Engin aska og lítil flóðahætta Innlent | mbl | 29.8.2014 | 6:15 Mynd 761434 Litlar jarðhræringar eru á gossvæðinu í Holuhrauni, norður af jaðri Dyngjujökuls. og mikið hefur dregið úr gosinu.
Mjög dró úr gosóróanum um tvö og hefur engin aska sést og lítil hætta talin á flóði.ú er talið að sprungan þar sem eldgosið hófst um miðnætti í Holuhrauni norður af Dyngjujökli sé ríflega 1 km að lengd.
Gosið hefur verið rólegt í alla nótt, engin aska sést á radarmælingum og lítil hætta er talin á flóði. Hættusvæði vegna flugs minnkað ISAVIA hefur minnkað hættusvæði fyrir flug og lækkað það niður í 5000 feta hæð frá jörðu.
Svæðið hefur einnig verið skilgreint sem haftasvæði sem þýðir að flug annarra en vísindaflug með flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF, er bannað.
Allir áætlunarflugvellir landsins eru opnir.
Gleggri upplýsingar um hegðan eldgossins í Holuhrauni norðan Vatnajökuls benda til þess að öskudreifing sé óveruleg.
Skilgreint hættusvæði vegna blindflugs hefur verið minnkað og nær nú upp í 5.000 feta hæð. Allir áætlunarflugvellir á Íslandi eru opnir.
Gosstöðin klukkan 5.38. Gosstöðin klukkan 5.38. Skjáskot/​Míla Samgöngustofa hefur sett upp haftasvæði (Restricted area) þar sem einungis er heimilað vísindaflug Landhelgisgæslunnar.
Haftasvæðið afmarkast af hring í 10 sjómílna radíus í kringum eldstöðina og upp í 5.000 fet yfir jörðu, samkvæmt upplýsingum frá ISAVIA. Akstursbann enn í gildi Lokanir norðan Vatnajökuls eru enn í gildi.
Lögregla og hópar frá björgunarsveitum á Norðausturlandi sinna lokunum inn á mögulegt áhrifasvæði gossins.
Hópur sem var á hálendisvakt björgunarsveita í Landmannalaugum styrkir lokanir á Gæsavatnaleið.
Á fjórða tug björgunarsveitamanna taka þátt í aðgerðum sem stendur.
Áfram verður fylgst með framvindunni, samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra.
Stærsti skjálftinn 3,8 stig Martin segir að jarðskjálftavirknin hafi minnkað mjög um svipað leyti og eldgosið hófst og það eigi sér eðlilegar skýringar í því að þá dró úr þrýstingi en jörð skjálfi enn.
Til að mynda var jarðskjálfti upp á 2,9 stig klukkan 5:39 í morgun sem átti upptök sín skammt suðvestur af þeim stað sem gýs í Holuhrauni.
Á kortinu sést að gossprungan liggur nánast beint ofan á ganginum góða, sem er teiknaður ... Á kortinu sést að gossprungan liggur nánast beint ofan á ganginum góða, sem er teiknaður eftir skjálftagögnum Veðurstofunnar.
Þar með er gangurinn ekki lengur aðeins innskot djúpt niðri í jörðu heldur orðinn að aðfærsluæð kviku upp á yfirborð jarðar.
Snæbjörn Guðmundsson/​https://​www.facebook.com/​snaebjorn.gudmundsson?fref=ts Mjög grannt er fylgst með jarðskjálftunum en óvissa ríkir um hvert framhaldið verður næstu klukkutímanna.
Martin segir nauðsynlegt að vöktunin sé mjög mikil svo hægt sé að grípa nægjanlega fljótt til aðgerða verði einhverjar breytingar undir jökli.
Enn sem komið er engar breytingar þar að sjá og því ekkert sem bendir til jökulshlaups í augnablikinu. Jarðskjálftar mælast enn í Bárðarbungu og nágrenni og sá stærsti reið yfir klukkan 4:37 í nótt.
Martin segir að þrátt fyrir að jörð skjálfi þar enn þá beinist sjónir vísindamanna mest að óróa í og við kvikuganginn norður af Dyngjujökli.
Jarðskjálftarnir þar eru líkt og undanfarið mun minni en um leið mun fleiri en jarðskjálftarnir í Bárðarbungu þar sem skjálftavirknin hófst þann 16. ágúst sl.
Áætlað er að TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar fljúgi yfir gosstöðvarnar um klukkan 09:30. Samhæfingarstöðin í Skógarhlíð hefur verið fullmönnuð vegna eldgossins og hefur Ríkislögreglustjóri lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við lögreglustjórann á Húsavík.
Fékk nafnið Holuhraun seint á nítjándu öld Á nat.s kemur fram að Holuhraun kom líklega úr gígaröðum við jaðar Dyngjujökuls og í hrauninu sjálfu, nokkuð norðar. Það er úfið og illt yfirferðar sunnantil en sandorpið og slétt norðantil.
Vestan hraunsins eru svokallaðar Flæður og vestan þeirra er Urðarháls. Um Flæðurnar rennur talsvert vatn í leysingum og síðdegis á sólríkum og heitum dögum.
Það hverfur oftast í sandinn, þegar norðar kemur. Þarnar hafa margir fest jeppa og rútur vegna reynsluleysis.
Jökulvatnið, sem rennur um Flæðurnar ber með sér fínan jökulsalla, sem rýkur upp við minnsta vind, þegar þær eru þurrar og þá er betra að vera með áttavita við höndina eða að hafa GPS punktana í lagi.
Í góðu skyggni má sjá allan fjallahringinn á þessari síðustu, ósnortnu fjallaleið landsins. Austan Holuhrauns teygist jaðar Dyngjujökuls að Kverkfjöllum, þar sem aðalkvíslar Jökulsár á Fjöllum koma undan jöklinum.
Árið 1880 fóru svokallaðir landaleitarmenn um þessar slóðir og kölluðu hraunið Kvíslarhraun en Þorvaldur Thoroddsen skírði það Holuhraun fjórum árum síðar.
Liggur nánast beint ofan á kvikuganginum Snæbjörn Guðmundsson doktorsnemi í jarðefnafræði við Jarðvísindastofnun Háskólans birtir kort af sprungusvæðinu á Facebook síðu sinni og er það birt með fréttinni.
Hann segir erfitt að greina vel gossprunguna sem opnaðist í nótt út frá vefmyndavélum, en miðað við hitamyndirnar frá Ingibjörgu Jónsdóttur á Jarðvísindastofnun og myndir frá vefmyndavélum virðist mögulega vera að sprungan hafi opnast með norðvestur-suðaustlæga stefnu, sem er óvanalegt á þessu svæði þar sem ríkjandi sprungustefna er í suðvestur-norðaustur (sést vel á flestum eldri gossprungum sem merktar eru inn á kortið).
Ef sprungan hefur þessa stefnu þá er það kannski til marks um hve kraftlítið gosið var, að fylgja ekki ríkjandi sprungustefnu svæðisins.
Landmælingar Staðsetning eldgosins í Holuhrauni. Myndin er fengin frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Staðsetning eldgosins í Holuhrauni.
Myndin er fengin frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð er nú fullmönnuð. Myndin er tekin í nótt.
Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð er nú fullmönnuð. Myndin er tekin í nótt. mbl.is/​Júlíus Sigurjónsson
Ég geri hins vegar ráð fyrir því að nákvæm staðsetning verði fljótt gefin upp eftir að vísindamenn og almannavarnir fara yfir svæðið.
Vísindamenn sem eru á svæðinu töldu að sprungan hefði verið um eins kílómetra löng, en Almannavarnir gáfu út töluvert minni tölur, eða nokkur hundruð metra.
Það er ekki löng gossprunga, eða svipuð og sprungan sem opnaðist í Fimmvörðuhálsgosinu, ef mig minnir rétt. Á kortinu sést að gossprungan liggur nánast beint ofan á ganginum góða, sem er teiknaður eftir skjálftagögnum Veðurstofunnar.
Þar með er gangurinn ekki lengur aðeins innskot djúpt niðri í jörðu heldur orðinn að aðfærsluæð kviku upp á yfirborð jarðar, skrifar Snæbjörn á Facebook nú í morgun.
Sjá nánar á Facebook síðu Snæbjörns Guðmundssonar///////////////////Við erum heppin ef þetta veður ekki meira,og Guð sé lof fyrir það,en það getur þó enginn fullyrt,getgátur eru ennþá við líði í þessum geira!!!en ef það er satt að þetta verði ekki meira er það frábært og vel sloppið,við bjuggumst við miklu meira gosi ,en þetta kemur á óvart//Halli gamli
Engin aska og lítil flóðahætta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Sex börn látin eftir að bátur sökk í Eyjahaf
- Vilja 20 ára dóm í frönsku nauðgunarmáli
- Vöruflutningavél brotlenti í Litháen
- Seljið þið bíla?
- Skutu 250 eldflaugum á Ísrael
- Rússar ráða jemenska skæruliða til sín
- Munu elta skipið ef það siglir af stað
- Sex drepnir í skotárás á bar
- Dæmdur fyrir að koma sér hjá herskyldu með ofáti
- Fundu 41 lík sem notuð voru til hugleiðslu
Fólk
- Telur sig eiga heimsins stærsta safn Crocs-skópara
- Khloé búin að hressa upp á útlitið fyrir jólin
- Sóli seldi upp á 37 sýningar
- Úr trymbli í Trump
- Stjórnendur kvikmyndahátíða funda í Hveragerði
- Íbúar Basel samþykkja fjármögnun Eurovision
- Skiptir aftur um kyn
- Fyrsta stiklan úr Vigdísi
- Gert á kostnað brostinna hjarta
- Harry alltaf einn á ferð
Athugasemdir
Er þetta ekki smá "túristagos" eins og gosið á Fimmvörðuhálsi og svo koma lætin seinna eins og gosið í Eyjafjallajökli 2010?????????
Jóhann Elíasson, 29.8.2014 kl. 12:36
Mjög ánægjulegt
tramploine, 29.8.2014 kl. 14:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.