9.9.2014 | 17:40
Virðisaukaskattur á matvæli hækkar um 80% úr 7-12% og Annar niður um 6 % tæp-25.5 í 24%
Áætlað er að lægra þrep virðisaukaskatts hækki úr sjö prósentum í tólf og efra þrepið lækki úr 25,5 prósentum í 24 prósent þann 1. janúar á næsta ári.
Þetta kemur fram í fjárlögum fyrir árið 2015 sem kynnt voru í dag Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir í samtali við Vísi að efra stigið hafi aldrei verið jafn lágt.
Lækkun efra þrepsins leiðir til þess að við verðum með lægsta efra þrepið í virðisaukaskattskerfinu frá stofnun þess, segir Bjarni Matarkostnaður 40 þúsund krónum hærri Hækkunin á lægra virðisaukaskattsþrepinu þýðir að virðisaukaskattur á matvæli hækkar um fimm prósent.
Samkvæmt greiningu sem var unnin fyrir fjármálaráðuneytið þýðir þetta að matarkostnaður fjögurra manna fjölskyldu, þar sem annað barnið er yngra en sjö ára, hækkar um 3520 krónur vegna aukins virðisaukaskatts. Það þýðir 42.240 króna hækkun á ári í matarkostnað.
Að sögn fjármálaráðherra eru ýmsar mótvægisaðgerðir áætlaðar sem eiga að bæta kjörr almennings þegar heildarmyndin er skoðuð. Vörugjöld verða afnumin auk þess sem skattur á ýmsar vörur, til dæmis sjónvörp, þvottavélar, rafgeyma í bifreiðar og blöndunartæki, muni lækka.
Í gögnum frá fjármálaráðuneytinu kemur til dæmis fram að áætlað er að verð á sjónvörpum munu lækka um allt að 21 prósent.
Fjármálaráðherra tók þó skýrt fram að ríkið væri ekki í verslunarrekstri og að þessar tölur væru til viðmiðunar, þegar hann kynnti fjárlagafrumvarpið fyrr í dag. Sjá einnig: Þurfa að selja eignir til að rétta stöðu ríkissjóðs Lagt er til að barnabætur verði hækkaðar um 13 prósent.
Lagt er til að barnabætur verði hækkaðar um 13 prósent. Barnabætur hækka og byggingakostnaður lækkar Lagt er til að barnabætur verði hækkaðar um 13 prósent en auk þess er gert ráð fyrir tveggja og hálfs prósentu hækkunar vegna hærra verðlags.
Í gögnum frá fjármálaráðuneytinu kemur fram að hækkuninni verði frekar beint að tekjulægri foreldrum með eins prósentustigs hækkun á skerðingahlutföllum.
Þegar fjármálaráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið fyrir blaðamönnum í dag fjallaði hann sérstaklega um að byggingakostnaður myndi lækka vegna afnáms vörugjalda og lækkunar á efra þrepi virðisaukaskattsins.
Hann tók dæmi um kostnað við byggingu á raðhúsi þar sem áætlaður byggingarkostnaður væri 42,7 milljónir.
Í því dæmi var gert ráð fyrir að kostnaðurinn myndi minnka um 492.637 krónur og var mesta lækkunin í lægri kostnaði á gifsveggjum og gólfefni. Þetta þýðir að fjármálaráðuneytið gerir ráð fyrir því að byggingakostnaður á raðhúsum minnki um 1,2 prósent.
Ætlað að auka jafnræði Í greinargerð frá fjármálaráðuneytinu sem var gefin út samhliða fjárlögum kemur fram að breytingarnar á virðisaukaskattskerfinu séu hugsaðar til að auka jöfnuð. Þar segir: Samkvæmt rannsóknum OECD og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á þrepaskiptu virðisaukaskattsker
fi hagnast tekjuhá heimili mun meira en tekjulág á lægra skattþrepi matvæla. Tekjuhærri heimili eyða meiru í matarinnkaup, kaupa dýrari matvöru og hagnast þar með meira í krónum talið á lágu hlutfalli virðisaukaskatts. Sem tekjujöfnunarleið er núverandi fyrirkomulag því mjög óheppilegt.
Þar segir einnig: Breytingu á virðisaukaskattskerfinu er einnig ætlað að breikka skattstofna, auka jafnræði, bæta almennt umhverfi virðisaukaskattskyldra aðila og vinna gegn skattsniðgöngu.
Heildræn áhrif eiga að vera jákvæð Í úttektinni sem fjármálaráðuneytið lét vinna, á hag fjögurra manna fjölskyldu eftir að þær breytingar sem ríkisstjórnin boðar á næsta ári, kemur fram að þegar á heildina sé litið eigi ráðstöfunartekjur að aukast.
Þegar hagur hjóna með 580 þúsund krónur á mánuði fyrir skatt er skoðaður, þar sem vægi matvæla og drykkjarvöru er 16,2 prósent af heildarútgjöldum, kemur í ljós að samkvæmt áætlunum eigi fjölskyldan að hafa rúmlega tvö þúsund krónum meira milli handanna hver mánaðamót, eða um 24 þúsund krónur á ári.
Gert er ráð fyrir að niðurfelling vörugjalds muni vega næstum jafn mikið og hækkun virðisaukaskatts á matvælum.
Í þessu dæmi er einnig gert ráð fyrir því að barnabætur muni hækka um tæpar 1600 krónur á mánuði, en eins og kom fram í máli fjármálaráðherra eru þær tekjutengdar og gætu því verið lægri hjá fjölskyldu sem væri með hærri tekjur.
Þegar áætlaðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna skuldalækkunar á húsnæðislánum eru teknar inn í dæmi þessarar fjögurra manna fjölskyldu, auk lækkunar á tekjuskatti sem tók gildi á þessu ári, kemur í ljós að gert er ráð fyrir því að ráðstöfunartekjur hennar muni hækka um 17.607 krónur á mánuði.
Þar vegur stærst lækkun á höfuðstól húsnæðisláns, að því gefnu að lækkunin nái tveimur milljónum króna.
+Sú aðgerð á að skila þessari fjögurra manna fjölskyldu tíu þúsund krónum meira á milli handanna hver
mánaðarmót. ///////////////////"Svo lengi má brýna deigt járn að það býti" Ég tek svo stórt uppí mig og seggi sannleikan,þetta er afgerandi fjárlagafrumvarp fyrir þá efnameiri, ekki spurning ,og annað ekkert að sjá að við þessar breytingar verði sama vitleysan eða kvað,það er farið í kringum hlutina þarna, eins og köttur í kringum heitan graut,niðurstaðan er sú að þeir efnameiri fá alltaf meira!!!Svo er þetta að hækkun virðisauka á matvælum muni jafnast út með lækkun vörugjalda,Af hverju er ekki tekið á málum Kirkjunnar og Landbúnaði þar eru milljarðar til að spara,taka þetta niður í áföngum t.d.5 árum,við höldum því fram að það sé leiðinn,nei þetta veldi má ekki reka sig sjálft ,en það er hægt ekki spurning!!!En ef þetta fer svona er ekki um það spurt að þetta er geymt en ekki gleymt/Halli gamli
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:43 | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.