Ógerlegt að stöðva viðskiptin umsvifalaust,enda er það ekkert vit!!!!!

--
Talsverð áhætta hefði falist í því fyrir Seðlabankann að...
 Ógerlegt að stöðva viðskiptin umsvifalaust Viðskipti | Morgunblaðið | 24.8.2014 | 21:09 Talsverð áhætta hefði falist í því fyrir Seðlabankann að... Þótt ekki hafi leikið neinn vafi á því í langan tíma að gjaldeyrisviðskipti erlendra tryggingafélaga hafi verið ólögleg var ómögulegt fyrir Seðlabankann að grípa umsvifalaust til aðgerða.
 
miðað að því að kanna hvort hægt sé að út­færa ólík­ar leiðir þannig að gjald­eyr­is­flæði til og frá land­inu vegna þess­ara afurða hafi ekki nei­kvæð áhrif á greiðslu­jöfnuð Íslands.
 
Til að svo geti orðið er hins veg­ar ljóst að fé­lög­in þyrftu að ráðstafa aukn­um fjár­hæðum er­lend­is frá til fjár­fest­inga á Íslandi með ein­um eða öðrum hætti. Lík­legt er að sú upp­hæð þurfi að hlaupa á millj­örðum króna.
 
Greiðslur til söluaðila á Íslandi frá hinum erlendu tryggingafélögum nema um fjórum milljörðum króna á ... Greiðslur til söluaðila á Íslandi frá hinum er­lendu trygg­inga­fé­lög­um nema um fjór­um millj­örðum króna á ár­un­um 2009 til 2013.
 
mbl.is/Þ​órður Arn­ar Þórðar­son Á liðnu ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins, var nettó gjald­eyr­isút­flæði vegna starf­semi fé­lag­anna nei­kvætt um tæp­lega sex millj­arða króna.
 
Heild­ar­út­flæði vegna iðgjalda­greiðslna á grund­velli sparnaðarsamn­inga var um níu millj­arðar króna en á móti kom fjár­magns­inn­flæði upp á ríf­lega þrjá millj­arða.
 
Þar er um að ræða upp­safnaðan sparnað sem ein­stak­ling­ar fluttu til lands­ins í gjald­eyri og einnig greiðslur í þókn­an­ir til söluaðila trygg­inga­fé­lag­anna.
 
Það sem gæti greitt fyr­ir lausn í þess­um efn­um er að við þá aðgerð stjórn­valda að gera fólki mögu­legt að nýta viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnað til lækk­un­ar á höfuðstól íbúðalána er viðbúið að það dragi úr gjald­eyr­isút­flæði á næstu árum vegna greiðslna í viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnað í er­lendri mynt.
 
Gjald­eyr­isút­flæði vegna sparnaðar­af­urða er­lendu fé­lag­anna er að lang­stærst­um hluta til­komið vegna greiðslna í viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnað. Þannig ætti að draga um­tals­vert úr því nettó-gjald­eyr­isút­flæði sem hlýst af samn­ing­um trygg­inga­fé­lag­anna um sparnað í er­lend­um gjald­eyri sem gerðir voru eft­ir setn­ingu hafta.
 
 
Eigi er­lendu trygg­inga­fé­lög­in að geta fengið heim­ild til að ávaxta sparnað er­lend­is í sam­ræmi við regl­ur um gjald­eyr­is­mál þurfa þau að tryggja að að jafn mikið gjald­eyr­is­inn­flæði komi að minnsta kosti inn í landið á móti því fjár­magnsút­flæði sem staf­ar af starf­semi þeirra hér­lend­is.
 
Slíkt er for­senda fyr­ir mögu­legri und­anþágu frá fjár­magns­höft­um. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins eru þær leiðir sem hafa verið út­færðar í viðræðum við trygg­inga­fé­lög­in hugsaðar þannig að aðrir aðilar á þess­um markaði hér á landi, einkum líf­eyr­is­sjóðir og fjár­mála­fyr­ir­tæki, geti einnig með sam­bæri­leg­um hætti boðið ein­stak­ling­um upp á sparnað í er­lendri mynt.
 
Þannig væri hægt að ímynda sér að það yrði gert í sam­starfi við eign­a­stýr­ing­ar­fyr­ir­tæki er­lend­is sem myndu þá sjá um að ávaxta sparnaðinn en kæmu á móti með gjald­eyri til lands­ins í formi fjár­fest­inga í ís­lensk­um fjár­mála­gern­ing­um á borð við rík­is­skulda­bréf. Áfram­hald­andi mis­mun­un „ótæk“ Á meðal sam­keppn­isaðila er þrýst á yf­ir­völd um að það sé gætt að jafn­ræði.
 
Í svari frá Sam­tök­um fjár­mála­fyr­ir­tækja seg­ir að „sam­tök­in og ein­staka aðild­ar­fé­lag hafa verið í sam­skipt­um við Seðlabank­ann vegna þessa máls og bent ít­rekað á þá mis­mun­un sem hef­ur ríkt milli ís­lenskra og er­lendra fjár­mála­fyr­ir­tækja á þess­um markaði frá því að gjald­eyr­is­höft­in voru sett.
 
SFF hafa einnig bent á að ótækt sé að starf­sem­in verði heim­iluð áfram án þess að ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um verði gert kleift að bjóða sam­bæri­leg­ar vör­ur.
 
“ Frá því að Seðlabank­inn til­kynnti fyr­ir um tveim­ur mánuðum að hann myndi stöðva gjald­eyrisviðskipti trygg­inga­fé­lag­anna á grund­velli ólög­legra samn­inga um sparnað hafa viðræður staðið yfir við full­trúa fé­lag­anna á Íslandi og for­svars­menn þeirra er­lend­is.
 
Það var Morg­un­blaðið sem upp­lýsti fyrst um fyr­ir­hugaðar aðgerðir Seðlabank­ans 17. júní síðastliðinn.
 
Eyj­ólf­ur Lárus­son, fram­kvæmda­stjóri Alli­anz á Íslandi, hafði ekki tök á því að ræða við blaðamann þegar eft­ir því var leitað.
 
Andrés Magnús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, sem gæt­ir hags­muna vá­trygg­inga­miðlara á Íslandi, seg­ir í sam­tali við Morg­un­blaðið að stefnt sé að því að niðurstaða fá­ist í viðræður við Seðlabank­ann í þess­um mánuði.
 
Hvorki sam­tök­in né vá­trygg­inga­miðlar­ar hafi hins veg­ar aðkomu að þeim held­ur séu þær beint við full­trúa breska líf­trygg­inga­fé­lags­ins Friends Provi­dent sem miðlar­ar á Íslandi hafa selt trygg­ing­ar fyr­ir.
 
„Þeir hafa upp­lýst okk­ur að það sé ekk­ert í spil­un­um sem gefi til kynna að gripið verði til neinna dra­stískra aðgerða á borð við rift­un samn­inga.
 
“ Frá og með síðustu mánaðamót­um hætti Friends Provi­dent allri sölu á nýj­um samn­ing­um á Íslandi. Sú ákvörðun tengd­ist ekki aðgerðum Seðlabank­ans enda höfðu stjórn­end­ur fé­lags­ins tekið þá ákvörðun sl. vor að hætta frek­ari starf­semi hér landi.
 
Fé­lagið mun þó vita­skuld halda áfram að þjón­usta þá samn­inga sem eru í gildi. Líta málið ólík­um aug­um For­svars­menn er­lendu fé­lag­anna og trygg­inga­miðlar­ar þeirra hér­lend­is hafa ít­rekað haldið því fram að aðgerðir Seðlabank­ans hafi komið þeim í opna skjöldu enda hafi þeir talið sig starfa eft­ir til­mæl­um Seðlabank­ans.
 
Í því sam­hengi hef­ur verið vísað til þess að Seðlabank­inn eigi að hafa staðfest í bréfi 12. fe­brú­ar 2009 að samn­ing­ar fé­lag­anna væru ekki brot á regl­um um fjár­magns­höft þar sem um hafi verið að ræða samn­inga sem fælu í sér kaup á þjón­ustu.
 
Seðlabank­inn lít­ur málið þó allt öðrum aug­um og seg­ir að eng­in slík svör hafi verið gef­in. Bank­inn hafi ávallt gert þann fyr­ir­vara að viðskipt­um fé­lag­anna væri þannig háttað að iðgjalda­greiðslum mætti aðeins ráðstafa til kaupa á líf- og sjúk­dóma­trygg­ing­um en ekki til sparnaðar að neinu leyti.
 
Það sé einnig alltaf á ábyrgð fé­lag­anna sjálfra að tryggja að starf­sem­in sé ekki í trássi við regl­ur um fjár­magns­höft.
 
Á því hafi orðið mis­brest­ur enda ljóst að iðgjalda­greiðslum var í reynd ráðstafað að lang­stærst­um hluta til fjár­fest­ing­ar í sparnaði í er­lendri mynt. 850 millj­ón­ir á mánuði
 
Áætlað er að yfir 30.000 ein­stak­ling­ar hafi gert slíka samn­inga um sparnaðarleiðir við er­lend trygg­inga­fé­lög eft­ir setn­ingu fjár­magns­hafta 28. nóv­em­ber 2008. Umboðsmenn og trygg­inga­miðlar­ar fé­lag­anna buðu viðskipta­vin­um upp á ýms­ar afurðir – viðbót­ar­trygg­inga­vernd, reglu­bund­inn sparnað, söfn­un­ar­trygg­ing­ar og ein­greiðslu­líf­trygg­ing­ar – þar sem iðgjalda­greiðslum var varið til söfn­un­ar höfuðstóls í er­lend­um gjald­eyri. Um­svif þess­ara fé­laga á Íslandi, fyrst og fremst Alli­anz, Bayern Le­bensversicher­ung AG og Friends Provi­dent, hafa auk­ist um­tals­vert á síðustu fimm árum.
 
Talið er að hart­nær helm­ing­ur Íslend­inga sem greiða í sér­eigna­líf­eyr­is­sparnað séu í viðskipt­um við er­lend trygg­inga­fé­lög. Vöxt­ur gjald­eyr­isút­streym­is vegna auk­inna um­svifa vá­trygg­inga­miðlara stóð yfir allt þar til Seðlabank­inn steig það skref að stöðva viðskipt­in fyrr í sum­ar.
 
Meðalaukn­ing gjald­eyr­isút­flæðis vegna samn­inga trygg­inga­fé­lag­anna, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins, nam um 20% á hverju ári. Á fyrstu mánuðum þessa árs var út­flæðið orðið ríf­lega 850 millj­ón­ir króna að meðaltali á mánuði eða um tíu millj­arðar króna á árs­grund­velli. Til sam­an­b­urðar spá­ir Seðlabank­inn því að und­ir­liggj­andi viðskipta­gang­ur þessa árs verði um 15 millj­arðar. Hef­ur út­flæði gjald­eyr­is vegna þess­ara sparnaðar­af­urða meira en tvö­fald­ast frá ár­inu 2009 og end­ur­spegl­ar það þá spreng­ingu sem hef­ur orðið í starf­semi vá­trygg­inga­miðlara hér­lend­is.
 
Að óbreyttu er áætlað að heild­ar­gjald­eyr­isút­flæði vegna er­lendu trygg­inga­fé­lag­anna frá setn­ingu hafta verði 46 millj­arðar í árs­lok 2014. Höfðu sam­keppn­is­for­skot Sam­keppn­isaðilar er­lendu trygg­inga­fé­lag­anna hér­lend­is – líf­eyr­is­sjóðir og fjár­mála­fyr­ir­tæki – höfðu löng­um kvartað und­an því ójafn­ræði sem hafði ríkt á þess­um markaði frá setn­ingu hafta enda var þeim óheim­ilt að verja iðgjalda­greiðslum til fjár­fest­ing­ar í er­lend­um verðbréf­um.
 
Þenn­an aðstöðumun nýttu söluaðilar trygg­inga­fé­lag­anna sér og lögðu á það áherslu í markaðssetn­ingu sinni að geta boðið upp á ávöxt­un sparnaðar í er­lendri mynt. Lík­legt má telja að ef inn­lend­um sam­keppn­isaðilum hefði verið veitt heim­ild til að ráðstafa iðgjalda­greiðslum í viðbót­ar­líf­eyrs­sparnað til er­lendra fjár­fest­inga, líkt og trygg­inga­fé­lög­in hafa gert, þá hefði slíkt getað or­sakað veru­legt geng­is­fall krón­unn­ar.
 
Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins áætl­ar Seðlabank­inn að heild­ar­út­flæði inn­lendra aðila í sparnað er­lend­is gæti numið, aðeins á grund­velli viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnaðar, allt að 45 millj­örðum króna á ári. Frá setn­ingu hafta hefði út­flæðið því getað verið upp und­ir 300 millj­örðum króna en til sam­an­b­urðar var upp­safnaður viðskipta­af­gang­ur Íslands á tíma­bil­inu 2009-2013 um 380 millj­arðar króna.
 
Ekki þarf að velkj­ast í vafa um að út­flæði af þeirri stærðargráðu hefði valdið mjög al­var­leg­um óstöðug­leika í geng­is- og pen­inga­mál­um – og því ekki að ástæðulausu að slík fjár­magnsviðskipti hafa verið bönnuð. Veittu rang­ar upp­lýs­ing­ar Skiln­ing­ur Seðlabank­ans á þeim afurðum sem trygg­inga­fé­lög­in seldu hér á landi var sem fyrr seg­ir í fyrstu sá að um væri að ræða líf­trygg­inga­af­urðir sem teld­ust þjón­ustu­kaup og því ekki brot á lög­um um gjald­eyr­is­mál.
 
Heim­ild­ir Morg­un­blaðsins herma að sá skiln­ing­ur hafi grund­vall­ast á þeim upp­lýs­ing­um sem trygg­inga­fé­lög­in veittu bank­an­um um starf­semi sína í árs­lok 2008. Þetta átti eft­ir að hafa tals­verða þýðingu í för með sér enda hafði Seðlabank­inn á grund­velli þess­ara upp­lýs­inga flokkað viðskipt­in und­ir viðskipta­jöfnuð sem féllu þar með ekki und­ir regl­ur um fjár­magns­höft.
 
Við nán­ari at­hug­un Seðlabank­ans kom aft­ur á móti í ljós að þær upp­lýs­ing­ar, sem komu meðal ann­ars frá lög­mönn­um fé­lag­anna, reynd­ust bæði mis­vís­andi og ein­fald­lega rang­ar. Sú skoðun – en ráðist var í þessa vinnu sök­um ört vax­andi gjald­eyr­isút­flæðis á grund­velli samn­ing­anna –
 
sýndi að þær afurðir sem fé­lög­in voru að selja fólu í sér söfn­un á höfuðstól í er­lend­um fjár­mála­gern­ing­um. Slík gjald­eyrisviðskipti flokk­ast vita­skuld und­ir fjár­magn­s­jöfnuð og eru því brot á lög­um um gjald­eyr­is­mál.
 
AGS staðfesti túlk­un SÍ Áður en Seðlabank­inn gat hins veg­ar hrundið í fram­kvæmd aðgerðum sín­um til að stöðva hin ólög­legu gjald­eyrisviðskipti trygg­inga­fé­lag­anna taldi bank­inn rétt að ráðfæra sig við Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðinn til að fá staðfest að skiln­ing­ur sjóðsins væri sá hinn sami og Seðlabank­ans.
 
Sú staðfest­ing dróst tals­vert á lang­inn þar sem AGS óskaði eft­ir nán­ari út­skýr­ing­um og grein­ingu á afurðum trygg­inga­fé­lag­anna. Það var því ekki fyrr en í apríl síðastliðnum að sjóður­inn féllst loks­ins á túlk­un Seðlabank­ans um að iðgjalda­greiðslur á grund­velli samn­inga fé­lag­anna féllu und­ir fjár­magn­s­jöfnuð sam­kvæmt greiðslu­jafnaðar­hand­bók sjóðsins.
 
Sam­tím­is staðfesti AGS að aðgerðir Seðlabank­ans og breyt­ing­ar á regl­um um gjald­eyr­is­mál brytu á eng­an hátt gegn stofn­sátt­mála sjóðsins þegar kem­ur að tak­mörk­un­um á fjár­magns­flæði milli landa. Tals­verð áhætta hefði fal­ist í því fyr­ir Seðlabank­ann að fara fram með aðgerðir sín­ar án þess að leita fyrst eft­ir samþykki AGS.
 
Þannig hefði sú staða getað komið upp á síðari stig­um að sjóður­inn hefði ekki samþykkt túlk­un Seðlabank­ans að um væri að ræða fjár­magnsviðskipti – en slíkt hefði ekki aðeins verið brot á stofn­sátt­mála sjóðsins held­ur einnig EES-samn­ingn­um.
 
Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hefði Seðlabank­inn eft­ir sem áður ávallt að lok­um gripið til þess­ara aðgerða óháð því hvort samþykki hefði fyrst feng­ist frá AGS.
 
Nán­ast óhugs­andi var talið að sjóður­inn gæti kom­ist að ann­arri niður­stöðu en þeirri að viðskipt­in féllu und­ir fjár­magn­s­jöfnuð – og því nægj­an­lega rík og lög­mæt ástæða fyr­ir ís­lensk yf­ir­völd til að grípa í taum­ana.
 
Eft­ir­leik­ur­inn und­ir­bú­inn Sam­skipt­in við AGS voru því veiga­mik­il ástæða þess hversu lang­an tíma það tók fyr­ir Seðlabank­ann að stöðva gjald­eyrisviðskipti trygg­inga­fé­lag­anna. Enn meira máli skipti þó í þeim efn­um sú gríðarlega vinna sem fór í að greina ólík­ar sparnaðar­af­urðir fé­lag­anna og tryggja að fjár­hags­legt tjón ein­stak­linga yrði lág­markað sam­hliða aðgerðunum.
 
Á því leik­ur lít­ill vafi að ef gjald­eyrisviðskipt­in hefðu um­svifa­laust verið stöðvuð, án þess að und­ir­búa eft­ir­leik­inn, þá hefði slíkt getað sett samn­inga tugþúsunda ein­stak­linga í upp­nám.
 
Til að koma í veg fyr­ir slík­ar af­leiðing­ar þurfti Seðlabank­inn því að út­búa ýms­ar leiðir, sem kölluðu á bæði var­an­leg­ar og tíma­bundn­ar und­anþágur frá höft­um, þannig að hægt yrði að viðhalda samn­ings­sam­bandi ein­stak­linga við trygg­inga­fé­lög­in.
 
Ein­stak­ling­um yrði gert kleift að standa við gerða samn­inga í krón­um á reikn­ing í eigu trygg­inga­fé­lags­ins hér­lend­is. Seðlabank­inn veitti einnig tíma­bundna und­anþágu til fjög­urra mánaða – til 19. októ­ber næst­kom­andi – þar sem ein­stak­ling­um er heim­ilað að greiða sam­kvæmt samn­ingi í gjald­eyri.
 
Mark­miðið var að gefa aðilum svig­rúm til að skil­mála­breyta samn­ing­um í ís­lensk­ar krón­ur eða fara í ótíma­bundið greiðslu­hlé. Þá mega er­lendu trygg­inga­fé­lög­in fjár­festa í ís­lensk­um verðbréf­um og fast­eign­um út­gefn­um í krón­um.
 
Fá fé­lög­in því sam­bæri­leg­ar fjár­fest­inga­heim­ild­ir og til að mynda ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóðir og geti þannig tryggt rétt­höf­um sömu ávöxt­un.
 
Ekki í skaðabóta­ábyrgð Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins var það kannað ýt­ar­lega af hálfu Seðlabanka Íslands hvort þær breyt­ing­ar sem gerðar voru á lög­um um gjald­eyr­is­mál gætu bakað bank­an­um skaðabóta­ábyrgð gagn­vart umboðsmönn­um hinna er­lendu trygg­inga­fé­laga eða þeim ein­stak­ling­um sem gert hefðu samn­inga við fé­lög­in eft­ir setn­ingu fjár­magns­hafta.
 
Niðurstaða þeirr­ar vinnu, sem var byggð á lög­fræðiáliti sem Seðlabank­inn óskaði eft­ir, sýndi að bank­inn væri ekki á neinn hátt í skaðabóta­ábyrgð á því tjóni sem ein­stak­ling­ar kynnu að verða fyr­ir.
 
Ávallt hefði legið fyr­ir að þeim væri óheim­ilt að efna til samn­inga um viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnað og söfn­un­ar­trygg­inga í er­lend­um gjald­eyri.
 
Að sama skapi get­ur Seðlabank­inn ekki verið skaðabóta­skyld­ur út af því tjóni sem er­lend trygg­inga­fé­lög og/​eða umboðsmenn þeirra hér­lend­is geta hugs­an­lega orðið fyr­ir vegna þess að ein­stak­ling­um væri ekki heim­ilt að standa við samn­inga sína. Fram hef­ur komið í yf­ir­lýs­ingu frá Seðlabank­an­um að ekki verði haf­in rann­sókn á ein­stak­ling­um sem gert hafi samn­inga um sparnað við trygg­inga­fé­lög­in eft­ir að höft­in tóku gildi.
 
Geng­ur Seðlabank­inn út frá því að þeir ein­stak­ling­ar hafi verið í góðri trú um að slík­ir samn­ing­ar væru í sam­ræmi við lög um gjald­eyr­is­mál.
 
Seðlabank­inn hef­ur hins veg­ar ekki kannað sér­stak­lega hvort trygg­inga­fé­lög­in og umboðsmenn þeirra geti verið skaðabóta­skyld­ir gagn­vart viðskipta­vin­um sín­um. Ættu end­ur­greiðslu­kröfu á sölu­menn Trygg­inga­miðlar­ar og sölu­menn fyr­ir hin er­lendu trygg­inga­fé­lög með starf­semi á Íslandi eiga sjálf­ir gríðarlega hags­muni und­ir að samn­ings­sam­bandi ein­stak­linga við fé­lög­in verði viðhaldið.
 
Ef samn­ing­um rétt­hafa yrði rift og iðgjalda­greiðslur myndu í kjöl­farið stöðvast gætu marg­ir inn­lend­ir sölu­menn lent í þeirri stöðu að þurfa að end­ur­greiða er­lendu fé­lög­un­um um­tals­verðar fjár­hæðir vegna þókn­ana sem þeir kusu að fá greidd­ar fyr­ir­fram.
 
Andrés Magnús­son, sem gæt­ir meðal ann­ars hags­muna vá­trygg­inga­miðlar­ara sem hafa selt sparnaðar­af­urðir fyr­ir Friends Provi­dent, staðfest­ir þetta í sam­tali við Morg­un­blaðið. „Það eru þess vegna afar rík­ir hags­mun­ir fyr­ir trygg­inga­miðlara að þetta samn­ings­sam­band rofni ekki,“ seg­ir Andrés. Við sölu á samn­ing­um um sparnaðar­af­urðir til ein­stak­linga hér­lend­is fá sölu­menn er­lendu trygg­inga­fé­lag­anna greidda þókn­un sem ræðst af heild­ar­verðmæti hvers samn­ings fyr­ir sig.
 
Þannig hafa þeir iðulega geta valið á milli þess að fá þókn­un­ina greidda fyr­ir­fram eða yfir líf­tíma samn­ings­ins. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins hafa söluaðilar oft­ar en ekki kosið að fá þókn­un­ina greidda alla fyr­ir­fram frá er­lendu trygg­inga­fé­lög­un­um þegar gengið hef­ur verið frá samn­ing­um við viðskipta­vini. Rofni samn­ings­sam­bandið þá eiga er­lendu trygg­inga­fé­lög­in end­ur­greiðslu­kröfu á hend­ur söluaðilum vegna of­greiddra þókn­ana.
 
Ekki þarf að fjöl­yrða um hvaða fjár­hags­legu þýðingu það kynni að hafa fyr­ir marga söluaðila ef mörgþúsund samn­ing­um sem ein­stak­ling­ar hafa gert við trygg­inga­fé­lög­in eft­ir setn­ingu hafta yrði rift. Þyrftu þeir að greiða fé­lög­un­um er­lend­is til baka háar fjár­hæðir sem gætu sam­tals hlaupið á hundruðum millj­óna króna, ef ekki millj­örðum.
 
Sam­kvæmt áreiðan­leg­um upp­lýs­ing­um Morg­un­blaðsins nema greiðslur til söluaðila á Íslandi frá hinum er­lendu trygg­inga­fé­lög­um um fjór­um millj­örðum króna á ár­un­um 2009 til 2013. Sam­tals starfa um 150 manns fyr­ir fyr­ir­tæki hér á landi sem hafa milli­göngu um að selja sparnaðar­af­urðir fyr­ir er­lend trygg­inga­fé­lög, annaðhvort sem umboðsaðilar eða trygg­inga­miðlar­ar, og hef­ur þeim farið fjölg­andi á síðustu árum.
 
Því má var­lega áætla að þókn­an­ir sem er­lend trygg­inga­fé­lög hafa greitt að meðaltali til ein­stakra sölu­manna þess­ara samn­inga nemi tug­um millj­óna króna á þessu tíma­bili.
 
24 millj­arðar hjá er­lend­um trygg­inga­fé­lög­um Sú fjár­hæð sem inn­lend­ir ein­stak­ling­ar hafa sam­tals greitt í sér­eigna­sparnað líf­eyr­is­sjóða og vörsluaðila líf­eyr­is­rétt­inda nam um 410 millj­örðum króna í árs­lok 2013. Aðeins lítið hlut­fall af þeirri fjár­hæð er hjá er­lend­um trygg­inga­fé­lög­um í gjald­eyriseign­um – um 24 millj­arðar – á sama tíma og ríf­lega 340 millj­arðar af heild­ar­fjár­hæð iðgjalda­greiðslna í viðbót­ar­líf­eyr­is­sparnað eru bundn­ir í krónu­eign­um sem eru varslaðar hjá líf­eyr­is­sjóðum og inn­lend­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um.
 
Ef hluta þeirra krónu­eigna, til að mynda 10% af upp­söfnuðum sparnaði, yrði hins veg­ar skipt í er­lend­an gjald­eyri eða flutt yfir til hinna er­lendu trygg­inga­fé­laga þá næmi fjár­magnsút­flæði af þeim sök­um um 34 millj­örðum á árs­grund­velli.
 
Það er um tvö­falt hærri fjár­hæð en Seðlabank­inn ger­ir ráð fyr­ir í viðskipta­af­gangi á þessu ári.
 
Nettó-gjald­eyr­is­sköp­un þjóðarbús­ins myndi því duga skammt til að standa und­ir slík­um fjár­magns­flutn­ingi
 
að óbreyttu – og því myndi af­leiðing­in verða annaðhvort geng­is­fall krón­unn­ar eða að gengið yrði á gjald­eyr­is­forða Seðlabank­ans///////////////////////////Þetta þarf mikillar lesningu, við og mun maður gera það og koma ,svo með eitthvað sem manni, finnst um þetta allt,þetta ercviðartekin adgreiðslu að gera það bara si svona,þarnaer nikið udir,og þiðir ekkiert að kastatil höngumþarna!!!ð vera með gjdmili sem ekki blífar í viðskipum er ekki hægt,við verðumm ap rísa upp úr þessu skuldafeni,og gerum það ekki nena fá lán ríkið,frá lífeyrislóum skattana sem við eigum inni,af 2300 milljörðum er það 0ö= það 888 milljarar,nei við verðum að vera sjáfstæð ekkert annað,svo komum við okkar á hrra plan//HAllli gamli

mbl.is Ógerlegt að stöðva viðskiptin umsvifalaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband