Hjarta og þekki þetta sem þarna er talað um einnig til karla,og þetta með að finna fyrir þessu i hvíld eða svefni á mjög vel við mig ,og eiginlega allt þarna ,ég samt reykti aldrei og hefur kannski,bjargað miklu en bæði Konur og Karlar lessið þetta og skoðið vel í því er kannski lífsbjörg//Halli gamli


mbl.is Þetta þurfa konur að vita um hjartasjúkdóma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband