Engin aska og lítil flóðahætta/Flott að þetta verður bara svona,átakalítið!!!

Engin asMynd 761434ka og lítil flóðahætta Innlent | mbl | 29.8.2014 | 6:15 Mynd 761434 Litlar jarðhræringar eru á gossvæðinu í Holuhrauni, norður af jaðri Dyngjujökuls. og mikið hefur dregið úr gosinu.

 Mjög dró úr gosóróanum um tvö og hefur engin aska sést og lítil hætta talin á flóði.ú er talið að sprung­an þar sem eld­gosið hófst um miðnætti í Holu­hrauni norður af Dyngju­jökli sé ríf­lega 1 km að lengd.

 Gosið hef­ur verið ró­legt í alla nótt, eng­in aska sést á radar­mæl­ing­um og lít­il hætta er tal­in á flóði. Hættu­svæði vegna flugs minnkað ISA­VIA hef­ur minnkað hættu­svæði fyr­ir flug og lækkað það niður í 5000 feta hæð frá jörðu.

Svæðið hef­ur einnig verið skil­greint sem hafta­svæði sem þýðir að flug annarra en vís­inda­flug með flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar, TF-SIF, er bannað.

All­ir áætl­un­ar­flug­vell­ir lands­ins eru opn­ir.

„Gleggri upp­lýs­ing­ar um hegðan eld­goss­ins í Holu­hrauni norðan Vatna­jök­uls benda til þess að ösku­dreif­ing sé óveru­leg.

Skil­greint hættu­svæði vegna blind­flugs hef­ur verið minnkað og nær nú upp í 5.000 feta hæð. All­ir áætl­un­ar­flug­vell­ir á Íslandi eru opn­ir.

Gosstöðin klukkan 5.38. Gosstöðin klukk­an 5.38. Skjá­skot/​Míla Sam­göngu­stofa hef­ur sett upp hafta­svæði (Restricted area) þar sem ein­ung­is er heim­ilað vís­inda­flug Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Hafta­svæðið af­mark­ast af hring í 10 sjó­mílna radíus í kring­um eld­stöðina og upp í 5.000 fet yfir jörðu,“ sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ISA­VIA. Akst­urs­bann enn í gildi Lok­an­ir norðan Vatna­jök­uls eru enn í gildi.

 

Lög­regla og hóp­ar frá björg­un­ar­sveit­um á Norðaust­ur­landi sinna lok­un­um inn á mögu­legt áhrifa­svæði goss­ins.

Hóp­ur sem var á há­lendis­vakt björg­un­ar­sveita í Land­manna­laug­um styrk­ir lok­an­ir á Gæsa­vatna­leið.

Á fjórða tug björg­un­ar­sveita­manna taka þátt í aðgerðum sem stend­ur.

Áfram verður fylgst með fram­vind­unni, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá stjórn­stöð al­manna­varna­deild­ar rík­is­lög­reglu­stjóra.

Stærsti skjálft­inn 3,8 stig Mart­in seg­ir að jarðskjálfta­virkn­in hafi minnkað mjög um svipað leyti og eld­gosið hófst og það eigi sér eðli­leg­ar skýr­ing­ar í því að þá dró úr þrýst­ingi en jörð skjálfi enn.

Til að mynda var jarðskjálfti upp á 2,9 stig klukk­an 5:39 í morg­un sem átti upp­tök sín skammt suðvest­ur af þeim stað sem gýs í Holu­hrauni.

Á kortinu sést að gossprungan liggur nánast beint ofan á ganginum góða, sem er teiknaður ... Á kort­inu sést að gossprung­an ligg­ur nán­ast beint ofan á gang­in­um góða, sem er teiknaður eft­ir skjálfta­gögn­um Veður­stof­unn­ar.

Þar með er gang­ur­inn ekki leng­ur aðeins inn­skot djúpt niðri í jörðu held­ur orðinn að aðfærsluæð kviku upp á yf­ir­borð jarðar.

Snæ­björn Guðmunds­son/​htt­ps://​www.face­book.com/​sna­e­bjorn.gudmunds­son?fref=ts Mjög grannt er fylgst með jarðskjálftun­um en óvissa rík­ir um hvert fram­haldið verður næstu klukku­tím­anna.

Mart­in seg­ir nauðsyn­legt að vökt­un­in sé mjög mik­il svo hægt sé að grípa nægj­an­lega fljótt til aðgerða verði ein­hverj­ar breyt­ing­ar und­ir jökli.

Enn sem komið er eng­ar breyt­ing­ar þar að sjá og því ekk­ert sem bend­ir til jök­uls­hlaups í augna­blik­inu. Jarðskjálft­ar mæl­ast enn í Bárðarbungu og ná­grenni og sá stærsti reið yfir klukk­an 4:37 í nótt.

Mart­in seg­ir að þrátt fyr­ir að jörð skjálfi þar enn þá bein­ist sjón­ir vís­inda­manna mest að óróa í og við kviku­gang­inn norður af Dyngju­jökli.

Jarðskjálft­arn­ir þar eru líkt og und­an­farið mun minni en um leið mun fleiri en jarðskjálft­arn­ir í Bárðarbungu þar sem skjálfta­virkn­in hófst þann 16. ág­úst sl.

Áætlað er að TF-SIF flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar fljúgi yfir gosstöðvarn­ar um klukk­an 09:30. Sam­hæf­ing­ar­stöðin í Skóg­ar­hlíð hef­ur verið full­mönnuð vegna eld­goss­ins og hef­ur Rík­is­lög­reglu­stjóri lýst yfir neyðarstigi al­manna­varna í sam­ráði við lög­reglu­stjór­ann á Húsa­vík.

Fékk nafnið Holu­hraun seint á nítj­ándu öld Á nat.s kem­ur fram að Holu­hraun kom lík­lega úr gígaröðum við jaðar Dyngju­jök­uls og í hraun­inu sjálfu, nokkuð norðar. Það er úfið og illt yf­ir­ferðar sunn­an­til en sandorpið og slétt norðan­til.

Vest­an hrauns­ins eru svo­kallaðar Flæður og vest­an þeirra er Urðar­háls. Um Flæðurn­ar renn­ur tals­vert vatn í leys­ing­um og síðdeg­is á sól­rík­um og heit­um dög­um.

Það hverf­ur oft­ast í sand­inn, þegar norðar kem­ur. Þarn­ar hafa marg­ir fest jeppa og rút­ur vegna reynslu­leys­is.

Jök­ul­vatnið, sem renn­ur um Flæðurn­ar ber með sér fín­an jök­ulsalla, sem rýk­ur upp við minnsta vind, þegar þær eru þurr­ar og þá er betra að vera með átta­vita við hönd­ina eða að hafa GPS punkt­ana í lagi.

Í góðu skyggni má sjá all­an fjalla­hring­inn á þess­ari síðustu, ósnortnu fjalla­leið lands­ins. Aust­an Holu­hrauns teyg­ist jaðar Dyngju­jök­uls að Kverk­fjöll­um, þar sem aðal­kvísl­ar Jök­uls­ár á Fjöll­um koma und­an jökl­in­um.

Árið 1880 fóru svo­kallaðir landa­leit­ar­menn um þess­ar slóðir og kölluðu hraunið Kvísl­ar­hraun en Þor­vald­ur Thorodd­sen skírði það Holu­hraun fjór­um árum síðar.

Ligg­ur nán­ast beint ofan á kviku­gang­in­um Snæ­björn Guðmunds­son doktorsnemi í jarðefna­fræði við Jarðvís­inda­stofn­un Há­skól­ans birt­ir kort af sprungu­svæðinu á Face­book síðu sinni og er það birt með frétt­inni.

Hann seg­ir erfitt að greina vel gossprung­una sem opnaðist í nótt út frá vef­mynda­vél­um, en miðað við hita­mynd­irn­ar frá Ingi­björgu Jóns­dótt­ur á Jarðvís­inda­stofn­un og mynd­ir frá vef­mynda­vél­um virðist mögu­lega vera að sprung­an hafi opn­ast með norðvest­ur-suðaust­læga stefnu, sem er óvana­legt á þessu svæði þar sem ríkj­andi sprungu­stefna er í suðvest­ur-norðaust­ur (sést vel á flest­um eldri gossprung­um sem merkt­ar eru inn á kortið).

„Ef sprung­an hef­ur þessa stefnu þá er það kannski til marks um hve kraft­lítið gosið var, að fylgja ekki ríkj­andi sprungu­stefnu svæðis­ins.

Land­mæl­ing­ar Staðsetning eldgosins í Holuhrauni. Myndin er fengin frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Staðsetn­ing eld­gos­ins í Holu­hrauni.

Mynd­in er feng­in frá Jarðvís­inda­stofn­un Há­skóla Íslands. Samhæfingarmiðstöðin í Skógarhlíð er nú fullmönnuð. Myndin er tekin í nótt.

Sam­hæf­ing­armiðstöðin í Skóg­ar­hlíð er nú full­mönnuð. Mynd­in er tek­in í nótt. mbl.is/​Júlí­us Sig­ur­jóns­son

Ég geri hins veg­ar ráð fyr­ir því að ná­kvæm staðsetn­ing verði fljótt gef­in upp eft­ir að vís­inda­menn og al­manna­varn­ir fara yfir svæðið.

Vís­inda­menn sem eru á svæðinu töldu að sprung­an hefði verið um eins kíló­metra löng, en Al­manna­varn­ir gáfu út tölu­vert minni töl­ur, eða nokk­ur hundruð metra.

Það er ekki löng gossprunga, eða svipuð og sprung­an sem opnaðist í Fimm­vörðuháls­gos­inu, ef mig minn­ir rétt. Á kort­inu sést að gossprung­an ligg­ur nán­ast beint ofan á gang­in­um góða, sem er teiknaður eft­ir skjálfta­gögn­um Veður­stof­unn­ar.

Þar með er gang­ur­inn ekki leng­ur aðeins inn­skot djúpt niðri í jörðu held­ur orðinn að aðfærsluæð kviku upp á yf­ir­borð jarðar,“ skrif­ar Snæ­björn á Face­book nú í morg­un.

Sjá nán­ar á Face­book síðu Snæ­björns Guðmunds­son­ar///////////////////Við erum heppin ef þetta veður ekki meira,og Guð sé lof fyrir það,en það getur þó enginn fullyrt,getgátur eru ennþá við líði í þessum geira!!!en ef það er satt að þetta verði ekki meira er það frábært og vel sloppið,við bjuggumst við miklu meira gosi ,en þetta kemur á óvart//Halli gamli


mbl.is Engin aska og lítil flóðahætta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Er þetta ekki smá "túristagos" eins og gosið á Fimmvörðuhálsi og svo koma lætin seinna eins og gosið í Eyjafjallajökli 2010?????????

Jóhann Elíasson, 29.8.2014 kl. 12:36

2 Smámynd: tramploine

Mjög ánægjulegt

tramploine, 29.8.2014 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband