4.9.2014 | 11:34
Smábátasjómenn fá ekki meira//Þetta er ekki rétt að farið,leifið þeim að veiða meira!!!!
Smábátasjómenn fá ekki meira Innlent | mbl | 3.9.2014 | 21:27 Smábátasjómenn fá ekki aukinn afla.
Við fórum fram á þetta vegna þess að veiðin er alveg á fleygiferð og gengur mjög vel þessa dagana, segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, en hann hélt í dag til fundar við sjávarútvegsráðherra og óskaði eftir aukinni heimild smábáta til makrílveiða.
Ráðherra varð hins vegar ekki við beiðni smábátasjómanna. Úthlutað var sérstaklega 6.800 tonnum af makríl í einn pott til krókaveiða og vildi Landssamband smábátaeigenda fá að veiða alls 10.000 tonn eða að veiðar yrðu leyfðar til 15. eða 20. september.
Þeim varð hins vegar ekki að ósk sinni og verða veiðarnar því óheimilaðar frá og með 5. september næstkomandi. Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Það að ætla þessum hóp svona litlum hlut af heildarveiðinni nær ekki nokkurri átt, segir Örn og bendir á að um 1,6 milljón tonn af makríl hafi nýverið mælst innan íslenskrar efnahagslögsögu.
Í ljósi þessa segir hann afstöðu sjávarútvegsráðherra í málinu illskiljanlega. Spurður hvort hann hafi verið bjartsýnn fyrir fundinn kveður Örn já við.
Við vorum mjög bjartsýnir þegar við fórum á fundinn en ráðherra telur að álit umboðsmanns Alþingis í sambandi við hlutdeild sé mjög sterkt auk þess sem hann metur það ekki gott fyrir alþjóðasamninga að verða við þessari beiðni okkar.
Örn segir afstöðu ráðherra vera mikið áfall fyrir ekki einungis smábátasjómenn heldur einnig þær byggðir sem hafa að atvinnu að taka á móti aflanum í landi.
Fjölmargir hafa sett sig í samband við mig og lýst yfir miklum vonbrigðum. Sjómenn sem eru t.a.m. staddir við Snæfellsnes segja þar allt krökkt af makríl auk þess sem veiðin er að taka við sér í Steingrímsfirði, en þar hefur hann nánast ekkert gefið sig í sumar.
Aðspurður segir Örn 10.000 tonna makrílkvóta mjög sanngjarnan fyrir smábátasjómenn. Félagið hefur einsett sér það að makrílveiðar hér verði með svipuðum hætti og í Noregi.
Þar veiða smábátar 15 til 16 prósent af heildarkvóta en ef við fengjum 10.000 tonn þá væri það rétt um 6 prósent af heildarveiði, segir hann.
Samtals er búið að veiða um 123 þúsund tonn af makríl á vertíðinni. Þá eru um 30 þúsund tonn eftir af úthlutuðum aflaheimildum ársins.
Vertíðin í ár verður væntanlega sú stærsta í makrílveiðum Íslendinga til þessa.
Makríl hefur verið landað víða um land og er að mestu frystur, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Aflareynsluskipin eru með stærstan hluta kvótans og voru í gær komin með 81 þúsund tonn samkvæmt því sem fram kemur á vef Fiskistofu.
Veiðar hafa gengið vel í sumar, en í frétt á vef HB Granda kemur fram að eftir bræluna sem gerði um síðustu helgi hafi afli tregast.
Frystitogararnir voru komnir með um 25 þúsund tonn og ísfiskskipin voru með um 10 þúsund tonn og
nánast búin með kvóta sinn./////////////////////Það er bara sjálfsagt að leifa smábátnum ,að veiða meira ekki spurning!!!Þet er ofríki ráðherrans ekkert annað,þetta með að hafa ekki samráð um þessi mál öll láta bara einn ráðherra ráða þessu er ekki Ríkisstjórnin á að tala saman um þetta og komst að samkomulegi við smábátasjómenn,það er okkar skylda að lofa þeim að veiða,þessi stóru félög sem gleypa allt, geta bara farið betur við aflann,og gengið meira fyrir mynni fisk,auðvitað eiga þau margt gott skilið,en samt verður að taka tillit til smábátaeigendur þar kemur besti fiskurinn/Halli gamli
Smábátasjómenn fá ekki meira | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Athugasemdir
Ég vissi ekki fyrr en núna, að umboðsmaður alþingis væri kóngur alls valds á Íslandi!
Þetta var aldeilis fróðleg frétt!
Verður ekki viðtal við "Íslandskónginn" í kvöldfréttum Ríkisfjölmiðilsins á Íslandi?
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.9.2014 kl. 15:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.