Bitnar helst á þeim sem minnst mega sín Innlent | mbl.is | 19.9.2014 | 13:42 Mynd 765639 Stjórn Kennarasambands Íslands mótmælir harðlega áformum stjórnvalda að hækka lægra þrep virðisaukaskatts úr 7% í 12%.
KÍ segir að það muni óhjákvæmilega leiða til að verð á mat og öðrum nauðsynjavörum muni hækka umtalsvert.
Það bitni helst á þeim sem minnst mega sín í íslensku samfélagi.Þetta kemur fram í ályktun sem stjórn KÍ hefur sent frá sér.
Hækkun á virðisaukaskatti á bækur fer illa saman við yfirlýsta stefnu stjórnvalda um að bæta lestrarkunnáttu ungs fólks.
Breytingin mun leiða til verðhækkunar á bókum sem mun án efa leiða til þess að framboð af íslenskum bókum dregst saman.
Breytingarnar munu einnig auka útgjöld framhaldsskólanema til bókakaupa, sem voru allt of há fyrir, segir í ályktuninni.
Þá mótmæli stjórn KÍ ennfremur þeim áformum stjórnvalda að greiða ekkert í sjóði VIRK endurhæfingar á ári komanda eins og þó sé kveðið á um í lögum frá árinu 2012.
Þar með sé framtíðarstarf VIRK í hættu og um leið sé endurhæfing fjölda skjólstæðinga sjóðsins sett í uppnám.
Stjórnvöld eru hvött til að standa við gerða samninga.Stéttarfélagið Framsýn gerir alvarlegar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Framsýn segir að réttindi atvinnulausra séu skert, verið sé að auka álögu á lágtekjufólk og það sé greinilegt að stjórnvöld hafi ekki áhuga á að vinna með verkalýðshreyfingunni.
Þetta kemur fram í ályktun sem var samþykkt á fundi stjórnar og og trúnaðarmannaráðs Framsýnar í gær. Ályktunin er svohljóðandi: Framsýn stéttarfélag gerir alvarlegar athugasemdir við framkomið fjárlagafrumvarp fyrir árið 2015.
Í frumvarpinu er ráðist að ákveðnum grunngildum sem miða að því að fólk geti séð fyrir sér og sínum með reisn.
Hvað ríkisstjórninni gengur til með að skerða réttindi atvinnulausra er ekki vitað. Þá er með hækkun á matarskatti verið að auka enn frekar álögur á lágtekjufólk.
Því miður fyrir láglaunafólk í landinu slær hjarta ríkisstjórnarinnar ekki með þeim tekjulægri í þjóðfélaginu.
Fjárlagafrumvarpið staðfestir það sem og þær skattkerfisbreytingarnar sem gerðar voru síðasta vetur þegar þeir tekjulægstu voru skildir eftir.
Greinilegt er að ríkisstjórnin hefur ekki áhuga fyrir því að vinna með verkalýðshreyfingunni í því að skapa þjóðfélag sem byggir á jöfnuði.
Verkalýðshreyfingunni ber skylda til og mun svara þessum skilaboðum með skýrum hætti í komandi kjaraviðræðum við atvinnurekendur og í samskiptum við stjórnvöld.
Ábyrgðin liggur ekki bara hjá verkalýðshreyfingunni.////////////////////"Svo lengi má brýna deigt járn svo það býti" segir máltækið og er ekki ,komið nóg og millu meira en það,það sem þeim mínum mönnum dettur í hug að koma á eftir að vita að samningar eru lausir um áramót,halda þeir virkilega að við samþykjum svona,nei það gerum við als ekki nóg er komið,og að segja okkur að þetta sé okkur hagstætt er svo mikil lygi að það hálfa væri nóg,Ég er agndofa í mínum mönnum að gera svona vitleysu,sem þíðir ekki annað en versnandi kjör okkar og eru þau ekki beysin,flest okkar sem minna höfum stöndum,í mánaðarlok blönk,Svo stendur Fjármálaráðherra minn og segir þetta gert fyrir okkur öll,ég verð að seigja að trú á mínum flokki er að bifast til neikvæðni og ekkert annað,þetta má bara ekki samþykkja,þá brestur alt til hins verra,og fólkið í landinu hlunnfarið illa/Halli gamli
Bitnar helst á þeim sem minnst mega sín | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Nýjustu færslur
- Júlíus Valsson,ritar um sannleika vegakrfis okkar,gott að myn...
- Gamla Moggagrílan iekin upp,samvinna ,engin bara tapa milljör...
- Þetta er skoðun Lögreglustjóra sem hefur fullan rétt á að fra...
- narsamning við B.N.A.Að fá Frakkland og Bandarikjamenn;við er...
- Í hvaða leik eru Framsólk og Sjalfstæðisflokkur,Eyða upp sjú...
Bloggvinir
- skordalsbrynja
- bjarnihardar
- stebbifr
- bassinn
- trj
- einarvill
- kristbjorg
- bofs
- don
- ingagm
- einarbb
- villibj
- martagudjonsdottir
- tilveran-i-esb
- asthildurcesil
- athena
- ea
- altice
- karisol
- kolbrunb
- ksh
- mariaannakristjansdottir
- mosi
- solir
- minos
- erna-h
- sgisla
- korntop
- ibb
- bjarnimax
- seinars
- skodunmin
- hjolagarpur
- summi
- gelin
- otti
- ansigu
- ingabesta
- skinogskurir
- tibsen
- reynir
- isleifur
- helgigunnars
- jakobk
- morgunn
- dramb
- gudni-is
- siggisig
- jonsnae
- gattin
- jon-o-vilhjalmsson
- 1kaldi
- magnusthor
- lucas
- gislisig
- gummiarnar
- gammon
- himmalingur
- gingvarsson
- snjokall
- vefritid
- gudrunmagnea
- sigurjonn
- saethorhelgi
- liljabolla
- malacai
- topplistinn
- hordurhalldorsson
- whaling
- stjornlagathing
- vestskafttenor
- ester13
- haukurn
- partners
- drum
- kokkurinn
- gumson
- valdimarjohannesson
- kristjan9
- mathieu
- hordurj
- samstada-thjodar
- snorribetel
- godurdrengur
- kij
- krist
- bjartsynisflokkurinn
- jonsullenberger
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 1046583
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.