5.9.2014 | 13:29
Flogið yfir gossprunguna/Ný sprúnga oppnuð nær Jöklinum !!!!!!
Flogið yfir gossprunguna Innlent | mbl.is | 5.9.2014 | 11:58 Myndir teknir úr flugi vísindamanna yfir nýju gossprunguna í morgun.
Vísindamenn flugu yfir gosstöðvarnar í morgun. Meðfylgjandi ljósmyndir, sem Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands birtir á facebooksíðu sinni, náðust af nýju gossprungunni í Holuhrauni.
Á fyrstu myndinni má sjá eldri sprunguna í fjarlægð.Nýja sprungan opnaðist í nótt suður af gosstöðvunum en hún er nær Dyngjujökli.
Vísindamannaráð fundaði um stöðuna í morgun.
Þar kom fram að um kl. 7 í morgun hefði borist tilkynning um að nýjar gossprungur hefðu opnast sunnan við núverandi sprungu frá fréttamanni RÚV sem flaug yfir svæði.
Farið var í eftirlitsflug kl. 8:30 með vísindamenn frá Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands.
Athuganir úr vélinni hafa leitt eftirfarandi í ljós: Tvær gossprungur hafa myndast suður af gosstöðinni í Holuhrauni, í sigdalnum um 2 km frá Dyngjujökli.
Mun minni strókar eru frá nýju sprungunum, gufa og gas stígur til suðausturs. Sigketillinn í Dyngjujökli virðist hafa dýpkað. Engar breytingar er að sjá á Bárðarbungu.
Þá kemur fram í yfirliti frá Veðurstofu Íslands, að mkið brennisteinstvíildi hafi mælst í kringum gosstöðvarnar eins og í gær.
Mælingar sýna smávægilega aukningu í leiðni í Jökulsá á Fjöllum. Dálítill órói sást á jarðskjálftamælum upp úr kl. 3 í nótt. Draga fór úr honum um 6 leytið í morgun.
Töluverð virkni er í nyrðri gossprungunni (sprunga 1) og er hæðin á gufustróknum ca. 15.000 fet.
Ekkert bendir til þess að gosið í Holuhrauni sé í rénun. Hraunið úr sprungu 1 rennur enn aðallega til ANA og hefur lengst síðan í gær.
Skjálftavirkni á svæðinu er svipuð og í gær. Um 170 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Tveir jarðskjálftar 4,4 og 5,3 mældust við Bárðarbunguöskjuna um miðnætti.
Enn hefur hægst á jarðskorpuhreyfingum, mældum með GPS, og eru þær nú innan óvissumarka.
Fjórir möguleikar eru enn taldir líklegastir um framvindu: Að innflæði kviku stöðvist og skjálftahrinan fjari út og ekki komi til annars eldgoss.
Gangurinn nái til yfirborðs á fleiri stöðum utan jökuls. Ekki er hægt að útiloka gos með hraunflæði og/​eða sprengivirkni. Gangurinn nái til yfirborðs undir jökli.
Gosið myndi leiða til jökulhlaups í Jökulsá á Fjöllum og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli. Gos í Bárðarbungu.
Gosið gæti leitt til jökulhlaups og e.t.v. einnig sprengigoss með öskufalli.
Mestar líkur eru á að hlaup kæmi niður Jökulsá á Fjöllum, en ekki er hægt að útiloka aðrar hlaupaleiðir:
Skjálfandafljót, Kaldakvísl, Skaftárkatla og Grímsvötn.////////////////////Þetta er að koma allt til og færast í átt að Jöklinum,og þar með hættan eykst,þetta virðist bara færast í aukana,en ekki minka,Við þessu er bara að búast, og ekkert slaka á með það,allt skal fara að með gát,og ekki slaka þar á að flestra áliti,Allt sem uppi á borði er eigum við að fá að vita jafnóðum,okkur er ekki sama um þetta gos,sem getur orðið erfitt og langt,Engin Vísindi geta spáð um það,bara svona getgátur sem við sjálf getum okkur til,Ég er ekki að gera litið úr vísundunum als ekki,því" svo lengi lærir sem lifir#, segir máltækið og við það skal standa,En semsagt farið að öllu með gát,bæði lærðir og leiknir//Halli gamli
Flogið yfir gossprungur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 1046584
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.