7.9.2014 | 22:18
Hungur í ríkasta landi heims//Þetta var maður að tala um í dag,svona er þetta bara,því miður!!!!
Hungur í ríkasta landi heims Erlent | mbl | 7.9.2014 | 20:03 Magafylli er eitthvað sem milljónir Bandaríkjamanna hefur ekki kost á. Einn af hverjum sex Bandaríkjamönnum þarf á mataraðstoð að halda.
Alls fá 46,5 milljónir íbúa ríkasta lands í heimi mataraðstoð frá alríkisstjórninni. Inni í þeirri tölu eru 12 milljónir barna og sjö milljónir eldri borgara.
En um tuttugu milljónir til viðbótar leita til hjálparsamtaka um aðstoðÞetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem nefnist Hunger in America 2014.
Niðurstaða rannsóknarinnar, sem var gerð á vegum samtakanna Feeding America, er í samræmi við það sem stjórnvöld í Bandaríkjunum kynntu í fyrra og hafa aldrei jafn margir þurft á aðstoð að halda í Bandaríkjunum, landi sem yfirleitt er tengt við eitthvað annað heldur en neyðarhjálp í eigin landi.
Ein helsta leið alríkisstjórnarinnar við að veita efnaminni fjölskyldum og einstaklingum aðstoð er í í gegnum Supplemental Nutrition Assistance Program (SNAP).
Hnotskurn Á sama tíma og Bandaríkin eru stærsta efnahagsveldi heims þá þurfa tugir milljóna íbúa landsins á mataraðstoð að halda.
Tæplega helmingur milljarðamæringa heimsins býr í Bandaríkjunum. Fjölmargir þeirra sem þurfa að leita til hjálparsamtaka glíma við offitu.
Því það er mun ódýrara að kaupa óhollustu en hollustu.
Eftir að efnahagskreppan reið yfir af fullum þunga árið 2008 fjölgaði þeim sem þurftu á slíkri aðstoð að halda og í desember 2012 nutu 47,8 milljónir Bandaríkjamanna slíkrar aðstoðar í gegnum matarmiða.
15% þjóðarinnar fá matarmiða Samkvæmt frétt Wall Street Journal fyrr í mánuðinum hefur þeim farið fækkandi undanfarna mánuði en í maí fengu 46,2 milljónir Bandaríkjamanna slíka mataraðstoð.
Þetta þýðir að um 15% bandarísku þjóðarinnar fá slíka aðstoð í hverjum mánuði. Með slíkum matarmiðum getur fólk keypt matvæli, svo sem kornvöru og kjöt en ekki áfengi, tóbak eða dýrafóður. Fyrir efnahagskreppuna fengu 8-11% þjóðarinnar slíka aðstoð.
En svo virðist sem einungis 55% þeirra sem leita til mannúðarsamtaka sem starfa í gegnum kerfi Feeding America fái aðstoð hjá SNAP í formi matarmiða.
Ástæðan fyrir að hlutfallið er ekki hærra er sú að fólk telur að það eigi ekki rétt á aðstoð SNAP, samkvæmt upplýsingum á vef Feeding America. Rannsóknin sýnir að um 20 milljónir Bandaríkjamanna sem reiða sig á mataraðstoð frá ýmiskonar samtökum fá ekki matarmiða frá alríkisstjórninni.
Millistéttin í Bandaríkjunum varð illa úti í efnahagshruninu. Millistéttin í Bandaríkjunum varð illa úti í efnahagshruninu.
AFP Það þýðir væntanlega að hungrið sverfur að hjá mun fleiri Bandaríkjamönnum en opinberar tölur benda til. Því sé líklegt að einn af hverjum fimm þurfi á aðstoð að halda til þess að framfleyta sér í þessu auðugasta landi heims
. Feeding America er að fæða fleiri heldur en nokkru sinni áður, segir Maura Daly, talsmaður samtakanna. Hún segir ljóst að það er ekki nægjanlegt að mataraðstoð sé á herðum hins opinbera, frjáls félagasamtök verði að koma til aðstoðar og hvetja samtökin almenning sem getur veitt aðstoð að leggja samtökunum lið.
Á sama tíma er 40% matarframleiðslunnar hent Ef fleiri upplýsingar eru skoðaðar í rannsókninni má sjá að staðan er einna verst hjá barnafjölskyldum og eldri borgurum.
Mjög algengt er að fólk standi frammi fyrir vali í hverjum mánuði til að mynda ef það þarf að kaupa flík fyrir börnin á heimilinu þá þýðir það að ekki er til matur á heimilinu alla daga mánaðarins. Eins er nánast ómögulegt fyrir fjölmörg heimili að kaupa þau lyf sem fjölskyldan þarf á að halda. Það eru einfaldlega ekki til peningar fyrir slíkum munaði.
Á sama tíma henda Bandaríkjamenn um 40% af þeim mat sem er framleiddur í landinu.
Á Íslandi er hlutfallið 6,7% Ef litið er til Íslands bjuggu 6,7% Íslendinga við skort á efnislegum lífsgæðum á síðasta ári.
Fátækt hefur aukist mikið í úthverfunum Fátækt hefur aukist mikið í úthverfunum AFP Hlutfallið lækkaði umtalsvert í aðdraganda hrunsins, fór úr 7,4% árið 2007 í 2,5% árið 2008, en jókst eftir það. Hlutfallið var þó ekki hærra á árunum 20102013 en það hafði verið árin 20042007.
Í samanburði við önnur lönd á evrópska efnahagssvæðinu var hlutfall íbúa sem búa við skort á efnislegum lífsgæðum á Íslandi það sjötta lægsta árið 2012, samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofu Íslands.
Í fræðilegum rannsóknum er fátækt gjarnan skilgreind sem afstæð. Fólk er fátækt ef það hefur ekki efni á þeim lífsgæðum sem þykja eðlileg í því samfélagi sem það tilheyrir.
Fátækt snýst því ekki aðeins um skort á lífsnauðsynjum heldur einnig um að halda í við neysluvenjur samfélagsins.
Hefðbundnar mælingar á fátækt skilgreina fátækt sem tekjur undir vissu marki, það algengasta 60% af miðgildi ráðstöfunartekna. Lágtekjumörk voru 170.600 krónur á mánuði á Íslandi í fyrra fyrir heimili þar sem einn einstaklingur bjóeða 60% af miðgildi ráðstöfunartekna á neyslueiningu.
Milljónir bandarískra fjölskyldna nær ekki endum saman Milljónir bandarískra fjölskyldna nær ekki endum saman AFP Þeir sem bjuggu einir og höfðu lægri ráðstöfunartekjur en 170.600 krónur á mánuði voru því fyrir neðan lágtekjumörk.
Samsvarandi fjárhæð fyrir heimili þar sem bjuggu tveir fullorðnir og tvö börn yngri en 14 ára var 358.400 krónur á mánuði.
Staða hermanna áberandi erfið Rannsóknin Hunger in America 2014 sýnir að um helmingur þeirra sem leita eftir mataraðstoð hjá hjálparsamtökum er hvítur á hörund og hlutfallið er svipað þegar kemur að því hvort einhver hafi atvinnu á heimilinu.
Áberandi er hversu erfið staða bandarískra hermanna er en á milli 20 og 25% fjölskyldna hermanna þurfa að leita til hjálparsamtaka í hverjum mánuði. Bandarískir fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað mikið um málefni fátækra en septembermánuður er tileinkaður hungri þar í landi.
NBC-sjónvarpsstöðin fjallar meðal annars um bandarískan hermann, Adam Yetter, sem hefur verið í sjóhernum í sautján ár.
Eitt helsta áhyggjuefni margra Bandaríkjamanna er að eiga fyrir næstu máltíð Eitt helsta áhyggjuefni margra Bandaríkjamanna er að eiga fyrir næstu máltíð AFP Hann starfar einnig sem öryggisvörður og fær greitt fyrir blóðgjöf tvisvar í viku til þess að láta enda ná saman.
Það er því ekki mikill tími eftir í sólarhringnum til þess að vera með fjölskyldunni, eiginkonu og þremur ungum sonum.
Sjö sinnum hefur hann verið sendur á vettvang þann tíma sem hann hefur verið í hernum. Til að mynda var hann í nítján mánuði í Írak þegar bandamenn gerðu innrás inn í landið.
Til þess að spara peninga flutti Yetters-fjölskyldan nýverið í íbúð með tveimur svefnherbergjum sem hún deilir með öðrum hermanni og tveimur sonum hans sem dvelja reglulega hjá föður sínum.
Þrátt fyrir þetta gengur illa að láta enda ná saman og ef bílinn bilar eða önnur óvænt útgjöld koma upp þá er fjölskyldunni vandi á höndum.
Þau þurfa því oft að leita á náðir samtaka sem deila út mat. Þú rænir Peter til að geta greitt Paul Við gerum allt sem í okkar valdi stendur og við náum varla endum saman, segir Lindsey Yetter, eiginkona Adams.
Hún segist leita á náðir margra samtaka sem veita fátækum aðstoð, hún hafi reynt að fá ráðgjöf varðandi fjármál en ekkert gengur, þau sitja föst í skuldasúpunni.
Á sama tíma og fólk á ekki fyrir mat þá er 40% framleiðslunnar hent Á sama tíma og fólk á ekki fyrir mat þá er 40% framleiðslunnar hent AFP Það er yfirleitt þannig að þú rænir Peter til þess að geta greitt Paul, segir Lindsey þegar hún lýsir því hvernig mánaðamót litast af vali um hvaða reikninga skuli greiða.
Þau hjónin vinna bæði úti en Lindsey er aðstoðarkennari í leikskóla. Yetters-fjölskyldan er ein 620 þúsund hermannafjölskyldna í Bandaríkjunum sem þurfa að fá mataraðstoð.
Þetta svarar til 25% allra hermanna í Bandaríkjunum. Senda börnin svöng í leikskólann Tímaritið National Geographic fjallar um fátækt í Bandaríkjunum í ágústheftinu og ræðir meðal annars við fjölskyldu í Iowa og baráttuna um brauðið. Christina og Jim Dreier eiga tvö ung börn og í hverjum mánuði standa þau frammi fyrir valinu á milli reikninga.
Að lokum fer það alltaf þannig að matur fyrir börnin hefur forgang og það tekst með aðstoð frá matarúthlutunum í sveitarfélaginu.
Þegar blaðamaður National Geographic heimsækir fjölskylduna er Christina að reyna nýtt ráð, að senda son sinn Keagan, sem er þriggja ára, svangan í leikskólann.
Það er ólíklegt að þeir sem eiga ekki fyrir mat verði á vegi ferðamanna í ... Það er ólíklegt að þeir sem eiga ekki fyrir mat verði á vegi ferðamanna í vöruhúsum á Fimmta stræti New York borgar. AFP Þar er boðið upp á ókeypis morgunverð en Keagan lítur yfirleitt ekki við honum.
Christina vonast til þess að það takist að fá hann til að borða morgunmat í leikskólanum þennan dag því það þýðir meiri mat fyrir aðra í fjölskyldunni. En Keagan vill ekki matinn í leikskólanum og er því mjög svangur þegar hann kemur heim í hádeginu.
Það þýðir að dreggjarnar úr frystihólfinu eru hreinsaðar handa börnunum. Keagan og systir hans fá kjúklinganagga og pylsur að borða og móðir þeirra lætur sér nægja að borða leifar af diskum barnanna. Dreier-fjölskyldan fær matarmiða frá SNAP líkt og 47 milljónir annarra Bandaríkjamanna en í fyrra ákvað Bandaríkjaþing að draga úr kostnaði SNAP sem nemur fimm milljörðum Bandaríkjadala sem þýðir að það þurfti að minnka framlög allra.
Dreier-fjölskyldan fær nú 179 Bandaríkjadali, sem svarar til rúmlega 20 þúsund króna, á mánuði í gegnum SNAP í stað 205 dala áður. Jim er landbúnaðarverkamaður og það er nóg að gera hjá honum þessa dagana. Vinnudagurinn er langur og hann vinnur oft til átta á kvöldin.
Fjölmörg börn fá skólatöskur og það sem þarf til skólans hjá góðgerðarsamtökum Fjölmörg börn fá skólatöskur og það sem þarf til skólans hjá góðgerðarsamtökum AFP Tímakaupið er 14 Bandaríkjadalir, 1.647 krónur, þannig að fjölskyldan getur keypt meiri mat en oft áður í þessum mánuði. Við getum ekki soltið Það er samt sama staðan í hverjum mánuði, segir Dreier.
Reikningarnir eru ógreiddir þar sem þegar upp er staðið þá er það maturinn sem hefur betur. Við verðum að borða. Hún bætir við: Við getum ekki soltið. Fátækraímyndin hefur breyst á síðustu áratugum og í Bandaríkjunum fellur fólk eins og Dreier-fjölskyldan í flokk þeirra sem lifa við hungurmörk. Christina Dreier er hvít, gift, klæðist venjulegum fötum og á heimili hún er jafnvel í yfirvigt.
Það er því fátt sem minnir á fátæktina sem fólk bjó við á krepputímum á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar -kinnfiskasogið atvinnulaust fólk sem betlar fyrir mat á götum úti.
Þetta er ekki sama hungrið og amma þín þekkti, segir Janet Poppendieck, félagsfræðingur í New York-háskóla í viðtali við National Geographic. Í dag er algengara en áður að það sé vinnandi fólk sem sveltur því laun þess hafa lækkað.
Þetta virðist vera skoðun margra sem rætt er við í fjölmiðlum í Bandaríkjunum um þessar mundir. Eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum býr við skort Eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum býr við skort AFP Atvinnuleysi er ekki aðalmálið heldur það hversu erfitt það er að láta launin duga fyrir rekstri heimilisins.
Bandaríska millistéttin á í verulegum erfiðleikum Undanfarin ár hefur fátækt aukist mun hraðar undanfarin ár í úthverfum en í borgunum sjálfum og samkvæmt rannsókninni Hunger in America 2014 hefur hún meira en tvöfaldast á ákveðnum svæðum (hér er átt við úthverfi) á einungis sjö árum eða frá því áður en efnahagskreppan skall á.
En þrátt fyrir að sífellt fleiri íbúar úthverfanna séu farnir að leita á náðir hjálparstofnana þá eiga þeir enn bíla. Enda er bílaeign ekki munaður í úthverfum heldur hrein og klár nauðsyn, samkvæmt grein National Geographic.
Fátækin er heldur ekki mjög sýnileg því börnin eiga leikföng og flestir eru þokkalega til fara. Slíkt er keypt á bílskúrssölum og svo er hægt að greiða rafmagnsreikninginn á raðgreiðslum þannig að fólk sleppir ekki sjónvarpstækjunum eða símtækjunum.
Súpueldhús hafa hjálpað mörgum Súpueldhús hafa hjálpað mörgum AFP En þrátt fyrir þetta á fólk ekki fyrir mat. National Geographic tekur úthverfi Houston í Texas sem dæmi um aukna fátækt hjá fólki sem telst til millistéttar.
Í hverfinu eru flestir í vinnu en það breytir ekki þeirri staðreynd það er ekki til matur alla daga mánaðarins fyrir fjölskylduna nema hann sé fenginn að gjöf. Tímaritið tekur Jefferson-systurnar sem dæmi.
Þær Meme og Kai búa í húsi með fjórum svefnherbergjum og tvöföldum bílskúr og tveimur baðherbergjum.
Auk þeirra býr unnusti Kai, móðir þeirra sem er öryrki, fimm synir þeirra, tengdadóttir og fimm barnabörn í húsinu. Það er tölva í stofunni og sjónvarp í nánast hverju herbergi. En það eru einungis tvö rúm í húsinu, aðrir íbúar sofa á dýnum eða teppum á gólfinu.
Systurnar og unnusti Kai eru í fullri vinnu en tekjur þeirra nægja ekki til þess að fæða alla fjölskylduna án utanaðkomandi aðstoðar. Jeffersons-fjölskyldan fær 125 Bandaríkjadali á mánuði í matarmiðum frá SNAP og síðan leitar hún á náðir góðgerðarsamtaka og fær mataraðstoð svo börnin fái mat á hverjum degi.
Matur sem fyllir magann Jeffersons-fjölskyldan þjáist ekki af hungri líkt fjölmargir þurfa að búa við í heiminum í dag.
Hún býr hins vegar við óvissu um hvort það verður einhver matur á borðum næstu daga. Líkt og flestir aðrir lætur fjölskyldan mat hafa forgang en næringarráðgjafar myndu ekki hoppa hæð sína af gleði ef þeir litu yfir matardiskana sem eru bornir fram flesta daga mánaðarins hjá fjölskyldunni.
Því matur sem verður fyrir valinu hjá fjölskyldunni er keimlíkur því sem algengt er meðal þeirra sem ekki ná endum saman, matur sem fyllir magann en myndi seint teljast næringarrík máltíð.
Súpueldhúsum og matarúthlutunum hefur fjölgað gríðarlega í Bandaríkjunum. Á níunda áratugnum voru þau nokkur hundruð en eru um 50 þúsund talsins í dag.
Það að tryggja sér máltíð er orðið eitt helsta áhyggjuefni milljóna Bandaríkjamanna og er hlutfall þeirra sem ekki hafa ráð á matarinnkaupum orðið miklu hærra í Bandaríkjunum en í Evrópu.
Ísskápurinn víða tómur ef hann er þá til Í National Geographic er bent á ýmis atriði sem bera merki matarskorts í Bandaríkjunum. Til að mynda er það mjög algengt að ekkert annað sé að finna í ísskápum það er ef viðkomandi á slíkt heimilistæki annað en tómatsósu og sinnep.
Enda samanstanda máltíðir oft af suðu á pakkamat eins og ostamakkarónum (macaroni and cheese mixes).
Ferskir ávextir og grænmeti telst munaðarvara og algengt að slíkt sé einungis á boðstólum fyrstu dagana eftir að greiðslan berst frá SNAP. Þetta á meðal annars við um ríki eins og Iowa sem hingað til hefur talist gnægtabrunnur ræktunar í Bandaríkjunum.
Eiga ekki fyrir mat en eru með sjónvarp, tölvur og síma Hungur er í raun afstætt hugtak og skilgreiningaratriði. Það að eiga ekki fyrir máltíð daglega en eiga samt sem áður bifreið, sjónvarp og síma, vekur kannski ekki vorkunn meðal þeirra sem glíma við vannæringu
. En ólíklegt er að þeir frétti af hungruðum Bandaríkjamönnum því þeir hafa örugglega ekki aðgang að fréttum frá Bandaríkjunum því sjónvörp og sími eru munaðarvara á þeirra heimaslóðum.
Engu að síður eru Bandaríkin stærsta efnahagsveldi heims og það að tugir milljóna íbúa landsins, eða um 15% þjóðarinnar, þurfi að leita á náðir hjálparsamtaka vekur athygli. 1% á meira en 90% samanlagt En samkvæmt upplýsingum frá bandarískum stjórnvöldum er það 1% þjóðarinnar sem á nánast allt. Það er að auður 1% er meira en samanlagður auður þeirra 90% sem eiga minnst.
Bilið á milli topp 10% og millistéttarinnar er meira en þúsundfalt og eykst þúsundfalt til viðbótar ef horft er á bilið milli þeirra allra ríkustu (1% þjóðarinnar) og millistéttarinnar.
Það tekur manneskju á meðallaunum meira en mánuð að afla sömu tekna og forstjórar fá á einni klukkustund í laun. 42% allra milljarðamæringa heims búa í Bandaríkjunum og 49% þeirra sem eiga eignir sem metnar eru á 50 milljónir Bandaríkjadala, 5,9 milljarða króna eða meira.
Millistéttin í Bandaríkjunum er mun verr stödd heldur en sambærilegir þjóðfélagshópar í Vestur-Evrópu, Japan, Kanada og Ástralíu svo nokkur lönd séu nefnd til samanburðar. Edward Wolff, prófessor í hagfræði við New York-háskóla, segir að ákveðins misskilnings gæti meðal margra Bandaríkjamanna sem telja að millistéttin þar sé sú ríkasta í heimi en raunin sé sú að þeir eru neðarlega á listanum ef litið er til iðnvæddra ríkja.
Bandaríska millistéttin varð illa úti þegar fasteignaverð hrundi undir lok síðasta áratugar. Til að mynda minnkuðu eignir heimilanna að meðaltali um 40% frá árinu 2007 til ársins 2010.
Þetta hafi gríðarleg áhrif á millistéttina sem á sama tíma glímir við lækkandi laun og minnkandi kaupmátt. Offita fylgifiskur fátæktar Jacueline Christian tveggja barna móðir í Houston er ein þeirra sem blaðamaður National Geographic ræðir við í umfjöllun tímaritsins um hungur.
Hún vinnur allan daginn, keyrir um á skutbíl og klæðist ágætum fatnaði. Það er fátt sem minnir á fátækt þegar horft er á Christian. En fjölskyldan býr í skýli fyrir heimilislausa og helming ársins er helsta áhyggjuefni hennar hvort þau eigi nóg að borða.
Þau fá matarmiða og aðra aðstoð en það dugar ekki til. Christian er með 7,75 Bandaríkjadali í laun á klukkustund sem heimilishjálp og hún þarf að keyra borgina þvera og endilanga á hverjum degi til þess að sinna starfi sínu. Það er því lítill tíma fyrir eldamennsku og oft endar fjölskyldan með því að borða tilbúnar máltíðir úr næstu matvöruverslun.
Vandamálið er einfaldlega það sama og fjölmargar aðrar fjölskyldur glíma við lítill kaupmáttur launa. Greinarhöfundur National Geographic bendir á að það sé freistandi að spyrja fjölskyldur sem fá mataraðstoð um hvernig standi á því að þær séu jafn feitar og mörg dæmi eru um.
Svarið er sú þverstæða að hungur og offita eru tvær hliðar á sömu myntinni, segir Melissa Boteach, varaforseti Half in Ten and the Poverty and Prosperity Program hjá American Progress.
Hún segir að fólk þurfi magafylli og sú sem kostar minnst sé yfirleitt næringarlítil og leiði oft til offitu. Því miður sé fylgifiskurinn sjúkdómar, svo sem hjartasjúkdómar og áunnin sykursýki, sem tengjast slæmu mataræði og offitu óvænt hliðaráhrif upprunalega vandans hungurs.
Líkt og tölur sýna þá hefur þeim sem fá matarmiða frá bandarísku alríkisstjórninni fækkað undanfarna mánuði og það hefur dregið úr atvinnuleysi.
Lögð er aukin áhersla á hollt fæði við matargjafir og þeir sem þurfa á aðstoð að halda gera sér grein fyrir því og biðja í auknum mæli um mjólkurvörur, kjöt og ferskar vörur.
Allison Majewski sem er hjá samtökunum Capital Area Food Bank sem annast matargjafir segir í samtali við UsaToday að þeir sem fá aðstoð frá þeim komi reglulega.
Við erum ekki neyðarhjálp í eitt skipti lengur. Við erum undirstaðan hjá þeim svo það er mikilvægt að við getum boðið upp á heilsusamlegri mat, segir hún.
Hvort þróunin sé í rétta átt mun tíminn leiða í ljós en það er samt sem áður sláandi að sjá að eitt af hverj
um fimm börnum í Bandaríkjum getur ekki verið visst um að fá að borða næsta dag.//////////////////////////////////////Þetta er málið sem ég var að skrifa um i dag þegar Banaríska félagið var að gefa hjáparstöð fátækra á Íslandi frystirinn,lesið þetta og þið munuð fá nóg,og bíta í jaxlinn og bölva í hljóði,Er það nema von að menn trúi valla,eigin augum þegar þeir lesa þetta,auðvitað er þetta sagt satt ,en heldur ekki kannski ekki dregið úr því,en þetta er víðar en í Bandaríkjunum,en við segja það ríkasta land í heiminum,!!!! En ég hefi ekki víða um Bandaríkin ,og séð þetta sem túristi komið til 27 fylkja og þegar maður fer í úthverfin sér maður þetta,en það er svo að þetta lland felur þetta mjög og auðvitað skammast sín fyrir ,eins og þið lesið/Halli gamli
Hungur í ríkasta landi heims | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.