Hallgrímur virðir störf Reynis/Það er ágætt að taka rétt á málum vona að þetta sé heiðvirt!!!!

 
Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV, fundaði með...Hallgrímur virðir störf Reynis Innlent | mbl | 9.9.2014 | 15:36 Hallgrímur Thorsteinsson, ritstjóri DV, fundaði með... Aðstoðarritstjóri DV hættir störfum, blaðið kemur út á morgun og fjöldauppsagnir eru ekki yfirvofandi.

Þetta kemur fram í viðtali mbl.is við nýráðinn ritstjóra DV, Hallgrím Thorsteinsson, en hann kveðst bera virðingu fyrir fyrirrennara sínum.

„Það var sam­eig­in­leg niðurstaða okk­ar að hún skyldi hætta,“ seg­ir Hall­grím­ur Thor­steins­son, nýráðinn ri­stjóri DV um Ingi­björgu Dögg Kjart­ans­dótt­ur, fyrr­um aðstoðarrit­stjóra blaðsins en lét af störf­um í dag.

Mikl­ar þreif­ing­ar hafa verið inn­an DV síðustu vik­ur og kom blaðið meðal ann­ars ekki út í dag. Hall­grím­ur seg­ir blaðið þó koma út á morg­un.

„Eins og komið hef­ur fram var Ingi­björg mjög ósátt við vinnu­brögð ný­skipaðrar stjórn­ar. Það hef­ur ekk­ert verið ákveðið með það hver kem­ur í henn­ar stað. Það er bara verið að skoða þenn­an hóp og hvernig best er að haga mál­um.

Blaðið er bara í vinnslu og það kem­ur út á morg­un. Ég veit ekki held­ur ekki hvort það væri hægt að kalla þetta setu­verk­fall í gær, það voru nátt­úr­lega löng fund­ar­höld og helg­in áður hafði unn­ist illa þannig að það þurfti ein­fald­lega bara að fresta blaðinu,“ seg­ir hann.

Eng­ar fjölda­upp­sagn­ir í upp­sigl­ingu Hall­grím­ur kveður starfið ann­ars leggj­ast vel í sig þrátt fyr­ir að gær­dag­ur­inn hafi verið erfiður en þá var hald­inn stremb­inn starfs­manna­fund­ur sem dróst mjög á lang­inn.

„Á fund­in­um í gær voru eftir­köst af þess­um átök­um í stjórn fé­lags­ins og breyt­ing­un­um í kjöl­farið af því,“ seg­ir hann en meðal þess sem starfs­menn voru óánægðir með var fram­koma stjórn­ar­inn­ar í garð Reyn­is Trausta­son­ar, fyrr­um rit­stjóra blaðsins.

Reyn­ir var sett­ur af en þó ekki form­lega rek­inn og fór það illa í aðra starfs­menn. Hall­grím­ur seg­ir þó að Reyn­ir verði ekki viðloðandi starf­semi blaðsins þrátt fyr­ir að hafa ekki verið rek­inn.

Fjór­ir starfs­menn hafa sagt upp stöf­um í kjöl­far átak­anna, þar á meðal tveir af rit­stjórn, en Hall­grím­ur kveðst lítið geta sagt til um hvort fleiri fari að for­dæmi þeirra.

„Ég skal ekki segja um það. Þetta verður bara að hafa sinn gang og þró­ast en það eru þó eng­ar fjölda­upp­sagn­ir sjá­an­leg­ar. Þess­ar upp­sagn­ir eru kannski sumpart van­trausts­yf­ir­lýs­ing á stjórn­ina en alls ekki á mig.

Ég er bara bú­inn að vera hérna í einn og hálf­an dag og helm­ing­ur­inn af þess­um upp­sögn­um láu fyr­ir áður en ég kom inn,“ seg­ir hann. Ingi­björg sagði í gær í viðtali við mbl.is að áskrif­end­ur hefðu sagt upp áskrift í hrönn­um en Hall­grím­ur seg­ir að gripið verði til ráðstaf­anna sök­um þessa.

„Að sjálf­sögðu er gripið til hefðbund­inna ráðstaf­ana þegar var­an selst ekki nógu vel. Við mun­um bara at­huga okk­ar gang, reyna að gera bet­ur og sann­færa kaup­and­ann um að kaupa vör­una.

Það er ekk­ert flókn­ara en það,“ seg­ir hann. Aggress­í­vt frétta­blað á kant­in­um Spurður að því hvernig hann ætli að tryggja það að blaðið verði frjáls og óháður miðill, eins og stefnt er að, kveðst Hall­grím­ur litlu ætla að breyta. „Við ger­um það bara á okk­ar hátt eins og blaðið hef­ur gert hingað til.

Það hef­ur sjálf­stæði, þetta er sjálf­stæð rit­stjórn og þannig verður það áfram. Það verða eng­ar stór­vægi­leg­ar breyt­ing­ar á blaðinu fyrst um sinn en auðvitað er blæ­brigðamun­ur á því hvernig mis­mun­andi rit­stjór­ar leggja lín­ur.

Sjálf rit­stjórn­ar­stefn­an helst þó óbreytt. Blaðið verður í eðli sínu þetta aggress­í­va frétta­blað á kant­in­um,“ seg­ir hann og bæt­ir við að hann sé mjög bart­sýnn fyr­ir hönd blaðsins og hlakki til að hefja störf með starfs­fólki blaðsins.

Þor­steinn Guðna­son, stjórn­ar­formaður DV, sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu í gær þess efn­is að fallið hefði verið frá því að skoða sér­stak­lega fag­lega þætti í starf­semi DV, eins og stóð til, og sagði hann þá ákvörðun ein­mitt vera tekna í ljósi mik­ill­ar óánægju starfs­fólks með þau áform. „Það voru í sjálfu sér mis­mun­andi túlk­an­ir í gangi á því hvað menn ætluðu sér með ein­hverri rann­sókn.

Hug­mynd­in að rann­sókn­inni, eins og ég skildi hana, var alltaf sú að þegar nýir stjórn­end­ur taka við þá er sviðið skannað og reynt að átta sig á því hvar styrk­leik­ar liggja og hvert er hægt að þróa fé­lagið eða fyr­ir­tækið.

Slíkt er ein­fald­lega gert í öll­um fyr­ir­tækj­um þegar skipt er um stjórn og nýr rit­stjóri kem­ur inn. Það voru þó nátt­úr­lega sum­ir sem litu á þessa rann­sókn sem ein­hvers­kon­ar áfell­is­dóm þar sem verið væri að leita að ein­hverju mis­jöfnu.

Það var aldrei minn skiln­ing­ur. Það hefði verið fá­rán­legt að leggj­ast í þess hátt­ar rann­sókn­ar­vinnu, því þar með væri bein­lín­is verið að gera lítið úr sjálf­stæði rit­stjórn­ar og vinnu­brögðum henn­ar,“ seg­ir Hall­grím­ur og bæt­ir við að því hafi verið gerður úlf­aldi úr mý­flugu.

Hall­grím­ur kveðst ekki eiga neitt sök­ótt við Reyni Trausta­son og seg­ist bera virðingu fyr­ir hans starfi sem rit­stjóra.

„Ekki ætla ég að sækja Reyni Trausta­son til saka. Ég held að Reyn­ir hafi fengið allt of mikið af mál­um á sig í gegn­um tíðina sem rit­stjóri DV.

Síst­ur verð ég að blanda mér í hóp þeirra sem vilja gera hon­um eitt­hvað slíkt. Reyn­ir hef­ur staðið fyr­ir

fín­um hlut­um hérna. Það and­ar ekk­ert köldu á milli okk­ar, síður en svo,“ seg­ir Hall­grím­ur ákveðinn að lok­um.////////////////////Kannski er þetta lokaþátturinn,við skulum skoða það,sjá til út mánuðinn með kaup á Blaðinu,þessi þáttur er búin í bili og vonandi að Vinur minn Reynir Traustason verði bara ritstjóri annars blaðs ef til vill!!! Þessi nýja stjórn hefur ekki haft erindið sem erfiðið,með þessum leik sínum,bara als ekki,og það mun vera tap á þessum gjörningi ekki spurning,En Ritstjórinn Hallgrímur mun halda sýnu sjálfstæði vonandi og þá skoða menn  þetta,En aðfarirnar  eru svívirðilegar,og þeim byltingarsinnum til vansa,og þetta er svo að við erum,samt öll undrandi á þessu og verður fært til bókar/Halli gamli


mbl.is Hallgrímur virðir störf Reynis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson
Haraldur Haraldsson Innfæddur Reykvikingur og foreldrar minir báðir fæddir i Rvik,Er bara sæmilega virðulegur eldri Borgari og var áður Verksmijustjóri í Málnigarverksmiðju hjá Slippfelaginu i Rvik h/f Stofnað 1902 vann þar i 46 ár!!! geri aðrir betur!!!!Hefi mikin áhuga á Stjórnmálum og þjóðmálum yfirleitt!!!En hefi bara barnaskólapróf,er það ekki Lásy eins og börnin segja????En eg er lika Sjálfstæður Sjálfstæðismaður!!! með fyrirvara um að við göngum ekki i ESB!!! bara als ekki  !!!, svo og einnig allt sem kemur að sjálfstæði þjóðar vorar,og er það ekki gott!!!!!
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband